12.4.2009 | 00:21
Upptakan og símtalið sem afhjúpar sjóðasukk Borgarahreyfingarinnar
Aðstandendur Borgarahreyfingarinnar fóru á taugum þegar þeirra eigin sjóðasukk og lýðskrum var afhjúpað, hvernig foringjar í Borgarahreyfingunni hafa seilst ofaní vasa almennings til að borga fyrir framboðsbröltið.
Eftir að ég skrifaði bloggfærsluna Sjóðasukk Borgarahreyfingarinnar í gær rignir yfir mig aur og svívirðingum frá aðstandendum Borgarahreyfingarinnar.
Ummælin dæma sig sjálf þegar hlustað er á símtalið við formann Borgarahreyfingarinnar, en þegar hann áttaði sig á að búið var að afhjúpa hann í svindlinu á vinnuveitanda sínum, Ríkisútvarpinu, sem rekið er fyrir fjármuni almennings, réðist hann á mig með skætingi og skellti á símanum.
Smelltu á tónlistarspilarann efst til vinstri hér á bloggsíðunni til að hlusta á samtalið í umfjöllun um þetta mál á Lýðvarpinu FM100.5 - frettavakt.is
Borgarahreyfingin keppist nú við að fullyrða að þetta sé allt lýgi og uppspuni úr mér. Ég fékk upplýsingarnar frá launadeild Ríkisútvarpsins. Ef starfsfólk RÚV lýgur þessu, hversvegna gefur Herbert Sveinbjörnsson ekki út opinbera yfirlýsingu ásamt afriti af launaseðlum sínum frá Ríkisútvarpinu?
Nú er einnig komið í ljós að annar forkólfur Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, er á launum frá Alþingi í framboðsbröltinu.
Hér að neðan eru sýnishorn af því hvernig Borgarahreyfingin tekur eigin gagnrýni sem svarað er með ómálefnalegum skætingi m.a. verið að draga inn óskyld mál m.a. hvort Lýðræðishreyfingin sé með tilskylda meðmælendur með framboði sínu.
Þá segir m.a. á bloggfærslu frá þeim að Lýðræðishreyfingin sem er 11 ára gamalt félag stofnað utan um beint og milliliðalaust lýðræði hafi "stolið" hugmyndinni frá félagi sem skaut upp kollinum í lok síðasta árs. Það sjá auðvitað allir hverslags fjarstæða slíkt er.
Einnig reyna þau að sverja af sér Opinn borgarafund vegna þess að þaðan var mér varpað á dyr þegar ég lagði til lýðræðisleg vinnubrögð. En bæði formaður Borgarahreyfingarinnar og oddvitar á framboðslistum eru komnir frá Opnum borgarafundi og umsjón með vefsíðu beggja er í höndum sama aðila. Flest fólkið er það sama. Þetta er annað dæmið um lýðskrumið í þessu fólki. Guð hjálpi þjóðinni ef hún fengi þennan lýð yfir sig á Alþingi.
Borgarahreyfingin sparar ekki stóru orðin þegar þau gagnrýna aðra flokkar. Takið eftir hvernig þetta er sama gamla tóbakið og spilltu flokkarnir:
Ástþór Magnúson lýgur og skammast sín ekkert fyrir það!
Ég get ekki ímyndað mér að honum Hebba finnist hann þurfa að birta hvorki eitt né neitt til að sanna mál sitt. En ég veit að sjálfri dytti mér ekki til hugar að sanna hvorki eitt né neitt fyrir þér - Heiða B. Heiðars, 11.4.2009 kl. 20:27
Hilmar Gunnlaugsson, 11.4.2009 kl. 22:18
Sæl Heiða.
Ég er að vinna að framboði Borgarahreyfingarinnar hér í NA-kjördæmi og er reyndar líka á framboðslista. Mig leikur forvitni á að vita hvernig í veröldinni Ástþór Magnússon fær allar þær undirskriftir sem hann þarf í hverju kjördæmi fyrir sig og fólk til að fylla listana? Okkar hreyfing nýtur trúverðugleika en það er í sannleika sagt búið að taka smá á að ná saman þessum fjöld undirskrifta þó allt hafi gengið upp og verður reyndar auðveldara með hverju sukkinu sem kemur upp.
Vona að ég sé ekki að koma okkur eða mér í klandur þegar ég lýsi yfir efasemdum mínum í garð framboðs hans og hvernig hann er að ná því fram.
Baráttukveðjur, Erna Kristín XO-NA
Erna Kristín (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:54
Hæ Erna... hittumst við ekki á Akureyri um daginn?
Mér finnst mjög ólíklegt að Ástþór sé kominn með þá 2520 meðmælendur sem hann þarf... en ef svo ólíklega vill til þá set ég STÓRT spurningamerki við hvernig þær eru til komnar.
Heiða B. Heiðars, 11.4.2009 kl. 15:09
Ólýðræðislegar lygar lýðskrumarans Ástþórs Magnússonar um Borgarahreyfinguna
Baldvin Jónsson | 11. apríl 2009 - Ég veit ég veit, allir sem ég hef rætt þetta mál við hafa haldið því fram að maðurinn gangi ekki heill til skógar í andans heimi og að maður eigi ekki að eltast við að svara slíku fólki miklu. Ég hef hins vegar ekkert í höndunum sem staðfestir geðveilu
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 01:09 | Facebook
Athugasemdir
Hæ.
Mjög gott að draga saman þennan málflutning sem ekki beinlínis er í ætt við siðvit.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2009 kl. 01:43
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Því miður skilur Ástþór ekki lýðræðisleg vinnubrögð og er því ómarktækur.