13.1.2009 | 22:36
Berið Steingrím J og stjórnarandstöðuna úr Alþingshúsinu
Það vantaði í ræðu Róberts Wade þá tillögu að stjórnarandstaðan hætti að róa á galeiðunni undir svipuhöggum ríkisstjórnar sem Róbert segir muni sigla þjóðarskútunni í strand á næstu vikum.
Stjórnarandstaðan hefur engin völd. Ekkert er hlustað á hana á þinginu. Hún áorkar engu. Engin verðmæti munu tapast yfirgefi stjórnarandstaðan sæti sín á Alþingi. Hinsvegar myndu þannig sparast milljónir króna í launagreiðslur frá þjóðinni til ónýtra vindhana og kommalúðra.
Yfirgefi stjórnarandstaðan þingið yrði það heimsfrétt. Erfitt fyrir ríkisstjórn að sitja áfram á slíku þingi því þing án stjórnarandstöðu myndi á augabragði afhjúpa séríslenska ráðherraræðið sem einhverskonar einræðistilburði í augum heimsins. Stjórnvöld myndu endanlega missa alla tiltrú og hitna svo undir ráðherrastólum að ekki yrði í þeim vært stundinni lengur.
Þessi aðgerð myndi einnig afhjúpa hvort stjórnarandstaðan er eitthvað betri. Hvort þeir sem þarna sitja fyrir Vinstri Græna eða aðra flokka eru þar af hugsjón eða sem áskrifendur að þægilegu launaumslagi.
Verði stjórnarandstaðan ekki við tilmælum mótmælenda að yfirgefa samkvæmið í Alþingishúsinu gætu beinar aðgerðir beinst að því að bera Steingrím J. úr Alþingishúsinu. Mótmælendur eru búnir að þaulæfa slíkar aðgerðir á "Lokuðum borgarafundi" og munar ekkert um að bera út annan jólasvein.
4.1.2009 | Höfnum spilltum pakkaferðum alþingismanna
8.1.2009 | Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:01 | Facebook
Athugasemdir
Mikið ertu duglegur að blogga Ástþór minn.
hilmar jónsson, 13.1.2009 kl. 23:14
Þetta er afbragðs tillaga Ástþór!
Ég er hægri maður en ekki Sjálfstæðismaður. Þangað til fyrir ca. 2 vikum var ég mjög andsnúinn kosningum í vor. Það hefur breyst. Ég er þó sannfærður um að VG er ekki rétti flokkurinn til að byggja eitt né neitt upp, það hafa sósíalistar hvergi gert.
Breytinga er þó þörf. Þá á ég við vitrænar breytingar sem hafa lausnir í för með sér, ekki breytingar breytinganna vegna.
Þing væri óstarfhæft með þessari aðgerð sem þú hvetur til. Þarna gæti stjórnarandstaðan loksins haft e-r áhrif!
Einar Einarsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:29
Já nákvæmlega, ef þeir eru ekki bara sama pakkafroðan og aðrir þarna.
Ástþór Magnússon Wium, 14.1.2009 kl. 01:31
Snilldarhugmynd að ræna Steingrími J. halda honum í gíslingu lengst uppá hálendinu og gefa honum bara pakkafroðu.
Ísland þarf að fara í algert gjaldþrot, ég er mjög hlynntur því.
Það er engin hætta á hungursneið, nóg til af vatni og mat. Við munum hugsa vel um hvert annad og byggja nýtt öflugt samfélag upp úr rústunum á stuttum tíma.
Út með ruslið!
Jónas Jónasson, 14.1.2009 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.