Nefndarskipun um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálaflokkana

Bréf sent forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur: 

Kvörtun vegna nefndarskipunar um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálaflokkana

Lýðræðishreyfingin gerir athugasemdir við skipun í nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálaflokkana en samkvæmt fréttum frá Forsætisráðuneytinu eiga allir stjórnmálaflokkar sem tóku þátt í nýafstöðnum alþingiskostningum fulltrúa í nefndina nema Lýðræðishreyfingin.

Lýðræðishreyfingin er nú aftur sniðgengin með beinum og skipulögðum hætti eins og við máttum þola af ríkisfjölmiðlunum RÚVog Ríkisútvarpinu í aðdraganda kosninganna en þar fengum við ekki aðgang á jafnréttisgrundvelli fyrr en settar höfðu verið upp leiksýningar við útvarpshúsið í Efstaleiti í mótmælaskyni til að vekja athygli á ósómanum.  Lýðræðishreyfingin neyddist til þess að setja á fót eigin útvarpsstöð (Lýðvarpið) til að koma boðskap sínum á framfæri þegar Ríkisútvarpið var algerlega lokað fyrir okkur meðan önnur ný framboð eins og Borgarahreyfingin sem starfsmaður Ríkisútvarpsins var í forsvari fyrir fékk þar nær óheftan aðgang. Ríkisútvarpinu tókst með þessu hátterni að skekkja úrslit kosninga og þannig auka enn frekar mismunun. Ekki er hægt að líða slíkar uppákomur í því sem á að kallast lýðræði. Lýðvarpið mun því halda áfram að veita spillingaröflunum aðhald með því að vekja athygli á óvönduð fréttum ríkisfjölmiðlanna.

Lýðræðishreyfingin harmar tvöfeldni og óheiðarleika þeirra stjórnmálamanna sem virðst hafa blekkt þjóðina við síðustu kosningar. Til að mynda lofaði fjármálaráðherra í kosningasjónvarpi að koma á fót markaðsskrifstofu til að laða til Íslands erlend fyrirtæki eftir tillögum Lýðræðishreyfingarinnar og í tvígang lýsti því yfir að hann myndi hringja í Ástþór Magnússon vegna þessa. Ekkert slíkt símtal hefur borist og ríkisstjórnin virðist ekkert ætla að gera í þessu mikilvæga hagsmunamáli þjóðarinnar og virðist þess í stað ætla að blóðmjólka heimilin í landinu með auknum sköttum og niðurskurði.

Lýðræðishreyfingin hefur ítrekað kært misbresti í framkvæmd kosninga til Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu og þá sérstaklega hvað varðar aðgang að lýðræðislegri umræðu í ríkisfjölmiðlunum. Lýðræðishreyfingin hefur einnig gert athugasemdir við hvernig fjármálum stjórnmálaflokkanna er háttað og var þetta m.a. rætt við fulltrúa ÖSE er þeir voru hér í aðdraganda síðustu kosninga svo og við fjármálaráðherra stuttu fyrir útsendingu hjá Stöð2 við síðustu kosningar. Það er því miður að ríkisstjórnin kjósi að útiloka Lýðræðishreyfinguna frá þessari umræðu með því að veita okkur ekki aðgang að nýskipaðri nefnd á jafnréttisgrundvelli.

Virðingarfyllst,
Lýðræðishreyfingin
Ástþór Magnússon  
Jón Pétur Líndal  
Guðrún María Óskarsdóttir


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband