26.3.2009 | 13:19
Á launum hjá RÚV í framboðsferð
Formaður Borgarahreyfingarinnar Herbert Sveinbjörnsson er á ferð um landið í kosningabaráttu sinni á launum frá Ríkisútvarpinu.
Fram kom í fréttum í gær að annar forsprakki samtakanna Gunnar Sigurðsson leikstjóri leiðir nú lista Borgarahreyfingarinnar í því kjördæmi sem hefur mest vægi atkvæði á landsvísu.
Ljóst er að Íslenska þjóðin hefur verið blekkt með aðstoð Ríkisútvarpsins og RÚV. Strax á fyrsta fundi Ástþórs Magnússonar frá Lýðræðishreyfingunni með Gunnari Sigurðssyni leikstjóra í lok nóvember 2008 mátti ráða að Gunnar og Herbert stefndu á alþingisframboð.
Ekki ólíklegt að það hafi verið ástæðan fyrir því að þeir félagar létu bera Ástþór út af fundi samtakanna í Borgartúni og aftur úr leikhúsinu Iðnó, en Lýðræðishreyfingin hafði þá þegar tilkynnt um væntanlegt framboð til alþingiskosninga.
Herbert skellti á mig símanum þegar ég hringdi í hann um skiptiborð RÚV og honum sagt að þar væri búið að staðfesta að starfsmenn RÚV héldu að hann væri í vinnunni enda á fullum launum.
Hlusta á umfjöllun á Lýðvarpinu og símtöl hér
Fylgist með á www.frettavakt.is
Persónukjör Lýðræðishreyfingarinnar: www.austurvollur.is
Stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar: www.lydveldi.is
Sakar RÚV um að beita bellibrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Athugasemdir
Gæti verið að hann ætti inni sumarfrí eða væri að taka launalaust frí, ekki veit ég það, en þú virðist vita það enda hefurðu sennilega góð sambönd hjá RÚV
En við hvað vinnur þú annars blessaður karlinn ? ´
Ég er atvinnulaus, sérkennileg upplifun. Ég ætti kannski að skella mér í framboð, sjálfsagt ekki mikið verra en atvinnuleysið
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:44
Ég ræddi við Herbert í gær, og sagði hann mér að hann ætti inni sumarfrí, sem hann væri að taka út núna. Svo að ég trúi honum frekar en þessu blaðri í þér, og að hann hafi skellt á þig, skyldi mig ekki undra, því þó að ég þekki þig ekki neitt, þá held ég að þú hljótir að vera afskaplega leiðinlegur maður, miðað við það sem maður hefur lesið um, og eftir þig.
Hjörtur Herbertsson, 27.3.2009 kl. 13:02
Páll, skelltu þér í framboð. Kíktu í Vogaselið til okkar og kynntu þér málið.
Hjörtur, komdu líka í kaffi og ég mun taka vel á móti þér. Herbert þarf að ræða þetta mál við starfsfólkið á RÚV sem tjáði mér að hann væri í vinnunni og á launum þegar hann var í framboðsferð um landið. Þetta er í raun mál á milli þeirra finnst mér, ég hringdi í hann í gegnum skiptiborð RÚV.
Ástþór Magnússon Wium, 27.3.2009 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.