8.1.2009 | 01:33
Ingibjörg Sólrún, ekki bíða eftir vindmyllum S.Þ.
Ingibjörg Sólrún, brjóttu nú odd af oflæti þínu og kallaðu eftir aðstoð Friðar 2000.
Förum til Ísrael og Palestínu með forsetann og forsetafrúna í hönd sem fædd og uppalin er í Jerúsalem og boðum þar nýja hugmyndafræði til friðar.
Það eru vindhögg og hræsni að gala fyrir tómum kofum á meðan verið er að slátra fólkinu í Palestínu. Ekkert mun að viti koma frá S.Þ. þessa dagana.
Utanríkisráðherra fordæmir með froðusnakki
Gerðu þá eitthvað í þessu Ingibjörg
Ógeðslegt! Hvar ert þú Ólafur Ragnar Grímsson og þín Ísraelska frú? Svarið mér!
Hvað þarf að myrða marga áður en formaður félagsins Ísland-Palestína bankar blygðunarlaust á allar dyr?
Ráðaleysi í Öryggisráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:00 | Facebook
Athugasemdir
Hjarta mitt grætur!
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 8.1.2009 kl. 01:59
Ný hugmyndafræði til friðar... það getur bara verið eitt sem getur skapað frið á þessum slóðum... taka burtu biblíu & kóran, það er það eina sem dugar
DoctorE (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 09:18
DoctorE, það eru fleiri leiðir til í þessu máli. Með nýrri hugmyndafræði er ekkert útilokað að trúarbrögðin geti öll þrifist í sátt og samlyndi.
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 10:39
Það getur ekki gerst Ástþór minn, þessar bækur rústa allri vitrænni hugmyndafræði.
Þetta stendur kristaltært í mannkynssögunni, bækurnar krefjast yfirgangs og því verður alltaf yfirgangur.
Bækurnar segjast yfir gagnrýni hafnar... það sem er yfir gagnrýni hafið er minna en einskis virði.
Ef ég gæti smellt fingrum SNAP; bækurnar og allt sem í þeim er gleymt, fólkið gengi um og hefði ekki hugmynd um hvað það var að slást um.
Í framhaldi þessa yrðu einhver tribalisma vandamál en þau eru viðráðanleg því það eru raunveruleg vandamál í raunverulegum heimi í stað óraunverulegra vandamála sem byggja á yfirnáttúrulegum sögum.
Peace
DoctorE (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:47
Held að auðveldara verði að græða upp alla Sahara eyðimörkina en að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafsins. Því miður.
Björn Birgisson, 8.1.2009 kl. 11:53
Að skynsamir Íslendingar skuli trúa einhverri 2009 ára gamalli lygasögu frá Ísrael um einhvern Jesú.
Maðurinn er ekki æðri neinni annari dýrategund og ég hef ekki ennþá séð kétti fara í kirkju.
Og að auki vona ég að Ingibjörg Sólrún Gísldóttir fari nú ekki að reyna að fá Israela og palestínumenn inn í ESB því hún kann engar aðrar lausnir.
Jónas Jónasson, 8.1.2009 kl. 12:55
Ágætis hugmynd hjá þér Ástþór .
Júrí (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.