Gróflega troðið á lýðræðinu í Kastljósi RÚV

Í Kastljósi RÚV í gær var umræða sem sögð var um „þá gerjun sem á sér stað um lýðræðismálin og þær fjölmörgu hreyfingar sem eru að spretta upp í samfélaginu“.

Annar viðmælenda segist spá í framboð með stefnumál sem undirritaður, fyrstur Íslendinga, kynnti opinberlega við kosningar, hefur unnið með síðan 1995 og sem fyrir 10 árum leiddi til stofnunar Lýðræðishreyfingarinnar með beint og milliliðalaust lýðræði sem markmið.

Væntanlegt framboð okkar við næstu alþingiskosningar var tilkynnt til RÚV fyrir tveimur mánuðum síðan.

RÚV hefur því miður ekki séð ástæðu til að virða þær lýðræðislegar leikreglur að veita Lýðræðishreyfingunni jafnan aðgang eins og öðrum aðilum að Kastljósi, Silfri Egils eða annarri umræðum um þessi mál í ríkisfjölmiðlunum.

Eins og áður hefur fram komið í bréfum mínum hafa lög og reglugerðir um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins hafa ítrekað verið brotnar á kostnað Lýðræðishreyfingarinnar.

Er eðlilegt að fjalla um beint og milliliðalaust lýðræði og útiloka frá þeirri umræðu einu skráðu stjórnmálasamtök landsins sem hafa þetta mál sem aðalmarkmið? Fréttamönnum má vera ljóst að Lýðræðishreyfingin hefur ýmislegt fram að færa í þessari umræðu.

lydveldisbyltingheader.jpgEr eðlilegt að sniðganga Lýðræðishreyfinguna á meðan dregnar eru fram eftirhermur sem eru svo grófar í sinni framsetningu að íslenska skjaldamerkið er notað sem vörumerki á vefsíðu þeirra. Vefsíðu skráða á einstakling sem rétthafa. Vefsíðu kostaða af fagfjárfestum úr atvinnulífinu í einhverskonar fjárfestingarsamkrulli við ríkisfyrirtæki. Vefsíðu þar sem skjaldamerki ríkisins er notað með ólögmætum hætti á óskráð samtök.   

Einn aðstandenda Lýðveldisbyltingarinnar er hinsvegar Davíð A. Stefánsson sem einnig er einn aðstandenda „Opins borgarafundar“, samtaka sem hafa í tvígang borið mig út af fundum sínum og sem í þriðja sinn vörnuðu mér inngöngu eftir að „fundurinn“ kaus mig inná fund í Iðnó. 

lhmerki6_783141.jpgSök mín gagnvart þessum samtökunum var að leggja til lýðræðisleg vinnubrögð í stað leiksýninga og lýðskrums. Þetta skýrir hugsanlega eftirfarandi orð á vef þessara samtaka í umræðunni „hvað á barnið að heita“: Því miður er Ástþór Magnússon búinn að menga og gjaldfella orðið lýðræði. Lýðræðishreyfingin minnir of mikið á flokksnafn Ástþórs. Við viljum alls ekki láta bendla okkur við þann annars ágæta mann.”

Ofangreindur Kastljós þáttur er áfellisdómur yfir RÚV og starfsmönnum Ríkisútvarpsins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi Ástþór, hvað þarf til að þú skiljir að "Þjóðin vill þig ekki "

Nonnarinn (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:47

2 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Þetta er óþolandi framkoma og árás á lýðræðið í landinu, ekki láta þá komast upp með þetta.

Elvar Atli Konráðsson, 29.1.2009 kl. 10:55

3 identicon

Ástþór ávallt finnur leið

áfram hvartar,kveinar.

Honum ekki gatan greið

greyið bara veinar.

Hart (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:38

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Eftir því sem ég best get skilið hafa allir sama rétt sem koma á Borgarafundi til þess að hlusta á erindi þar. Ef við viljum fá að spyrja framsögumenn um eitthvað varðandi pistil þeirra eða koma með yfirlýsingu um eitthvað annað, þá réttum við upp hönd þegar að orðið er gefið laust og vonumst til þess að komast að. Allir fá sama möguleika.

Hvers vegna datt þér aldrei í hug að prófa það Ástþór?  Af hverju að krefjast sérmeðferðar og þegar það gekk ekki, að kalla það gróft brot á lýðræðinu?

Er það ekki heldur undarlegur skilningur á hugtakinu lýðræði?

Annað sem ég velti líka fyrir mér, ef hreyfingin sem þú stofnaðir er búin að vera til frá 1995 og starfandi í a.m.k. síðustu mánuði sem liðnir eru frá hruni og þú hefur samt enga umfjöllun fengið eða athygli frá þjóðinni, eru það þá kannski skilaboð um að okkur finnist þú bara ekki trúverðugur talsmaður breytinga?

Baldvin Jónsson, 29.1.2009 kl. 15:45

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Baldvin, ég prufaði það sem þú ert að tala um hér að ofan. Fyrst í Háskólabíó á stórum fundi þar en var augljóslega vísvitandi og skipulega sniðgenginn eins amk einn annar einstaklingur sem sat stutt frá mér (hef skrifað um þetta áður), mætti svo á skipulagsfund með þeim afleiðingum sem ég hef marglýst í fyrri greinum. Ég reyndi einnig þegar það kom upp að ræða málin en það var enginn vilji, ENGINN vilji til að ræða við mig á friðsamlegum nótum og aðstandendur Opins Borgarafundar gripu til ofbeldis gegn mér án þess að vilja ræða málin.

Hver er "okkur" sem finnst ég ekki "trúverðugur" talsmaður breytinga? Ert það þú og einhverjir fjölmiðlamenn? Á hverju er slíkt álit byggt? Fordómum?

Ástþór Magnússon Wium, 29.1.2009 kl. 15:58

6 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég vil leiðrétta einn misskilning hér varðandi Davíð, en þú skrifar;

"Einn aðstandenda Lýðveldisbyltingarinnar er hinsvegar Davíð A. Stefánsson sem einnig er einn aðstandenda „Opins borgarafundar“ "

Nú veit ég ekki hvernig samtökin "þín" starfa en Davíð er ekkert minni eða meiri aðstandani Lýðveldisbyltingarinnar en aðrir sem í henni eru.

Hann hefur hinsvegar haft það hlutverk að stýra fundum og hefur gert það með frábærum árangri og enginn hefur gegngið útaf fundi né kvartað yfir því að fá ekki að tala.

Kanski erum við farinn að sjá eitthvað mynstur hér? Það er í það minnsta einkennileg tilviljun að þú skulir lenda svona oft í árekstrum við aðra sem þú ættir einmitt að geta átt uppbyggileg samskipti við. 

Sævar Finnbogason, 29.1.2009 kl. 16:08

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll aftur, mér þykir leiðinlegt að heyra að þú hafir upplifað þetta svona á þessum borgarafundi í Háskólabíó. Tel rétt að upplýsa þig um að mér hefur heldur ekki enn tekist að fá að taka til máls á Borgarafundum og hef þó reynt oft. Ég hef hins vegar ekki upplifað það sem eitthvað persónulegt. Ertu að segja að ég ætti að gera það?

Okkur hjá mér þarna áðan vísaði til þjóðarinnar. Ég get að sjálfsögðu ekki talað fyrir hennar hönd, en áhugi þjóðarinnar á þér hefur ítrekað komið fram í framboðstilraunum þínum í afar slælegu fylgi.

Ég er maður sem vill gefa öllum mönnum annað tækifæri eins og mér hefur auðnast sjálfum oftar en einu sinni í lífinu. Álit mitt á þér er ekki byggt á fordómum heldur framkomu þinni og hegðun frá því að ég varð fyrst var við þig í opinberri umræðu. Það að alltaf sé öðrum um að kenna er bara einfaldlega ekki líklegt til að vera sannleikanum samkvæmt. Ég vildi glaður geta stutt við baráttuþrek þitt og elju, en traust er eitthvað sem er áunnið og það oft á löngum tíma. Það tekur hins vegar bara nokkrar sekúndur að tapa því.

Gríðarleg orka þín og baráttuþrek myndi nýtast til mikilla verka Ástþór og eins og ég sagði hér að ofan, dáist ég að þessari orku. Hvers vegna ekki að staldra aðeins við, líta í eigin barm og endurskoða aðferðirnar sem þú beytir?

Takist það verk vel, hef ég fulla trú á að þú gætir gjörbylt kerfinu hérna heima til betri vegar.

Baldvin Jónsson, 29.1.2009 kl. 16:09

8 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Baldvin, það er augljóst þegar lesið er hér að ofan að álit þitt mótast af því hvernig fjölmiðlar hafa kynnt mig og mín baráttumál.

Líklegast ert þú að dæma af algerri vanþekkingu, enda hefur þjóðinn alls ekki fengið að kynnast mér og mínum baráttumálum nema í gegnum síur ritskoðaðra fjölmiðla.

Bendi þér á þessa grein þar sem m.a. er mynd af spjaldi sem sýnir þetta í hnotskurn:

Ritskoðun á MBL blogginu

þú ættir einnig að lesa þessa grein:

Ekki skila - Lesið hér um ritskoðun RÚV

Ég veit ekki til að ég hafi hagað mér eitthvað ósæmilega á opinberum vettvangi eða annarsstaðar til að öðlast þann dóm sem þú setur að ofan um mína framkomu. Ef þú átt við friðsöm mótmæli mín í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar reynt var að mistnota réttarkerfið af hálfu stjórnvalda til að þagga niður í ádeilu minni gegn Írakstríðinu, þá sýnist mér nú þær mótmælaaðferðir mínar vera fermingardrengs framkoma miðað við það sem hefur gengið á við t.d. Alþingishúsið að undanförnu hjá sumum af þínum samstarfsaðilum. Það væri því að kasta steinum úr glerhýsi að deila á mínar friðsömu aðferðir til mótmæla í því samhengi.

Þið ættuð kannski að endurskoða ykkar vinnubrögð og þá sérstaklega það sem gerðist hjá fundarstjóra ykkar í Opnum borgarafundi til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. 

Mín sáttarhönd er útrétt óski einhver að hafa við mig samband til skrafs og ráðagerða. Ég er í símaskránni og auðvelt að ná sambandi við mig.

Sért þú með einhverjar sérstakar leiðir til að opna fjölmiðlana fyrir alvöru lýðræðislegri umræðu þá skora ég á þig að koma fram með þær leiðir opinberlega svo ég geti hætt að senda kærur til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu vegna þeirra mála. Það væri betra ef hægt er að leysa úr þessum málum hér heima en að þurfa að draga erlenda eftirlitsaðila hingað heim eins og í vanþróuðu ríki. En eins og málin standa í dag er fjölmiðlun á Íslandi nánast álíka vanþróuð og í verstu einræðis- eða kommúnistaríkjum.

Ástþór Magnússon Wium, 29.1.2009 kl. 16:41

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ástþór, það má vel vera að einhvern tímann hafirðu hlotið litlar undirtektir eða jafnvel mætt fordómum - en varla alltaf?  Mér a.m.k finnst það ekki trúverðugt að svo geti verið. Viljirðu skapa þér traust almennings hefurðu fullt af tækifærum til þess og ættir að hefjast handa við það hið snarasta. Það hins vegar virðist há þér verulega að ætla alltaf öðrum það versta í samskiptum við þig og fara strax af stað í baráttu gegn þeirri hugmynd þinni. Væri kannski sniðugt að ráðfæra sig stundum við nokkra aðila áður, aðila sem eru ekki týpískir já-menn.

Álit mitt á þér mótast vissulega af fjölmiðlaumræðunni og framkomu þinni eins og hún birtist þar. Það er hins vegar fyrir mig sem almenning enn sem komið er, eini vettvangur sem ég hef haft til þess að mynda mér skoðun á þér.

Ég vil að lokum taka fram að ég tengist ekki skipulagi eða hef neina aðra aðkomu að Opnu Borgarafundunum aðra en þá að hafa eins og þú mætt þar og viljað taka til máls en án árangurs.

Ég er hins vegar að starfa með hópunum sem mynda saman hópinn sem gengur undir heitinu Lýðveldisbyltingin. Þar eru ALLIR jafn velkomnir sem janingjar í umræðum og tillögum. Ég get hér með boðið þér formlega að taka þátt þar, ég mun berjast fyrir því að þú sem og allir aðrir eigir þar þinn lýðræðislega rétt. Ég mun hins vegar að sama skapi berjast hart gegn því að einhver eigi þar meiri rétt en einhver annar.

Baldvin Jónsson, 29.1.2009 kl. 17:07

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þeir eru alveg ferlegir þarna í Kastljósinu.  Þeir hafa til dæmis ekkert minnst á jólasveininn núna í janúar.

Magnús Sigurðsson, 29.1.2009 kl. 17:48

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

Eru einhverjir aðrir í þessari lýðræðishreyfingu með þér? Ef svo er ættirðu í meira mæli að hafa þá með þér. Framkoma þín gagnvart almenningi er sem einstæðingur; einn á móti samfélaginu. Viljir þú ná í gegn lýðræðislegri byltingu muntu þurfa að sýna fram á að þú hafir fólkið með þér. Ef þú villt gjarnan komast í Kastljós að ræða lýðræðisbyltinguna ættir þú kannski að byrja á því að boða til fundar með samstarfsfólki þínu og bjóða fréttamönnum að koma og sjá lýðræðið í verki. Ef þú getur safnað fólki saman í friðsamleg mótmæli við RÚV þá mun það líka vekja mikla eftirtekt.

 Gangi þér vel og láttu þér líða vel!

Héðinn Björnsson, 29.1.2009 kl. 22:05

12 Smámynd: Jónas Jónasson

Nei! eru ekki tveir góðir vinir mínir farnir að ræða lýðræðismálin og ég fagna því. Strákar passið ykkur á að nota orkuna í að koma boðskapnum áfram, ekki að reyta fjaðrirnar af hvorum öðrum.

Áfram lýðveldishrey-bylt-ingin. Þið smeinist bara um að fara og opna stjórnarskránna og breyta kosningarlögunum og leysið ykkur svo upp.

Jónas Jónasson, 29.1.2009 kl. 22:57

13 Smámynd: Jónas Jónasson

Héðinn ég er td í Lýðræðishreyfingunni ásamt mörgum öðrum og þú ert velkominn.

Jónas Jónasson, 29.1.2009 kl. 22:59

14 identicon

"Sumir" virðast gleyma að Hitler var kosinn "lýðræðislega", því er ekki nema eðlilegt að "sumir" kjósi ekki að láta "suma" "lýðræðissinna" fá athygli.

ari (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband