Segja Íslandi stjórnað af alþjóðlegum glæpahring

Sá orðrómur gengur nú manna á meðal í Evrópu að Íslandi sé stjórnað af alþjóðlegum glæpahring. Forseti Íslands hafi notað embætti sitt til að sannfæra heiðvirða breska bankamenn að selja Kaupthing svikamyllunni virtan breskan banka og þannig seilst ofaní vasa breskra fjárfesta.

Menn segja á meðan Nígeríska spillingalögreglan leiti 19 stjórnenda fimm fjármálafyrirtækja sem ríkið þurfti að bjarga með 2,6 milljörðum dala, er stærstu Íslensku fyrirtækjunum t.d. á sviði flutninga og símasamskipta stjórnað af þeim mönnum sem stálu hundruðum milljarða af breskum, þýzkum og hollenskum innistæðueigendum. Enginn hafi verið dreginn til ábyrgðar á Íslandi.

Niðurstaðan er sú að Ísland sé griðarland helstu fjárglæframanna heimsins og því beri að varast að eiga viðskipti við Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Síðasta málssgreinin þín undirstrikar það sem mig hefur lengi grunað en ekki viljað trúa.

Finnur Bárðarson, 19.8.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Því miður er þetta frekar líklegt, við erum alaveganna "heimsmeistar í lygum, svikum og blekkingum þegar kemur að því að svíkja út fé frá lífeyrissjóðum, bönkum og öðrum svo kölluðum fagfjárfestum".  Okkar glæpamenn fengu svo sannarlega "góðan stuðning frá Óla grís sem dansaði eins og hirðfípl með útrásinni og gaf þeim trúverðugleika" og svo var nóg að múta "Geir Haarde & Ingibjörgu Sólrúnu" (þeirra flokkar þáðu mútur & verndartolla) sem þau veitu móttöku og staðinn fengu "stórust ræningar alheimsins FRELSI til að stela meir & lengur" og svo þegar spurt var um ábyrgð, þá sögðu þau (Ingibjörg & Geir) ásamt KJÁNANUM Björgvinni Sig., að íslenska ríkið myndi auðvitað koma bönkunum til aðstoðar og ábyrgjast allt upp í topp!  Þetta lið er viðbjóðslegir lygarar, spilt og stígur svo sannarlega ekki í vitið.  Synd hversu "spilta & lélega stjórnmálamenn við eigum" og við erum svo sannarlega umtöluð sem "Nígería norðursins!" og þann ömurlega heiður má þakka Óla grís, stjórnmálamönnum okkar, útrásar skúrkunum (glæpamenn) og þessu bankaræningjum sem áttu og stjórnuðu bönkunum, enda var þar á ferðinni aðilar sem "allir voru innmúraði í spilta FL-okka og fengu því FRELSI til að stela & ræna" - þessir SÝKÓPATAR skilja alstaðar eftir sig "sviðna jörð", þetta eru ekki bara landráðsníðingar, heldur í raun alheimsníðingar.  Í Kína væri búið að taka allar eigur af þessu fólki og margir hefðu verið skotnir, öðrum til aðvörunnar!  En á Íslandi er þetta sama lið á "launum hjá íslenska ríkinu" - hvað eiga útlendingar að halda um okkur???

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 19.8.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband