Minnir á mína handtöku á Íslandi

Þöggun fjölmiðlaÓneitanlega minnir þessi frétt um handtöku hagfræðings í Lettlandi á handtöku mína á Íslandi þegar ég gaf út yfirlýsingar sem voru forsætis- og utanríkisráðherra Íslands ekki þóknanlegar.

Lögreglan var mætt eftir 4 klukkustundir og ég sat fleiri daga í gæsluvarðhaldi eða þar til Hæstiréttur dæmdi gæsluvarðhaldið ólögmætt.

Darraðadansinn gegn mér hófst í raun þegar ég kom fram í forsetaframboði árið 1996 og lýsti því yfir að ég vildi komast í skrifstofu forseta í stjórnarráðshúsinu (sem þá var þar til húsa) til að moka út spillingu. Því slík væri spillingin hér að Ísland yrði gjaldþrota innan nokkurra ára ef ekki yrði gripið í taumana. 

Þá lýsti ég verðbréfamörkuðum sem spilavítum sem myndu hrynja með geigvænlegum afleiðingum fyrir almenning.

Ég upskar hersingu af greinaskrifum og óhróðri gegn mér, m.a. frá virðulegum bankastjórum fyrir að benda á "nýju fötin keisarans" og sagður snarbrjálaður að tala svona. Ég meira segja uppskar nafnbótina "þorpsfífl" í leiðara Fréttablaðsins.

En er þetta ekki allt komið fram?

Meira um þetta og stefnumál Lýðræðishreyfingarinnar í Kastljósviðtali kvöldsins.


mbl.is Handtekinn fyrir samlíkingu við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Nei þetta minnir ekki á þína handtöku.

Einar Þór Strand, 20.3.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband