ÖSE svarar neyðarkalli - Kosingaeftirlitsmenn koma til Íslands í næstu viku

ÖSE svarar neyðarkalli thumbnailÖryggis og samvinnustofnunun Evrópu sendir í næstu viku fulltrúa til Íslands. Gerald Mitchell yfirmaður kosningaeftirlits ÖSE mun ræða við Ástþór Magnússon og fleiri.

Ástþór kærði forsetakosningarnar árið 2004 til ÖSE vegna grófrar misnotkunar fjölmiðla og hefur nú beðið ÖSE að senda hingað menn hið snarasta vegna komandi alþingiskosninga þar sem misnotkun fjölmiðla virðist ætla að endurtaka sig.

Ástþór hefur sent fjölda kvartana til RÚV að undanförnu vegna mismununar og brota á lýðræðislegum reglum. Kærur hafa jafnframt verið sendar Útvarpsréttarnefnd, menntamálaráðherra og fleirum. Engin svör hafa borist fyrr en nú að ÖSE sendir hingað erlenda eftirlitsmenn til að kanna málið.

Útilokað er að hér fari fram lýðræðislegar kosningar og uppbygging heilbrigðs og lýðræðislegs þjóðfélags nema með uppstokkun og viðhorfsbreytingum á fjölmiðlunum.

Íslensku forsetakosningarnar árið 2004 voru gerðar að skrípaleik með sovéskum vinnubrögðum íslenskra fjölmiðla. Ólafur Ragnar Grímsson var þannig kjörinn með rússneskri kosningu.

Guð hjálpi íslensku þjóðinni gerist þetta nú aftur í komandi alþingiskosningum og spillingaröflin nái þannig að grafa um sig aftur.

Í næstu viku hefjast útsendingar Lýðvarpsins sem mun fylgjast með fréttum fjölmiðlanna og hverju fréttamenn stinga undir stól. Þjóðin mun taka þátt í útsendingunni með gagnvirkum og nýstárlegum hætti á FM 100,5 og vefnum lydvarpid.is.

Sjá nánar um þetta mál hér á bloggsíðunni m.a. þessa grein:
Kalla menn þennan skrípaleik lýðræði?

Rétt er að geta þess að þessi grein var send sem fréttatilkynning til fjölmiðla á háegi í dag, en þeir hafa ekki fjallað um málið - amk finn ég engar fréttir. Þetta er ekkert einsdæmi um þöggunina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Here we go again........

hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þótt ég hafi aldrei verið sérlegur aðdáandi Ástþórs Magnússonar get ég samt tekið undir orð hans um misnotkun valds á fjölmiðlum.

Umfjöllun á Baugsmiðlum hefur verið í takt við þarfi Baugsveldisins hverju sinni. Einkarekstur þeirrar samsteypu er þó á þeirra ábyrgð og kjósi þeir að afvegaflytja fréttir eða þagga, þá er það neytenda að kveða upp úr með hvort þeir láti bjóða sér slíkt.

Öðru máli gegnir með ríkisrekinn fjölmiðil eins og RÚV. Þar ber að gæta hlutleysis eins og hægt er. RÚV gætir hvorki hlutleysis né sér það til að öll sjónarmið fái sanngjarna kynningu. Það er ekki fréttamanna að dæma menn úr leik.

Ég er sammála Ástþóri að RÚV misnotaði gróflega aðstöðu sína í aðdraganda forsetakosninganna 2004. Minnist ég sérstaklega viðtala sem fréttamenn tóku við frambjóðendur. Þau voru hreinn og klár skrípaleikur og fréttamönnum til skammar að sétja sig á háan hest og hæðast að viðmælendum. Önnur umfjöllun RÚV var eftir því.

Það eitt að ÖSE sjái ástæðu til að senda hingað fulltrúa er hneisa, sem íslenskir fréttamenn hafa kallað yfir okkur. 

Ragnhildur Kolka, 28.2.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband