Útúrsnúningar Egils Helgason

Egill Helgason sem notaði Silfur Egils til að pota Borgarahreyfingunni á þing, segist nú ekki þekkja samstarfsmenn sína á RÚV né fyrrum formann Borgarahreyfingarinnar sem kom í þáttinn til hans og sem starfar með honum hjá Ríkisútvarpinu.  Báðir tóku þeir laun frá RÚV með þeir unnu að því að koma þessu gæluframboði sínu á þing sem síðan reyndist ein stór mislukkuð loftbóla.

Sjáið hér bullið sem veltur uppúr þessu veruleikafirrta fjölmiðlasvíni. Hér eru afrit af rafpósti okkar á milli í dag:

Egill Helgason to Thor
 show details 6:00 PM (13 minutes ago)  

Samstarfsmaður minn á RÚV?  Ég þekki manninn ekki neitt, það vinna 250 manns hjá Rúv, það er varla að ég hafi hitt hann.

Þetta fellur bara um sjálft sig, ég kom ekki nálægt því að fjalla um kosningarnar, nema rétt í sjónvarpinu kvöldið fyrir kosningar, og svo í kosningasjónvarpinu á kosningakvöldið.

Annars voru engir frambjóðendur í þáttunum hjá mér.

eh

On 22.10.2009, at 15:42, Thor Magnusson wrote:

Egill, þetta eru aumkunnaverðir útútsnúningar hjá þér. Þessi "hreyfing" var með áætlanir um framboð strax í upphafi. Þetta afhjúpaðist þegar þeir báru mig út af fundum sínum, fyrst í nóvember og síðan aftur í janúar!  Þarna var ýmislegt leynimakk í gangi á bakvið tjöldin er varðaði væntanlegt framboð kæmi til kosninga.

Einn upphafsmanna þessa var samstarfsmaður þinn á RÚV sem síðar varð formaður framboðsins. Hann var gripinn glóðvolgur í gegnum skiptiborðið hjá RÚV í kosningaferðalagi fyrir norðan!

Hvernig þig félagarnir á RÚV stóðuð að þessu að koma Borgarahreyfingunni á þing er glæpsamlegt athæfi, brot á öllum lögum og reglum um Ríkisútvarpið svo og á brot á sjálfum kosningalögunum sem varðar við almenn hegningarlög. Hátterni sem þetta þekkist ekki nema í alræmdum einræðis og kommúnistaríkjum og svo auðvitað á hinu spillta Íslandi.

Ef eitthvert vit væri í stjórnvöldum og löggæslu á Íslandi hvað varðar alvöru lýðræði þá sætir þú á Litla Hrauni í dag fyrir þinn þátt í þessu sukki og misnotkun á ríkisfjölmiðlunum. Ísland er og verður lítið meira en sovéskt bananalýðveldi á meðan fjölmiðlasvínum eins og þér er leyft að vaða uppi á launum frá þjóðinni og fótum troða lýðræðislega umræðu.

Kveðja
Ástþór Magnússon

2009/10/22 Egill Helgason <ehelgason@simnet.is>

útúrsnúningar - fólkið kemur í þáttinn þegar þessi hreyfing er ekki orðin til sem framboðsafl.

eh


On 22.10.2009, at 11:48, Thor Magnusson wrote:

Þetta eru útúrsnúningar sem engin kaupir!
Þú ert búinn að vera sem hlutlaus fjölmiðlamaður. Bara spurning um tíma hvenær þér verður sparkað af ríkisfjölmiðlunum.
Kveðja
Ástþór

2009/10/22 Egill Helgason <ehelgason@simnet.is>

Borgarahreyfingin tilkynnti um framboð sitt 4. mars. Framboðslistar voru ekki frágengnir fyrr en í apríl.

Ég er ekki skyggn, ég gat ekki vitað að þetta fólk yrði í framboði fyrir hreyfingu sem var ekki til sem framboðsafl.

On 22.10.2009, at 11:24, Thor Magnusson wrote:

Mér var að berast neðangreind skeyti frá Agli Helgasyni þar sem hann treður salti í sárin með ósannindum. Starfsmaður ríkisfjölmiðls sem lýgur fullum hálsi. Burt með þennan mann af RUV!
Sjá að neðan samantekt á umfjöllun og aðgang frambjóðenda Borgarahreyfingar í Silfri Egils:


---------- Forwarded message ----------
From: Egill Helgason <
ehelgason@simnet.is>
Date: 2009/10/22

Subject: Re: Stjórnsýslukæra vegna RÚV og Egils Helgasonar
To: Thor Magnusson <
thor@lydveldi.is>

Sæll Ástþór. Það kom aldrei neinn frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar í Silfrið.

Í þáttinn kom fólk sem var pólitískt aktíft síðastliðinn vetur og fór SÍÐAR í framboð fyrir Borgarahreyfinguna.

Sá sem komst næst því af frambjóðendum Borgarahreyfingarinnar að koma í Silfrið var Þráinn Bertelsson sem lýsti því yfir í þættinum að hann ætlaði að fara í framboð fyrir Borgarahreyfinguna.

Annars fjallaði ég mjög lítið um alþingiskosningarnar í Silfrinu.

mbk Egill Helgason

Borgarahreyfingin, umfjöllun.

Silfur Egils.
23. nóv. 2008 Gunnar Sig og Margrét P.
30. nóv. 2008. Ragnar Þ Ingólfsson.
11. jan 2009. Herbert Sveinbjörnsson.
1. mars 2009. Valgeir Skagfjörð.
8. mars. 2009. Þór Saari, Ragnar Þ. Ingólfsson.
22. mars. 2009. Þráinn Bertelsson.

Rúv.
27.okt. 2008.  Kastljós, Borgarafundur.
8. nóv. 2008.  Rás 1, Borgarafundur.
11. nóv. 2008. Rás 1. Borgarafundur.
17. nóv. 2008.  Rás 1. Borgarafundur.
17. nóv. 2008.  Sjóv.fréttir. Borgarafundur.
24. nóv. 2008. Sjónv.fréttir.  Borgarafundur.
24.02.2009. Borgarahreyfingin ætlar að bjóða fram til alþingis í vor (Hvað eru þau að gera)
24.02.2009 Borgarahreyfing vill koma á lýðræði
4. mars. 2009. Sjónv. Fréttir. Borgarahreyfingin.
4. mars. 2009. Kastljós. Borgarahreyfingin.
18.03.2009. Tilvera Jóhann Kristjánsson rætt við hann um ljóðabók og Borgarahreyfinguna
22. mars. 2009.  Fréttaaukinn.  Baldvin J.
27.03.2009. Þráinn og Magnús í framboð (Borgarahreyfingin)
01.04.2009 Jóhann Kristjánsson  - Stefna Borgarahreyfingarinnar
14. apríl. 2009. Sjónv. Fréttir. Borgarahreyfing.


On 22.10.2009, at 10:58, Thor Magnusson wrote:

<stjornsyslukaera-ruv-egill-221009.pdf><RUV-KvortunEgillHelgason-160809.pdf><RUV-kæra-050409.pdf><ruv-kosningavefur-140409 Alþingiskosningar 2009.pdf><RuvKosningavefur100409-Alþingiskosningar 2009.pdf><Útvarpsréttarnefnd-kæra-290309.pdf><Útvarpsréttarnefnd-viðbótarupplýsingar-kæra-250309.pdf><Útvarpsréttarnefnd-kæra-250309.pdf><Ríkisútvarpið-kastljos-280109.pdf>


 


mbl.is Ástþór kærir RÚV og Egil Helgason
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Góður Ástþór, félagi Egill þarf að lagfæra þessa vinstri slagsíðu sýna og RÚV á að vera hlutlaus ríkismiðil, en því miður eigum við Íslendingar ekki hlutlausa fréttarmenn og því verður umræða hérlendis mjög sjaldan málefnaleg eða uppbyggileg.  Gott hjá þér að kvarta - látu rödd þína hljóma..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 23.10.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband