24.10.2009 | 15:10
Vopnin hjá Lýðræðishreyfingunni
Jú mikið rétt Lýðræðishreyfingin býr yfir öflugu vopni. Lýðræðissinnar sem vilja nota vopnið til að vinna lýðræðinu brautargengi og uppræta landlæga spillingu í stjórnkerfi landsins geta hringt í síma 4500509 og lesið þjóðinni pistilinn í Lýðvarpinu.
Annars er þessi fyrirsögn nokkuð misvísandi en óneitanlega minnir þetta mikið á þann tíma þegar ég var settur í gæsluvarðhald á Íslandi fyrir að deila á stjórnvöld. Lögreglan mætti með á annan tug manna í fleiri daga til að leita að "sönnunargögnum" á skrifstofum Friðar 2000 og reynt var að fá mig til að draga yfirlýsingar mínar til baka um ólögmæti Írakstríðsins með hótunum um 16 ára fangelsi.
Ég var sóttur um miðja nótt og messað yfir mér á skrifstofum Ríkislögreglustjóra í marga tíma þar til ég fékk síðan að dúsa í gæsluvarðhaldi í fleiri daga. Ég sagði þeim bara hreinskilnislega að gagnslaust er að hóta hugsjónamönnum og Litla Hraun sé ekki verri vettvangur en margt annað í baráttu minni gegn spilltri stjórnsýslu og til að vinna friðarmálum brautargengi.
Á endanum skipaði Hæstiréttur Ríkislögreglustjóra að láta mig lausan og tveimur árum síðar gekk dómur þar sem þeir var gert að skila öllum þeim tölvum sem þeir stálu af skrifstofum Friðar 2000.
Nú eru skrifstofurnar búnar öflugum útvarpsbúnaði. Ég er að spá í hvort ég kem heim á næstunni til að hræra aðeins í tökkunum og taka spillingarliðið á beinið í beinni! Amk skil ég ekki hversvegna Ríkislögreglustjórinn er ekki búinn að sækja helstu útrásarvíkingana, þá sem hafa stolið hundruðum eða jafnvel þúsundum milljóna frá þjóðinna, og setja þessa glæpaskúrka í gæsluvarðhald eins og hann gerði við mig um árið af engu tilefni nema til að reyna þagga niður í óþægilegri gagnrýni.
Lögreglan leitar vopna á skrifstofu Lýðræðishreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Athugasemdir
Vald fjármagnsins er mikið Ástþór og þegar nægilega margir embættismenn hafa verið keyptir verða viðbrögð gegn umræddum skúrkum varkár því samkvæmt.
Árni Gunnarsson, 24.10.2009 kl. 22:21
Alþingi var að samþykkja frumvarp til að fella niður kúlulánin, en tillaga um að gera þau skattlaus var kippt á brott á síðustu stundu......
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.10.2009 kl. 01:53
Friðarsinnar eiga að vera á ófriðarsvæðum. Þú átt að vera á Klakanum með vélbyssu að freta niður útrásarkrimmana og aðra saurgerla. Hlakka til að sjá þig gamli hlunkur.
Sverrir Stormsker, 25.10.2009 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.