TAFARLAUST INNGRIP RÁÐHERRA KRAFIST!

Kalla menn þennan skrípaleik lýðræði?
ÍTREKUN KÆRU TIL ÚTVARPSRÉTTARNEFNDAR OG OSCE

Hæstvirtur menntamálaráðherra,

Til hamingju með afmælisdaginn og ráðherrastólinn.

Í ljósi þess að boðað hefur verið til kosninga eftir um 80 daga krefst þetta erindi aðgerða og inngrips nýskipaðs ráðherra strax. Engan tíma má missa ef kosningar eiga að fara fram hér með lýðræðislegum hætti.

lhmerki6_783141.jpgLýðræðishreyfingin mun ekki sætta sig við áframhaldandi þöggun ríkisfjölmiðlanna. Leiðrétti nýskipaður ráðherra ekki okkar hlut hvað varðar aðgengi að ríkisfjölmiðlunum, munu samtökin grípa til þeirra aðgerða bæði innanlands og erlendis sem við teljum nauðsynlegar til að verja okkar lýðræðislega rétt til að taka þátt í kosningabaráttunni á jafnréttisgrundvelli.

Ísland mun verða að enn frekara athlægi á alþjóða vettvangi ef það spyrst út að hér sé efnt til kosninga í skugga fjölmiðla sem stjórnað er eins og tíðkast í alræmdustu einræðisríkjum.

Lýðræðishreyfingin krefst að fá í Ríkisútvarpinu og RÚV í útsendingartíma án tafar þær 20-30 klukkustundir sem aðrir hafa fengið hjá ríkisfjölmiðlunum til að kynna þjóðinni boðskap sinn.

Hreyfingin Raddir fólksins og Opinn borgarafundur hafa fengið slíkan aðgang að undanförnu á meðan Lýðræðishreyfingin er hundsuð. Þetta þarf að leiðrétta strax! Við höfum áríðandi boðskap til þjóðarinnar sem þarf að koma til skila nú strax í tíma fyrir kosningar.

Fulltrúar Lýðræðishreyfingarinnar eru tilbúnir að mæta til viðræðna við ráðherra og útvarpsstjóra um nánari útfærslu á útsendingum okkar. Jafnvel að leggja til efnið með dagskrárgerðarstraum til RÚV og vinna efnið í eigin hljóð og myndveri.

Við getum ekki séð að það ætti að verða vandkvæðum bundið að hliðra til í dagskrá Ríkisútvarpsins og RÚV. Einfalt væri að setja til hliðar skemmtiefni sem annarsstaðar er fáanlegt og hleypa lýðræðinu í loftið.

Ofangreint er inngangur bréfsins til nýskipaðs ráðherra og síðan kemur fyrra bréf sem er hér: Kalla menn þennan skrípaleik lýðræði?

Nánar um Lýðræðishreyfinguna hér: www.lydveldi.is


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki eðlilegt að athygli ríkisfjölmiðlanna sé í hlutfalli við fjölda þáttakenda í hreyfingunum?

Hverjir eru stuðningsmenn lýðræðishreyfingarinnar, aðrir en Ástþór Magnússon?

Björgvin Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 10:28

2 identicon

... og hvernig ætlar þú að mæla fjölda þáttakanda ?  Hverskonar bull er þetta !

Það verður að tryggja að allar raddir heyrist - hvort sem menn eru sammála eða ósamma þeim.  

Er þetta kannski nýja lýðræðið sem verið er að boða - menn geti bara tekið sér það vald að kalla sig fulltrúa þjóðarinna og meina svo öðrum að koma sér á framfæri af því að "þáttakendurnir" eru ekki nógu margir. 

Jón (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 12:19

3 Smámynd: Jónas Jónasson

Ég er í lýðræðishreyfingunni.

Jónas Jónasson, 2.2.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband