Stöður þingmanna og ráðherra auglýstar lausar til umsóknar

skjaldarmerki_lina.jpgXP.is hefur auglýst stöður þingmanna og ráðherra lausar til umsóknar. Launakjör eru frá kr. 600,000 á mánuði auk ýmissa fríðinda.

Eftir að hafa árangurslaust reynt að ná sambandi við fólk í atvinnuleit í gegnum atvinnumiðlun Vinnumálastofnunar voru störf á vegum Lýðræðishreyfingarinnar auglýstar á vefnum job.is.  

Ekki einn einasti umsækjandi mætti í atvinnuviðtal frá vinnumiðlun Vinnumálastofnunar þegar þar var leitað eftir fólki til ýmissa starfa á nýjum fjölmiðli Lýðvarpinu FM100.5 og frettavakt.is.  Annaðhvort eru tölur um 18000 manns á atvinnuleysisskrá stórýktar eða skrifræði hefur kaffært Vinnumálastofnun með þeim hætti að starfsfólkið snýst um sjálft sig án þess að senda atvinnulausum upplýsingar um lausar stöður með skilmerkum hætti.

xp2.jpgNokkur sæti eru enn laus á framboðslistum XP persónukjöri Lýðræðishreyfingarinnar í kjördæmum landsins.  Nýtt rafrænt Alþingi sem kynnt er á vefnum xp.is mun hjálpa nýliðum að takast á við verkefnin á Alþingi eftir kosningar í nánum tengslum við þjóðina.

XP er eina framboðið sem býður fram óraðaða lista, persónukjör og beint lýðræði í komandi kosningum. XP er að fá slíkan meðbyr og stuðning í grasrótinni að nánast annar hver maður sem beðinn er um það skrifar undir meðmælalista og búið er að safna öllu meðmælendum í báðum kjördæmum í Reykjavík og verið að klára landsbyggðina. Í skoðanakönnun á vefnum xp.is vilja 70.9% aðspurðra beint og milliliðalaust lýðræði.

Sækja má um stöður þingmanna á slóðinni: http://job.xp.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband