Úrslit kosninga koma ekki á óvart

Áhugavert er að skoða úrslit kosninga fyrri ára og bera saman við nú. Ný framboð hafa yfirleitt náð litlu kjörfylgi. Misnotkun ríkisfjölmiðlanna áratugum saman endurspeglast í óvirku lýðræði við alþingiskosningar.

Ný framboð hafa yfirleitt ekki átt upp á pallborðið hjá þáttastjórnendum ríkisfjölmiðlanna þótt á þessu hafi verið einstaka undantekningar eins og nú með Borgarahreyfinguna en formaður hennar er starfsmaður Ríkisútvarpsins, var meira að segja staðinn að því að vera á launum frá ríkisfjölmiðlinum í framboðsferð á Akureyri.

Lýðræðishreyfingin gaf út framboðsyfirlýsingu 5 mánuðum fyrir kosningar, í nóvember 2008 en þá voru borgarafundir Borgarahreyfingarinnar fyrirferðamiklir hjá RÚV. Talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar borinn út af fundum þeirra fyrir þær sakir að leggja til lýðræðisleg vinnubrögð. Þrátt fyrir þetta hélt RÚV áfram að útvarpa og sjónvarpa fundum Borgarahreyfingarinnar.

Fram til 15 apríl (10 dögum fyrir kosningar) fékk Lýðræðishreyfingin tækifæri til að kynna sín málefni í ríkisfjölmiðlunum með einu stuttu innleggi í broti af Kastljósþætti RÚV. Þetta gerðist  eftir að send höfðu verið á annan tugur erinda til útvarpsstjóra og efnt tvívegis til mótmæla/leiksýninga við útvarpshúsið. En það reyndist eina leiðin til að brjótast í gegn þarna. Fram að þeim tíma var símtölum okkar svarað með útúrsnúningum og Lýðræðishreyfingunni gersamlega úthýst úr ríkisfjölmiðlunum.

Silfur EgilsÁ sama tíma fékk Borgarahreyfingin 21 innslag í ríkisfjölmiðlunum meðal annars fleiri klukkutíma í útsendingum bæði sjónvarps og útvarps frá borgarafundum sínum. Einnig fengu frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar amk sex innkomur í Silfur Egils á meðan Lýðræðishreyfingunni var algerlega úthýst. Við höfum ekki í eitt einasta skipti fengið að koma í þann þátt! Ég minnist þess einnig að sama var uppá teningnum við borgarstjórnarkosningar þegar Egill Helgason úthýsti Flokki mannsins úr leiðtogaumræðum á Skjá einum, eini stjórnmálaleiðtoginn sem var útilokaður frá spjallborðinu.

Líklegast hefur þessi þöggun verið í gangi áratugum saman. Úrslit kosninga fyrri áratuga benda til þess. Lélegt kjörfylgi Lýðræðishreyfingarinnar er ekkert einsdæmi og virðist það frekar venjan en undantekningin að ný framboð nái engu kjörfylgi. Í ágætri úttekt Morgunblaðsins á þessu í dag kemur í ljós að Bandalag jafnaðarmanna fékk 0,2% 1987, Verkamannaflokkur Íslands fékk 0,1% árið 1991, Heimastjórnarsamtök 0,6% 1991, Grænt framboð 0,3% 1991, í kosningunum 1995 fékk Kristileg stjórnmálahreyfing 0,2%, Vestfjarðarlistinn 0,4%, Náttúrulagaflokkur 0,6%, Suðurlandslistinn 0,7%, árið 1999 fékk Humanistaflokkurinn 0,4%, Kristilegi lýðræðisflokkurinn 0,3% og Anarkistar 0,1%.

Eitt mikilvægasta mannréttindamál Íslendinga er að hér komist á virkt og heiðarlegt lýðræði. Grunvallar reglur lýðræðis eru opnir og hlutlausir fjölmiðlar. Nauðsynlegt er að setja án tafar fjölmiðlalög sem tryggja óhlutdræga umfjöllun í aðdraganda kosninga. Einnig þarf að endurskoða kosningalögin til að gæta þess að öll framboð sitji við sama borð hvað varðar fjárstyrki. Að hafa frambjóðendur í þeirri stöðu að þeir þurfi að skrapa styrki úr atvinnulífinu er lýðræðinu beinlínis hættulegt. Í bland við ofríki einstakra ríkisstarfsmanna á stærstu fjölmiðlunum er Íslenskt lýðræði sannkallaður spegill skrípræðis.
mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ástþór, athyglisverð samantekt.

Það er sannarlega þörf að skoða vald einstakra manna eins og Egils Helgasonar hvað varðar hlutleysissjónarmið ríkisfjölmiðils.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2009 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband