Egill Helgason vanhæfur til starfa á RÚV!

Í útsendingu Bylgjunnar í morgun sagðist Egill Helgason starfsmaður ríkisfjölmiðlanna Ríkisútvarpsins-RÚV hafa kosið Borgaraheyfinguna við síðustu alþingiskosningar.

Silfur Egils
Hér er líklegast komin skýringin á því hversvegna Lýðræðishreyfingin var útilokuð frá þættinum Silfur Egils á RÚV í aðdraganda kosninganna á meðan 8 fulltrúar Borgarahreyfingarinnar fengu ítrekað aðgang að þættinum 23 nóvember - 22 mars s.l.  Á sama tíma var Lýðræðishreyfingunni alfarið synjað um aðganga að Silfri Egils m.a. með þessum orðum eftir ítrekuð símtöl, fax og email undirritaðs til stjórnenda Silfur Egils: "Sæll Ástþór, Ekki hringja í hana Halldóru, hún ræður engu um hvað er þættinum. Ég mun ekki bjóða þér í þáttinn að sinni. mbk Egill"

Ljóst er að Egill Helgason misnotaði aðstöðu sína í þágu eigins stjórnmálaflokks í aðdraganda alþingiskosninganna . Hann er því vanhæfur til starfa á ríkisfjölmiðlunum. Ítrekuð er krafa okkar frá 20. mars s.l. að Agli Helgasyni og Silfri Egils verði vikið úr dagskrá Ríkisútvarpsins/ RÚV.  

Í því ástandi sem ríkir á Íslandi er það mjög alvarlegt og í raun nánast landráð að stjórnendur ríkisfjölmiðla komist upp með að misnota aðstöðu sína og hefta lýðræðislega umræðu eins og raun bar vitni á Ríkisútvarpinu-RÚV í aðdraganda alþingiskosninganna 2009. Enda heldur Íslenska sukkið áfram, engin bankaræningjanna kominn í gæsluvarðhald og reynt að þagga niður óþægilega gagnrýni.  

Lýðræðishreyfingin mun ekki una slíku ástandi. Við ítrekum þau 12 erindi, kvartanir og kærur, sem við sendum í aðdraganda kosninga um margvísleg atriða er vörðuðu mismunun Ríkisútvarpsins-RÚV gagnvart Lýðræðishreyfingunni. Þessu máli er ekki lokið enda hefur Ríkisútvarpið ekki svarað neinu þeirra erinda sem við sendum stjórnendum RÚV og eftirlitsstofnunum.  Minnt er á að Lýðræðishreyfingin sendi 12 erindi og flutti 3 "leikrit" við útvarpshúsið í Efstaleiti í aðdraganda alþingiskosninganna. Þannig þurfti að berjast fyrir mannréttindum og lýðræði á Íslandi árið 2009!

Lýðræðishreyfingin áskilur sér allan rétt til að nota bæði hefðbundnar og óhefðbundnar leiðir til að ná fram rétti sínum gagnvart ríkisfjölmiðlunum. Slíkt getur m.a. falist í því senda út alla fréttatíma Ríkisútvarpsins - hvenær sem er alla daga og allan sólarhringinn - um eigin útvarpsrás og birta ásamt  tilheyrandi viðvörun til almennings um svívirðilega framkomu starfsmanna Ríkisútvarpsins. 

Virðingarfyllst,
Lýðræðishreyfingin
Ástþór Magnússon


Ofangreint er innihald í bréfi sent til:
Páll Magnússon útvarpsstjóri og stjórnendur Ríkisútvarpsins
Ríkisútvarpið, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Símbréf 5153001

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband