13.3.2009 | 22:15
Útvarpsstjóri í felum
Páll Magnússon útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins RÚV hljóp í felur þegar við mættum frá Lýðræðishreyfingunni til að ræða við hann í Efstaleitinu.
Áður en við komum á staðinn var staðfest að Páll væri á staðnum en þegar við mættum var hann horfinn og allir stjórnendur Ríkisútvarpsins með honum. Enginn yfirmaður fannst í allri byggingunni!
Afnotagjöld frá nær 1200 heimilum þarf til að greiða laun útvarpsstjóra og fyrir lúxusjeppann sem hann er með frá þjóðinni. Þrátt fyrir ofurlaun klúðrar hann þannig málum að Ríkisútvarpið er með allt niðrum sig fjárhagslega og orðið til slíkrar skammar hvað varðar lýðræðislega umfjöllun í aðdraganda kosninga að á leið hingað eru kosningaeftirlitsmenn frá Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu.
Ég ræddi við yfirmann Kastljós RÚV undir kvöld. Ég gerði honum grein fyrir því að ég muni hringja í hann og aðra starfsmenn Ríkisútvarpsins úr símum með upptökutækjum á næstu dögum og setja samtölin á frettavakt.is og útvarpa þeim á FM100.5 fái Lýðræðishreyfingin ekki strax að kynna sína stefnuskrá í Ríkisútvarpinu/RÚV eins og önnur framboð. Hann lofar bót og betrun og segist ræða við mig á mánudag um aðgengi að Kastljósinu.
Í fréttatilkynningu sem Lýðræðishreyfingin sendi Ríkisútvarpinu/RÚV í dag kom fram að prófkjör fer nú fram á vefnum www.austurvollur.is. En í fréttum þessa fjölmiðils var rætt um ýmis prófkjör og eins og venjan er hjá þeim var ekki minnst einu orði á prófkjör Lýðræðishreyfingarinnar.
Við munum því kæra aftur til Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu. Það væri óskandi að hægt væri að beita sér að málefnalegri kosningabaráttu frekar en standa í svona stríð við Sovéska fjölmiðla á Íslandi. Stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar er að finna á vefnum www.lydveldi.is
Frétt um ferðina í Efstaleiti á vef visir.is
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:20 | Facebook
Athugasemdir
Frábært!
Júlíus Valsson, 14.3.2009 kl. 00:47
ég hefði líka hlaupið í felur í sporum páls
sig haf
Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.