13.11.2010 | 05:03
Fuglahvísl AMX: Ástþór ræðst á Egil helga
Smáfuglarnir fá reglulega sendingar Ástþórs Magnússonar til fjölmiðla. Ástþór er umdeildur maður og hefur oft gengið hart fram. Hann er engu að síður sá maður sem hvað oftast hefur látið reyna á rétt einstaklingsins gagnvart hinum ýmsu stofnunum samfélagsins. Þannig hefur hann farið í framboð til hinna ýmsu embætta og þurft að sitja undir því að embættismenn segi framboð hans móðgun við lýðræðið. Hann hefur því marga fjöruna sopið. Nú bætist enn ein við því í nýjast bréfi Ástþórs segir:
Fékk sendan netpóst frá Ríkisútvarpinu með fyrirsögninniÆtlar þú á Stjórnlagaþing? og þar sagt að þeir frambjóðendur sem er alvara að komast inn verði að kaupa auglýsingar.
Frambjóðendum sem ekki vilja borga RÚV beinharða peninga er hafnað af ríkisfjölmiðlunum.
Sérstök athygli er vakin á því að frambjóðendur geti keypt sig inn í Silfur Egils en Egill þessi hefur legið undir ámæli fyrir að mæla með einstökum frambjóðendum til Stjórnlagaþings. Nú getum við hin sem erum Agli ekki þóknanleg keypt okkur aðgang að meðmælum RÚV.
Nú hafa smáfuglarnir ekki séð upprunanlega bréfið frá RÚV. Hverju sem því líður er punktur Ástþórs réttur. Hvernig stendur á því að spjallstjóri hins opinbera mælir sérstaklega með ákveðnum frambjóðendum en svo er öðrum sagt að borga til að fá viðlíka athygli?
Hafi Ástþór á réttu að standa má teljast líklegt að fram sé komin grófasta ósvífni Egils Helgasonar til þessa - að fjalla sérstaklega um vini sína og kunningja sem eru í framboði en benda svo öllum hinum verðskránna. Ástþór nefnir einnig fleiri dæmi:
Minnist þess fyrir síðustu Alþingiskosningar þegar RÚV hafnaði algerlega að Lýðræðishreyfingin fengi nokkur aðgang að Silfri Egils á meðan þeir ítrekað hömpuðu öðru nýju alþingisframboði. Eftir kosningar sagðist Egill hafa kosið þann flokk inná þing.
Aftur hittir Ástþór á réttan punkt. Er hundstaumur sá er Páll Magnússon sagði í viðtali að væri í það lengsta hjá Agli Helgasyni enn að lengjast? Eða svaraði Páll eins og hundaeigendur almennt sem alltaf þykjast hafa hund sinn í bandi þó allir horfi á hundinn leika lausum hala þvert á allar reglur á hverjum sunnudegi?
ATH: Ofangreindur pistill birtist á vefnum AMX. Neðangreint video var sent til RÚV:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2010 | 15:31
Svar til Þjóðkirkjunnar: Þjóðin velji sitt fjall
Tel mig kristinnar trúar þótt ég sé ekki ávallt sammála stofnunum kirkjunnar eða einstökum starfsmönnum hennar.
Margt gott hefur komið frá Íslensku þjóðkirkjunni, annað mjög miður. Önnur trúfélög geta einnig hjálpað okkur að þróa sálina. Ég t.d. sæki stundum kirkju í Óháða söfnuðinum.
Fyrir mér er Guð eins og fjall, mismunandi form og útlit eftir því hvaðan þú horfir á það.
Þótt ég sé í framboði til Stjórnlagaþings tel ég mig engan rétt hafa til þess að kveða upp einhvern Salomons dóm um Þjóðkirkjuna eða stuðning ríkis, þjóðar og einstaklinga við hana.
Ég er í framboði til Stjórnlagaþings því ég vil færa valdið til fólksins í landinu. Ég vil koma hér á beinu og milliliðalausu lýðræði þar sem réttur einstaklingsins er virtur sem hluti af ákvarðanaferli stjórnsýslunnar.
Það hlýtur því að liggja í hlutarins eðli fái ég stuðning þjóðarinnar til Stjórnlagaþings, að þjóðaratkvæðagreiðsla skeri úr um þetta mál eins og mörg önnur.
Meira um framboð 7176: www.austurvollur.is/thor
11.11.2010 | 19:35
RÚV umfjöllun til sölu - Sjá video með 40 milljónum á borðið!
Mér 7176 og öðrum frambjóðendum til Stjórnlagaþings barst tilboð frá RÚV í dag. Hér getið þið séð svar mitt ásamt auglýsingu í Silfur Egils og 40 milljónir í tvöþúsundköllum tilbúið í slaginn:
Sæll Gunnar Ingi Hansson auglýsingadeild RÚV
Vísa í tilboð þitt hér að neðan. Reyndi mikið að komast í Silfur Egils fyrir síðustu alþingiskosningar, þannig að frábært tilboð hjá þér að bjóða mér að vera í kringum þáttinn!
Já takk ég tek þessu tilboði ykkar hjá RÚV.
Hjálagt er auglýsing sem ég óska að birtist á undan Silfri Egils og í auglýsingahlé þáttarins.
Ágæti frambjóðandi,
Nú styttist í kosningar og eru sumir frambjóðendur strax byrjaðir að kynna sér möguleika í auglýsingum.
Við á RÚV höfum fengið fyrirspurnir varðandi auglýsingaverð og ákváðum við að senda á alla frambjóðendur hvað við bjóðum.
Við höfum ákveðin afsláttakjör sem gengur jafnt yfir alla frambjóðendur. Þetta er svo kallaðu kosninga afsláttur.
Þessi 25% kosninga afsláttur gengur til allra frambjóðenda Stjórnlagaþings og gengur sá afsláttur bæði í útvarp og sjónvarp.
Við bjóðum uppá ansi sterkar auglýsinga leiðir í kringum umræðu þætti, fréttir og annað efni sem virkir kjósendur horfa og hlusta á.
Allir frambjóðendur ganga að sama borði hér á RÚV.
Sem dæmi er skjáauglýsing í kringum Silfur Egils að kosta 11.940,- (án vsk)
Svo eru samlesnar auglýsingar í útvarpi einnig mjög sterkar þær birtingar eru í kringum frétta tíma útvarpsins.
Fyrir þá frambjóðendur sem er alvara með að komast inn, þá munu auglýsingar án efa spila stórt hlutverk í vali í þessum kosningum.
Það eru margir frambjóðendur og hver og einn má kjósa um 25 einstaklinga það er pláss fyrir nokkra á hverjum kjörseðli og því um að gera að vera ofarlega í huga kjósandans.
Ef ég get hjálpað ykkur að setja upp auglýsingaplan endilega verið í sambandi.
Virðingarfyllst,
Ríkisútvarpið AuglýsingadeildGunnar Ingi HanssonBeinn sími: 515-3263
Sími : 515-3263Fax : 515-3255 GSM : 822-2434 Netfang: gih@ruv.iswww.ruv.is
![]() |
35 klukkustundum hlaðið á Youtube á mínútu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |