Lýðskrum Borgarahreyfingarinnar

kosningaloforðÞað er með ólíkindum hverslags lýðskrum veltur uppúr frambjóðendum Borgarahreyfingarinnar. Ekki nóg með að Þór Saari hafi kastað innistæðulausum kosningakarmellum í hungraða þjóð úr sjónvarpssal í síðustu viku, í gær birtist á bloggsíðu hjá talsmanni neytenda pistill eftir Þráinn Bertelssen að Borgarahreyfingin vilji "gott og manneskjulegt þjóðfélag þar sem flestur líður vel og engum er úthýst".

Hafa hin raunveruleg markmið og framganga forráðamanna Borgarahreyfingarinnar farið algerlega framhjá Þránni, þessum frambjóðanda sem settur var í fyrsta sæti á lista í bakherbergi Borgarahreyfingarinnar án þess að kjósendur ráði nokkru þar um. Eða er Þráinn raunverulega svona grænn að hann sér ekki hysmið frá kjarnanum?

Mótmælandi fjarlægður af fundiBorgarahreyfingin er sprottin úr hugarskoti einstaklinga sem hafa borið út af fundum sínum menn sem styðja lýðræðislegar umbætur til að hér geti risið gott og manneskjulegt þjóðfélag. Að bera menn út af fundum og tala síðan um manneskjulegt þjóðfélag er auðvitað ekkert annað en lýðskrum af versta tagi. Það er ótrúlegt að Þráinn Bertelsson láti hafa sig að því ginningarfífli sem raun ber vitni. En hugsanlega samrýmist þetta kommúnískum hugsjónum hans sjálfs.

Hörður þaggar niður í mótmælendumÍ tvígang báru aðstandendur Borgarahreyfingarinnar mig út af fundum sínum fyrir þær sakir að ég benti á hve hallaði mikið á eina hliðina við val á ræðumönnum og lagði til lýðræðislegri leið. Í þriðja sinn vörnuðu þeir mér inngöngu á fund sinn og höfðu kosningu fundarmanna að engu og blekktu fundargestina með leiksýningu. Í ljós kom að fundir þeirra voru ekkert annað en skipulagðar leiksýningar undir stjórn Gunnars Sigurðssonar leikstjóra.

Í fréttum í síðustu kom síðan fram að Borgarahreyfingin hefur úthýst Magnús Ólafsson leikara og sent út ófrægingarpóst um hann.

Borgararahreyfingin eru samtök öfga vinstri manna sem starfa eftir aðferðafræði sem sótt er í smiðju gömlu sovétríkjanna en þar stunduðu kommúnistar svipaðar leiksýningar og Gunnar Sigurðsson leikstjóri gerir nú undir hatti sem hann kallar "Borgarahreyfingin" til að blekkja Íslenskan almenning í krumlur Íslenskra fasista og kommúnista.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var bara áhorfandi á Opna borgarafundinum og sá að þú vildir vaða yfir fundinn og ekki starfa með fólkinu sem skipulagði fundinn, þú vildir yfirtaka hann. Nákvæmlega það sama gerðist með Magnús, hann mætti í fyrsta skipti á kosningaskrifstofuna, kvaddi sér hljóðs, kynnti sig og sagðist vera kominn til að taka 1.sætið í Kraganum. Eins og við hefðum verið búin að undirbúa allt með mikilli vinnu í margar vikur bara til að hann gæti komið og fengið það sem hann vildi. Án umræðu. Þetta er dæmigerður íslenskur ruddaskapur karla sem halda að þeir geti vaðið yfir allt og alla.

Rósa (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Það er sorglegra en tárum taki að þú, Ástþór Magnússon, skulir vera með klærnar í þessari hugmynd um beint lýðræði.

Þessi hugmynd er afskaplega góð og er sprottin undan rifjum vandaðs fólks með með háleitar hugmyndir. Svo kemur þú og eignar þér þetta. Hugmyndir um beint og milliliðalaust lýðræði hafa verið í umræðunni um all nokkur skeið og fólk hefur velt upp hugmyndum um útfærslu og framkvæmd og svo kemur þú og gengur fram fyrir skjöldu og ætlar að gerast málsvari þessa og samstundis verður hugmyndin andvana fædd.

Ef meiningin er að svipta málefni trúverðugleika er besta leiðin til þess að láta það í þínar hendur. Því fyrr sem þú ert tekinn út úr myndinni, því fyrr er möguleiki á að málefnið fái stuðning. Ef þú vilt í raun að beint og milliliðalaust lýðræði nái brautargengi skaltu tilkynna það opinberleega að þú komir hvergi nærri því. Þá aðeins er möguleiki á velgengni. Það er reyndar of seint núna en ef þú dregur þig í hlé núna er möguleiki að það sé hægt að bæta skaðann fyrir þarnæstu kosningar.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 8.4.2009 kl. 09:49

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ummælin hér að ofan dæma sig sjálf og undirstrika enn frekar efni þessarar greinar að Borgarahreyfingin er samansett af lýðskrumurum og lygalaupum.

1. Ég kvaddi mér ALDREI hljóðs á Opnum Borgarafundi. Ég rétti upp hendi til að bera upp fyrirspurn en var skipulega sniðgenginn eins og ég hef fjallað um áður. Þetta varð til þess að ég lagði til lýðræðisleg vinnubrögð í hringborðsumræðu á skipulagsfundi (ÞEGAR RÖÐIN KOM AÐ MÉR!) og síðan á bloggsíðu en var síðan borin út af næsta fundi fyrir að leggja þannig til lýðræðisleg vinnubrögð.  ATHUGIÐ AÐ GEFNU TILEFNI ÞARF ÞAÐ AÐ KOMA SKÝRT FRAM AÐ ÉG BAÐ ALDREI UM AÐ VERA FRUMMÆLANDI Á OPNUM BORGARAFUNDI OG ÞAÐAN AF SÍÐUR REYNDI ÉG AÐ YFIRTAKA EINHVERN FUND! 

2. Hugmyndir um beint og milliliðalaust lýðræði voru settar fram af mér hér á landi eftir stofnun Friðar 2000 árið 1995 og svo áfram í aðdraganda forsetakosninga árið 1996.  Lýðræðishreyfingin var stofnuð fyrir 11 árum utan um þetta mál. Einn stofnenda Lýðræðishreyfingarinnar Guðrún María Óskarsdóttir kemur fram á borgarafundi RÚV í Hafnarfirði í kvöld.

Ástþór Magnússon Wium, 8.4.2009 kl. 10:13

4 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Þegar þú stóðst upp á fundi SKÝ á Grand Hótel fyrir uþb. 2 vikum og bauðst til að láta þinn flokk vera þann flokk sem myndi ganga erinda beint.lydrædi.is á Alþingi og greiða atkvæði skv. þeirri síðu (eða sambærilegri síðu)féllust mér hendur.

Það væri dauðadómur yfir því framtaki er þú kæmir þar nærri.

Málið snýst alls ekki um hver fann upp hjólið heldur hver notar það.

Sem dæmi um þetta má taka að hvað sem mönnum finnst um málefni Frjálslynda flokksins er ljóst að það er fólkið í framlínu hans sem er það sem fólk sér. Það er nákvæmlega það sem nú er að drepa þann flokk.

Vísasta leiðin til að svipta framkvæmdina um beint lýðræði trúverðugleika er ef þú ert í framlínu fyrir þeirri baráttu.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 8.4.2009 kl. 11:56

5 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

http://www.facebook.com/group.php?gid=102662073288

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 8.4.2009 kl. 13:14

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ég ætla ekki að elta ólar við stuðningsmenn Borgarahreyfingarinnar sem eru að spamma þetta blogsvæði.

Ummæli þessa fólks dæma sig sjálf eins og t.d. í sambandi við framboð Lýðræðishreyfingarinnar og rugla því saman við aðra flokka eins og gert hér að ofan. Það verða 126 manns í framboði fyrir Lýðræðishreyfinguna í kjördæmum landsins, ég hef ekki enn skrifað mig á neinn framboðslista enn sem komið er.

Ástþór Magnússon Wium, 8.4.2009 kl. 15:20

7 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi, það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband