17.1.2009 | 23:12
STJÓRNSÝSLUKÆRA vegna Lögreglunnar í Reykjavík
Kærð er framganga þeirra starfsmanna Lögreglustjórans í Reykjavík er höfðu í hótunum við friðsæla mótmælendur og létu fjarlægja ræðupall Nýrra radda á Austurvelli.
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagði ósatt í fjölmiðlum. Haft er eftir honum á visir.is: samkvæmt lögum þurfi ekki að fá leyfi til að mótmæla. Hins vegar þurft mótmælendur að tilkynna til lögreglustjóra að þeir hyggist efna til mótmæla. Geir Jón sagðist ekki vita til þess að síðari mótmælin hafi verið tilkynnt. Hann sagði þó að engin viðurlög lægju við slíku en ef að mótmælin yllu röskun, til dæmis á umferð, þá myndi lögreglan grípa til ráðstafana.
Eftir að leita upplýsingar um hvert skyldi senda tilkynningu um fyrirhuguð mótmæli sendu Nýjar raddir á Austurvelli tilkynningu föstudaginn 16 janúar á lhr@lhr.is sem starfsmaður embættisins upplýsti í hljóðrituðu samtali að væri vaktað allan sólarhringinn.
Engar athugasemdir bárust frá lögreglunni, fyrr en um kl. 15 á Austurvelli eftir búið var að leigja sendiferðabifreið og annað búnað undir aðgerðina.
Þá mætti lögreglan á staðinn og ætlaði sjálf að aka sendibifreiðinni í burt undir þeim formerkjum að ekki væri gefið leyfi fyrir því að magna hljóð úr þessum bíl á þessum stað.
Þá var boðist til að láta bílinn standa sem þögul mótmæli án þess að senda út nokkurt hljóð eða að tala úr bílnum. Því einnig hafnað af lögreglu á staðnum og yfirvarðstjóra á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Lögreglan hafði í hótunum við bílstjóra þar til hann fjarlægði bílinn.
Sendibifreiðin truflaði á engan hátt umferð á staðnum.
Framganga lögreglunnar hindraði ekki aðeins eðlilegt lýðræði á Austurvelli, aðgerð lögreglu olli einnig samtökunum tugþúsunda kostnaði sem mátti afstýra ef athugasemdin hefði borist fyrr.
Slík framkoma sem þessi af hálfu lögreglunnar mun ekki stöðva Nýjar raddir á Austurvelli. Við áskiljum okkur rétt til að mæta með ræðupalla og mótmæli hvar sem okkar þóknast. Slíkt er okkar lýðræðislegur réttur.
Þeim ábendingum er komið til lögreglunar að friður gæti ríkt um mótmælafundi á Austurvelli fáist Hörður Torfason til að leggja niður gerræðislega einræðistilburði sem hann því miður stundar núna gersamlega þvert á kynningar fundanna í fjölmiðlum sem er undir allt öðrum formerkjum sem raddir fólksins og breiðfylking gegn ástandinu sem öllum er opin. Verið er að blekkja þjóðina.
Verði tekin upp lýðræðisleg vinnubrögð við val á ræðumönnum í stað þess að valda þeim illdeilum sem raun ber vitni við lýðræðissinna og einstaka mótmælendur, þá gætu aðilar sem vilja leggja orð í belg notast við sama ræðupall með afskaplega friðsömum hætti.
Við minnum einnig á fyrra erindi til Umboðsmanns Alþingis og fleiri að óheimilt er og verið er að brjóta lög og reglur um Ríkisútvarpið ef sent er út frá fundum á Austurvelli nema öðrum sjónarmiðum og aðilum sem meinaður hefur verið aðgangur í þær útsendingar eins og ítrekað hefur gerst undanfarið, meðal annars með útburði af fundum og svo með aðgerðum lögreglu í dag, sé einnig veittur sambærilegur aðgangur að ríkisfjölmiðlinum.
Vekjum athygli á vefsíðunni http://kosning.austurvollur.is þar sem almenningur getur lagt til nöfn ræðumanna í opin kjörkassa og kosið síðan um það með lýðræðsilegum hætti hverjir eru valdir til að flytja erindi og ávörp á fundum. Kjörkassinn er öllum opinn.
Nýjar raddir á Austurvelli myndu þá sækja um sinn aðgang með tillögum í kjörkassann og lúta slíku lýðræðislegu vali þjóðarinnar á sínum talsmönnum úr röddum fólksins. Samkomulag aðila um slík lýðræðisleg vinnubrögð myndi leysa úr ágreiningi á meðal mótmælenda, létta störf lögreglunnar og gera þátttöku ríkisfjölmiðilsins mögulega.
Sent Umboðsmanni Alþingis og afrit til Lögreglustjórinn í Reykjavík, Ríkislögreglustjórinn, Dóms og kirkjuálaráðuneytið, Ríkisútvarpið, Útvarpsréttarnefnd, Menntamálaráðherra, Menntamálanefnd Alþingis, Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, OECD (alþjóðaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnar Evrópu), París, Frakklandi, Alþingismenn, birt á vefnum: www.austurvollur.is
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Löggæsla | Breytt 18.1.2009 kl. 01:03 | Facebook
Athugasemdir
Hvurslag eiginlega dónar fífl eru þetta að ætla sér að halda fund á sama stað og sama tíma og stila sínum bíl fyrir framan hitt sviðið?
Þú mátt auðvitað halda alla þá fundi sem þú vilt Ástór og eflaust kæmu allir sá mikli fjöldi sem styður þína öfgalausu baráttu til að hlusta á þínar vel ígrunduðu og hófsömu ræður sem svo blessunalega eru lausar við allan stuðning við kommúnistadrullusokka. En afhverju í ósköpunum viltu vera endilega eyðileggja þessa fundi?
Þetta hafa verið vel heppnaðir fundir og Hörður staðið sig eins og hetja að halda utan um þetta. En auðvitað verða einhverjir að vega það og meta hverjir eiga að tala. Ég er ekki endilega viss um að fólk myndi flykkjast á Austurvöll til að hlusta á þá sem aðalega níða niður skóinn af þeim mótmælendum sem þeim eru ekki að skapi. Það þarf helst að gera þá lágmarks kröfu að þeir sem þarna tala hafa eitthvað vitrænt til málanna að leggja. Hinir geta eftir sem áður haldið sína fundi.
Þessi þarna með límbandið á þverrifunni, er það ekki þessi kjaftaskur af Útvapi Sögu sem æsir sig upp úr öllu valdi án þess að segja orð af viti?
Jón Kristófer Arnarson, 17.1.2009 kl. 23:38
Ástþór minn kæri ætlar þú nú að fara að kæra okkar kæru lögreglu bara af því að það er ekki kært á milli ykkar Harðar því hann kærir sig ekki að heyra þína kærleiksríku ræðu úr sínu kæra púlti.
PS. Hvað varð um kærustuna þína kæru sem kom frá hinu kæra Sovét Rússlandi. Kærðir þú þig ekki um þá kæru gæru eða kærðir þú hana kannski minn kæri.
Þorvaldur Guðmundsson, 18.1.2009 kl. 00:33
Ég stend fullkomlega með þér í því að leggja fram þessa stjórnsýslukæru Ástþór. Lögreglan átti ekkert með að fjarlægja ykkur. Þeir sem voru komnir á staðinn til að hlusta á ræðuhöld á vegum Radda fólksins hefðu reyndar klippt á hljóðkerfið hjá ykkur og auðvitað er hugsanlegt að einhverjir hefðu hegðað sér heimskulega og stofnað til átaka. Líklega hefur hugsunin hjá löggunni verið sú að koma í veg fyrir átök en að mínu mati var það röng ákvörðun. Lögreglan á að virða mannréttindi allra, einnig þeirra sem taka svo arfavitlausar ákvarðanir að setja sjálfa sig í hættu með því að spilla fjögur eða fimmþúsund manna fundi
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:36
Bakraddir boða ný mótmæli á Austurvelli nk helgi og við ætlum að hafa hlóðkerfið um borð í þyrlu sem mun sveima yfir austurvelli í heilann sólarhring!
Jónas Jónasson, 18.1.2009 kl. 02:15
Mikið er ég sammála Þeim sem spyrja hér, hvers vegna þurfa nýjar raddir að velja fundartíma og fundarstað annarra hópa til að funda og hvers vegna þessi niðurrifsstarfsemi. Af hverju að eyðileggja fyrir öðrum? Hvers vegna auglýsið þið ekki fundið ykkará öðrum tíma. td. kl. 14.00 eða þá kl. 16.00?
Svanfríður Lár, 18.1.2009 kl. 03:03
Ástþór komdu nú hreint fram og hættu að þykjast vilja mótmæla ástandinu og þeim sem bera ábyrgð á því.
- Þú ert auðmaður sem vilt eyðileggja mótmæli þeirra sem mótmæla efnahagslegu hruni þjóðarinnar og krefjast þess að ábyrgir beri ábyrgð. - Þú eyðir öllu þínu afli í að andæva mótmælendum en engu í þá sem bera ábyrgð á ástandi þjóðarinnar.
- Þú ert auðmaður
- þú hefur verið auðmaður lengi
- þú vilt ekki að mótmælin beri árangur
- þú eyðir öllu þínu afli í að eyðileggja fyrir mótmælendum
- þú hefur engu afli eitt í að trufla þá sem bera ábyrgð á hruni þjóðarinnar.
Helgi Jóhann Hauksson, 18.1.2009 kl. 03:48
Nú er hann auðmaður? Mikinn hátekjuskatt þá á kallinn ;) Er það það sem hann óttast, að vondu kommarnir komi með Stóran Skattmann?
Svo væri ágætt ef hann hætti að skemma mótmæli sem einn maður, Hörður Torfa, hefur staðið í forsvari f. og lagt mikla vinnu við að halda við og byggja upp. Þetta er svona eins og rokkband sem nær að byggja upp áhangendur smám saman, það getur ekki eitthvað óþekkt band komið við hliðina á sviðinu og byrjað að spila og ætlast til þess að fólk taki undir ;)
ari (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 04:13
Það verður seint sagt um þig kæri Ástþór að þú sér kærulaus.
Offari, 18.1.2009 kl. 08:47
Ekki ríkisstjórninni! Á hvaða mótmælafundum hefur þú verið? Á hverjum einasta mótmælafundi sem ég hef mætt á hefur annað hvort verið hrópað:
-Viljum við ríkisstjórnina burt? -Og svarið hávært Jáááá!
Eða þá að fólkið hefur öskrað af lífs og sálar kröftum -Vanhæf ríkisstjórn!
Á þeim borgarafundum sem ég hef setið hefur líka alltaf einhver komið inn á það að ríkisstjórnin sé óhæf og ég man ekki til að nokkur hræða hafi mótmælt því.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 09:13
Ástandið er víst ríkisstjórninni að kenna.
-Það var ríkisstjórnin sem rak efnahagsstefnu sem byggði á gengdarlausri þenslu, neyslu og skuldsetningu heimila og fyrirtækja.
-Það var ríkisstjórin sem setti lög í þágu útrásarinnar.
-Það var ríkisstjórnin sem leyfði einkavæðingu bankanna.
-Það var ríkisstjórnin sem hélt stöðu bankanna leyndri fyrir almenningi.
-Það er ríkisstjórnin sem leyfir valdníðslu og spillingu að viðgangast með því að umbera frændsemisráðningar og standa fyrir þeim og með því að halda verndarhendi yfir mönnum eins og Davíd Oddssyni í stað þess að reka þá.
Ég gæti haldið áfram lengi verð að hætta núna því ég er að fara á fund með fólki sem hefur það að markmiði að koma þessari vanhæfu ríkisstjórn frá völdum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 09:47
Brynja ég er líka á þeirri skoðun að ástandið sé ekki ríkisstjórnini að kenna. Ég tel að megin sökin liggi í tilbúnum pappírsviðskiptum fyrir lánsfé sé aðal sökudólgurinn í þessu máli.
Málið er hinsvegar að ríkisstjórnin virðis halda áfram að mata sömu einstaklingana aftur og aftur þótt allir séu búnir að sjá að það séu sökudólgarnir. Þannig er Ríkisstjórnin samsek með því að gera ekkert í því að stöðva þessa þróun
Það átti að stoppa þetta þegar ljóst var hvert búið var að fara með okkur. En ekki að halda vitleysuni áfram. Það er engu líkara að ríkisstjórnin sé með í þessu samsæri og því er ríkistjórnini mótmælt.
Nýjar raddir eiga fullan rétt á sér en þær eiga ekki að vinna á móti öðrum röddum því spillingin heldur endalaust áfram meðan þjóðin nær ekki samstöðu um að spillinguna þarf að uppræta.
Offari, 18.1.2009 kl. 09:55
Á margan hátt minnir þessir barátta Ástþórs mig á þræturnar milli vinstriaflanna bæði hér á landi og erlendis. Allur púðurinn fór í að gagnrýna og koma höggi á önnur samtök eða flokka á vinstri vængnum, en þeir gleymdu einu mikilvæga atrirði og það var að gagnrýna þá sem hugmyndafræði þeirra beindust gegn.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:09
Að sjálfsögðu hefur lögreglan enga heimild til þess að úthluta einhverjum tilteknum stað til að mótmæla en öðrum ekki.Það þarf ekki að ræða slíkan þvætting.Það hafa allir jafnan rétt til að mótmæla.Eins og þetta lítur út núna þá er lögreglan sjálf farin að skipuleggja mótmæli.Því bíður væntanlega ekkert annað Geirs Jóns Þórissonar en tukthús.Hótanir Evu Hauksdóttur ber að taka alvarlega og kæra til lögreglu.Áfram Ástþór, Áfram Ísland menn eiga ekki að þurfa að vera hommar eða lesbíur til að fá að mótmæla.
Sigurgeir Jónsson, 18.1.2009 kl. 12:18
Ástþór.
Sem borgari þessa lands vil ég benda þér á eftirfarandi staðreyndir með þig. Sjálfsagt gott að sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í manns eigin. En ég ætla samt að segja þér mína skoðun á þér. Þú verður þá bara að benda mér á bjálkann hjá mér. Sjálfur veit ég vel af því...
Ég er ungur maður. Þekki feril þinn ágætlega. Jafnvel fyrrum nágranna þína. Svo byrjar bröltið á þér með Frið 2000. áætlun sem virkar vel og eflaust er borgað vel í þann sjóð. Væri til dæmis áhugavert að heyra hvaða erlendir aðilar borga í þann sjóð, og einnig að sjá ársreikninga.
Það var erfitt að sjá lítilsvirðinguna við lýðveldi Íslands þegar þú mætir og stefnir þér fram sem forsetaframbjóðandi. Við hlið þér valdir þú dansara sem í sjálfu sér er ágætt, en umgjörð þín átti að vera glamurleg og flott - að þínu mati! Þar mistókst þér það á allan hátt enda allt annað á borðinu hjá þér núna.
Satt best að segja skil ég ekki í því hvað þú ert að gera? Hvers vegna þú hagar þér svona? Ég veit til dæmis um barn sem sá "óvart" frétt af jólasveininum útötuðum í tómatssósu. Pabbi barnsins leiðrétti það að jóli hafi opnað flöskuna á rangan hátt og flaskan hafi sprungið framan í jólasveininn.
Kannski er niðurstaðan komin. Að flaskan, þá ræður þú hvaða flösku þú hefur í huga, hafi sprungið í fanginu á þér og í örvæntingu leitar þú að blóraböggli. En blóraböggullinn ert þú sjálfur, er það ekki? Sköpum við ekki sjálf okkar skugga og okkar birtu? Ég hef a.m.k. upplifað það gagnvart sjálfum mér og vil þess vegna gefa þér þessi ráð.
Ég mæli með að þú lendi í hugsanavírus þínum. Finndu friðinn sem þú talar um. Finndu tilgang í lífinu sem þú ferð eflaust létt með að gera, en ekki fara þessa leið sem þú gerir. Þú skapar þér enn fleiri einstaklinga sem kunna ekki við þetta hátterni þitt sem er í raun, og að mínu mati, kjánaskapur.
Bið þig vel að lifa og að hugsa um ætlan þína.
Sveinn Hjörtur , 18.1.2009 kl. 12:36
Brynja, það er lélegur málflutningur hjá þér að rökin sem ég legg fram einkennist af biturð. Þetta eru bara einfaldar staðreyndir.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 14:35
Þorvaldur, ég er hneykslður yfir þessum skít frá þér:
PS. Hvað varð um kærustuna þína kæru sem kom frá hinu kæra Sovét Rússlandi. Kærðir þú þig ekki um þá kæru gæru eða kærðir þú hana kannski minn kæri.
Ég ætla að biðja þig og aðra hér að sleppa því að vera með skæting út í konuna mína, hún er ekkert inní þessari umræðu og hefur alveg fengið nóg yfir sig af ómálefnalegum glósum skítalabba úr röðum stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar svo þetta haldi nú ekki áfram í umræðu hér um tjáningarfrelsið.
Ástþór Magnússon Wium, 18.1.2009 kl. 16:40
Ég er búinn að renna yfir aðrar athugasemdir hér og finnst þær ekki svaraverðar.
Hér virðist samankominn einhver hópur sem er að sletta ómálefnalegum glósum og líklegast án þess að lesa nokkuð af því sem ég hef látið frá mér fara um þessi mál.
Ég ætla ekki ofaní þennan sandkassa ykkar með því að svara þessum glósum.
En ég vil ítreka að ég er enginn auðmaður þótt ég eigi lítið fyrirtæki, og bendi ykkur á að lesa þau ýmsu mótmæli og harðar ádeilur sem ég hef skrifað á ríkisstjórnina og KRAFIST að hún fari frá völdum. Að halda því fram að ég styðji einhverja valdasjúka glæpamenn á Alþingi er gersamlega út í hött.
En ég styð heldur ekki fólk sem dregur þjóðina á asnaeyrunum á Austurvell um hverja helgi algerlega á fölskum forsendum um opna og lýðræðislega umræðu, þegar sannleikurinn er sá að það sem þarna fer fram eru leiksýningar kommúnista.
Mér er óskiljanlegt hversvegna fólk er svona hrætt við að veita almenningi aðgang til að tjá sig í hljóðnema eins og ég vil að gert sé. En auðvitað var skýringin í útvarpinu í síðustu viku þegar í ljós kom að þessu er miðstýrt af nýju stjórnmálaafli kommúnista sem íhugar framboð til Alþingis. Þeir vilja ekki kosningar "vegna ástandsins" þeir vilja kosningar til að ná völdum hér með Vinstri grænum og sameina síðan kraftana um kommúnískt ríki með heftu tjáningarfrelsi eftir þeim kokkabókum sem Hörður Torfason og Opinn borgarafundur starfar núna.
Ástþór Magnússon Wium, 18.1.2009 kl. 16:49
Hvað gengur þér til Ástþór,að reyna að eyðileggja boðuð mótmæli þúsundir manna,er það ekki í þágu valdhafanna og auðmannanna,ef þú færð ekki að tala á þessum fundum held ég að einhver ástæða sé fyrir því ekki færi Hörður að biðja Björgúlf,Bjarna Ármans,Ólaf Ólafs eða Davíð Odds að halda ræður,finnst þessi mótmæli ganga vel ef þú þart að láta heira í þér hljóta að vera möguleikar á því ,boðaðu bara fund með Eiríki og þínum félögum en ekki á sama tíma og sama stað og raddir fólksins,kannski að auðmennirnir komi og hlusti á þig.
Hafþór (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:44
Hver er almenningurinn? Er það Eiríkur Stefánsson og þú?
Rannveig H, 18.1.2009 kl. 17:46
Það er ekki hræðsla við lýðræðislega umræðu sem veldur því að Hörður réttir ekki hverjum sem er hljóðnemann Ástþór. Þú getur fengið lýðræðislega umræðu í stórum skömmtum í bloggheimum og á útvarpi Sögu. En ef fólk er að gera sér ferð í bæinn, eða eins og ég að taka sér frí úr vinnu til að mæta, þá eru ekki margir sem hafa áhuga á því að hlusta á tuðið í fólki sem kann ekki að koma fyrir sig orði og hefur ekkert áhugvert til málanna að leggja.
Stefnan á þessum fundum hefur verið sú að fá góða ræðumenn með undirbúin erindi og jöfn kynjahlutföll. Á meðan hver sem er hefur sömu tækifæri til að boða til funda og hafa þá með sínu sniði, þá er ekkert ólýðræðislegt við það þótt ákveðið form sé á fundinum. Ég get allavega alveg sagt þér að ef Eiríkur Stefánsson og fastagestirnir í spjallþáttum útvarps Sögu færu að tjá sig á Austurvelli, þá myndi ég ekki tolla þar lengi.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:06
Brynja, ekki sömu skoðun og hvað? Viltu ekki ríkisstjórnina burt? Ertu á móti þeirri skoðun minni? Viltu ekki að viðhöfð séu lýðræðisleg vinnubrögð? Ertu einnig á móti þeirri skoðun minni?
Ástþór Magnússon Wium, 18.1.2009 kl. 19:09
Eva, hvernig er hægt að segja svona "ekki margir sem hafa áhuga á því að hlusta á tuðið í fólki sem kann ekki að koma fyrir sig orði og hefur ekkert áhugvert til málanna að leggja"
Eva, ertu einhverskonar fordóma norn? Er ekki rétt að dæma það sem fólk hefur segja eftir að það hefur sagt það sem það vill segja.
Hér hefur verið deilt á það að ýmsum aðilum er haldið frá hljóðnemanum. Aðilum sem við höfum ekki fengið að heyra í. Mér finnst það ekki lýðræðislegt og í raun mjög afkáraleg vinnubrögð af þeim sem mótmæla spillingu að viðhafa síðan eigin spillingu með einræði á fundum sem auglýstir eru sem "raddir fólksins". Þetta eru fáranlegar mótsagnir sem geta aðeins tvístrað mótmælum þannig að þau verði máttlaus og pakkið á Alþingi situr áfram.
Ástþór Magnússon Wium, 18.1.2009 kl. 19:13
Er ekki rétt að dæma það sem fólk hefur segja eftir að það hefur sagt það sem það vill segja.
Jú. Ég tók einmitt dæmi um bloggheima og útvarp Sögu. Eftir vænan skammt af hvorutveggja á maður ekki í neinum vandræðum með að velja og hafna. Það eru engir fordómar að nenna ekki að hlusta lengi á fólk sem er illa talandi og kemur efninu óskipulega frá sér.
Enginn Íslendingur hefur verið ötulli við að reyna að tvístra mótmælendum en þú Ástþór.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:41
Ástþór, ef þú ferð ekki að hætta þessu rugli og ganga til liðs við okkur á heiðarlegan og óeigingjarnan hátt og án þess að láta eins og lítið ofdekrað barn þá hætti ég að styðja þig í forsetakosningum.
Eva ,ég tek heilshugar undir það sem þú segir hér að ofan og bið þess lengstra orða enn og aftur að minn kæri forsetaframbjóðandi taki mark á okkur.
Þetta með ræðumenn og pistlahöfunda á Útvarpi Sögu þá eru sumir þeirra mjög frumstæðir í framsögu..
Gunnar Þór Ólafsson, 18.1.2009 kl. 19:59
Hef sagt mína skoðun oftar en einu sinni þegar Ástþór stofnaði frið 2000 hafði ég áhuga á ganga í þau samtök og mætti á fundi en eftir að ég hafði gert það hef ég forðast þann mann eins og heitan eldinn . ég mætti núna á laugardag niður á austurvöll aftur eftir langa fjarveru sökum skrílsláta sem höfðu viðgengist og mun mæta aftur . En ef Ástþór verður treindur við þau mótmæli þá verður það siðistu mótmælin sem ég mæti á
Jón Rúnar Ipsen, 18.1.2009 kl. 21:35
Sæll ástþór, ég tek heilshugar undir flest það sem þú hefur til málanna að leggja þarna. Mér finnst þessi mótmælastaða á Austurvelli lykta af einhverju öðru en lýðræði.
Ég skora á þig og þína, að leggja ekki árar í bát, en endurskoða aðferðirnar sem þú notar við að vekja athygli á þessu. Það eru eflaust margir sem vildu tjá sig úr bíl þínum fyrir eða eftir Halelúja kórinn hans Harðar, því ekki að bjóða upp á það?
Því ekki að fá aðra sýn á málin! Mér finnst raunalegt af fólki að gera lítið úr vilja þínum til að reka burt sollinn og spillinguna, þú vars með þeim allra fyrstu sem vaktir máls á þessu og mótmæltir.
Þetta fólk sem núna umlar á Austurvelli eru flest allir liðsmenn græðgisvæðingarinnar, allténd fannst fæstum þeirra neitt verra að hafa það pínulítið betra en gott á meðan það var!
Kveðja: fusinn
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 18.1.2009 kl. 23:07
Ástþór Magnússon: Maðurinn sem er meira á móti mótmælendum ríkisstjórnarinnar en ríkisstjórninni
*hristir-hausinn*
Ari (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 02:36
Sæll Ástþór
Hversu marga einstaklinga/fyrirtæki/stofnanir ertu búinn að kæra?
Ef þú getur svarað mér þessu yrði ég mjög þakklát.
Mér finnst þú eiga marga góða punkta en ég get ekki stutt mann sem að sýnir þann tvískinnung að mega kalla aðra öllum illum nöfnum og kæra fólk og fleiri út og suður.
En ENGIN má segja styggðaryrði um þig.
því miður Ástþór þá gengur þetta ekki upp hjá þér, þú hlýtur að sjá það.
Fólk fær ekki stuðning samborgara sinna með slíkum bestíugangi sem þú sýnir.
kv Sigurbjörg
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 08:33
Kæri Ástþór, Eiríkur Stefánsson og að því er virðist Sigfús Axfjörð og aðrir aðstandendur Nýrra Radda :
Það eru 167 aðrar klukkustundir í hverri viku fyrir Nýjar Raddir að halda sín mótmæli. Þar af eru 56 aðrar klukkustundir samtals á dagvinnutíma alla daga frá kl 9-17 sem myndu henta vel.
Einnig má benda á að það eru lausar 31 aðrar klukkustundir á venjulegum vökutíma eðlilegs fólks um hverja helgi.
Sunnudagar, mánudagar, þriðjudagar, miðvikudagar, fimmtudagar, föstudagar og jafnvel laugardagar (frá kl 9-15, eða frá kl 16 og frameftir) myndu henta ágætlega fyrir Nýjar Raddir að tjá sig og málefni sín.
Eini tíminn sem er óhentugur er laugardagur milli kl 15 og 16 vegna þess að þá er fólk statt á Austurvelli sem að öllum líkindum kemur þangað til að sameinast um þær kröfur sem samtökin Raddir Fólksins hafa í frammi gegn stjórnvöldum um tafarlaust þingrof.
Ef þið hélduð mótmæli ykkar td. kl 16:15 á laugardögum, eftir fund samtakanna Raddir Fólksins væri eflaust eitthvað af viðstöddum sem vildi staldra við og fá að tjá sig á ræðupallinum ykkar eða hlýða á ykkar málefni.
Kær kveðja,
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:57
Ég er rosalega ósátt við tímasetninguna hjá þér. Ef þú ferð í stríð við Hörð þá endar þetta á að vera Ástþór vs. Hörður takast á um mótmælin á Austurvelli og allir hætta að koma - hver nennir að vera með í slíkum sandkassaleik. Hörður hefur staðið sig vel og á heiður skilið. Þú getur líka staðið þig vel en þarft ekkert að eltast við Hörð enda á þetta ekki að snúast um hann sem persónu - mótmæltu á eigin forsendum, á örðum tíma.
Ég bið þig: EKKI eyðileggja fyrir þeim sem fylkja sér að baki Herði.
Eva Ó. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:39
Viltu svara mér einu Ástþór? Hvers vegna ertu ekki bara búinn að boða þinn eigin mótmælafund á öðrum stað og öðrum tíma? Væri það ekki vænlegra en að trufla annarra manna mótmæli?
Björn Gísli Gylfason, 19.1.2009 kl. 21:30
Sæll, Ástþór. Þér eru vægast sagt mislagðar hendur. Það er ekkert annað en átroðningur að ætla að efna til annars útifundar á Austurvelli einungis 15 mínútum eftir að fundur hefur verið boðaður, jafnvel þótt menn hyggist ljúka þeim fundi á 15 mínútum. Ég hef fylgst með framgöngu þinni að undanförnu og finnst með ólíkindum hvernig þú hegðar þér. Þú ættir einnig að velta því vandlega fyrir þér hverja þú velur sem skósveina þína. Vonandi veitirðu orku þinni í annan og jákvæðari farveg.
Arnþór Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:33
Tíminn sem þið völduð fyrir ykkar fund var ekki gáfulegur.
En endilega efnið til mótmæla, að er bara gott mál.
Jens Sigurjónsson, 20.1.2009 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.