Gagghænan Agnes farin á taugum

RitskoðunJónas Kristjánsson ritstjóri kallaði hana afkastamesta "spunakarl landsins" fyrir nokkrum mánuðum, en nú virðist gagghænan Agnes Bragadóttir farin yfrum á taugum.

Örstuttu tímabili frjálsrar blaðamennsku er lokið hjá Morgunblaðinu og Agnes aftur komin í búr sægreifa og útrásarvíkinga. Nú er það varðhundurinn Óskar Magnússon lögmaður kallaður "útgefandi" sem heldur um lyklavöldin að prentblekinu.

Af einstakri þægð við fjárglæframenn í hluthafahópi Morgunblaðsins reynir spunakerlingin með fúkyrðum og rökleysu að stöðva ört vaxandi fylgi Lýðræðishreyfingarinnar sem sækist eftir stuðningi þjóðarinnar að koma lögum yfir mafíuna og sækja þýfið í aflandseyjar eða hvar sem það finnst.

Agnes greyið virðist orðin svo upptrekkt og taugaveikluð yfir því að missa jobbið á moggasnepli útrásarinnar í þeim hreinsunum sem bíða sumra húsbændanna þar á bæ eftir kosningar, að kerlingunni er gersamlega ómögulegt að skilja kjarnan frá hisminu.

Agnes Bragadóttir hefur undanfarið verið á framfæri almennings eins og aðrir starfsmenn Morgunblaðsins meðan ríkisbankinn Nýji Glitnir dældi þangað hundruðum milljóna eftir gjaldþrot. Síðan var 3,5 milljörðum af skuldum þrotabúsins varpað yfir á heimili landsins um síðustu mánaðarmót í stað þess að láta skuldirnar fylgja með á silfurfatinu til nýrra eigenda sem m.a. er með fyrrverandi stjórnarformann hins gjaldþrota Glitnis banka innanborðs.

Í grein sinni segir Agnes það hafi verið einkar ánægjulegt þegar fulltrúi útrásarvíkinganna, lögfræðingur frá lögmannsstofunni Lex, dæmdi lista Lýðræðishreyfingarinnar ógildan í Reykjavík á skjön við landslög og aðrar kjörstjórnir í landinu.

Sem betur fer vildi það þannig til að ég átti fund með tíu manna fjölþjóðlegum hóp frá kosningaeftirliti ÖSE á nákvæmlega sama tíma sem Landskjörstjórn fjallaði um málið. Lögmannsmafían gat því ekki annað en farið að lögum og úrskurðað alla lista Lýðræðishreyfingarinnar gild framboð.

Það er aumt þegar kalla þarf til erlenda eftirlitsmenn, setja upp leikrit og framleiða hávaða í byggingu ríkisfjölmiðlanna til að ná því fram að lögum um borgaraleg réttindi og lýðræði sé framfylgt á Íslandi. Að krefjast slíkra réttinda kallar spunakerlingin "stjórnlausa frekju".

Eftir reynslu mína af forsetakosningum árið 2004 í samskiptum við stjórnvöld og fjölmiðla var mér ljóst að útilokað væri að hér færu fram eðlilegar kosningar nema undir kosningaeftirliti ÖSE. Þessvegna sótti ég fast eftir slíku með bréfaskriftum, kærum og símtölum og tókst á endanum að fá kosningaeftirlitið hingað til lands að fylgjast með umbreytingunni úr bananalýðveldi í nýtt Íslenskt lýðveldi þar sem þjóðin fær völdin í stað þeirrar mafíu sem fjölmiðlahórurnar liggja undir.

Gömlu flokksskrímslin keppast nú við að blekkja kjósendur með kosningakarmellum og kjötsúpum. Takist þeim að blekkja nægjanlegan fjölda kjósenda næstu daga skaltu búa þig undir að sötra naglasúpu næstu fjögur árin.  

Með því að kjósa xP Lýðræðishreyfinguna á laugardag ert þú að tryggja þína framtíð og losa börn þín úr ánauð víkinganna. Láttu ekki áróðussnepil sægreifanna og spunakerlingar blekkja þig í að afhenda þín lyklavöld til mútuþægra alþingismanna.

Lýðræðishreyfingin er eina stjórnmálaaflið sem mun færa þér völdin á Alþingi. Í gegnum rafrænt Almannaþing færð þú sjálfur kjósandi góður ótvíræðan atkvæðisrétt á Alþingi. Þingmenn Lýðræðishreyfingarinnar eru óspilltir nýliðar munu gæta þeirra grundvallar mannréttinda þinna að þjóðin ráði sér sjálf.

Með þvi að kjósa Lýðræðishreyfinguna losar þú þjóð þína úr þeirri ánauð að flokkseigendafélög og mútuþægir stjórnmálaflokkar mergsjúgi sameiginlega sjóði og stofnanir og skilji þig og fjölskyldu þína eftir úti í kuldanum með skuldirnar. 

Kynntu þér málið nánar á www.xp.is og mundu að merkja við P á kjörseðlinum til að gæta þinna eigin hagsmuna og kjósa þína eigin persónu á þing.

 - - - - - - - -

Þessi grein er birt í Morgunblaðinu í dag, en orðið "gagghæna" var þar fjarlægt eftir ritskoðun Ólafs Stephenssen sem vildi ekki að Agnes Bragadóttir væri kölluð gagghæna. 

Hér er linkur á viðtal í Zetunni þar sem ég ræði þetta við Agnesi: http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/24107/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Ágætur pistill.

Algjörlega sammála þér með Agnesi og Borgum nei fyrirgefðu Morgunblaðið.

ThoR-E, 21.4.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband