8.1.2009 | 00:56
Pissað upp í vindinn
Mér er óskiljanlegt hversvegna félagar í Ísland-Palestína eyða tímanum fyrir framan sendiráð þar sem enginn er heima á meðan fólkinu er slátrað miskunarlaust í Palestínu.
Bush á leið út og ekkert að hlusta. Obama á leið inn og heldur ekki að hlusta. Að standa við sendiráð þeirra á smáeyju í miðju Atlantshafi er svo sannarlega að pissa upp í vindinn.
Ekkert mun af viti koma frá kananum í þessu máli. Það er búið að brenna flaggið þeirra, sendiráð þeirra víða um heim og þeim stendur augljóslega á skítsama.
Ég skora á Svein Rúnar Hauksson formann Ísland-Palestína félagsins að ganga með mér á fund forseta Íslands og forsetafrú Dorrit sem fædd og uppalin er í Jerúsalem, og KREFJAST að þau sinni þessu máli fyrir hönd þjóðarinnar.
Tækju forsetahjónin sig saman í andlitinu og í samstarfi við Frið 2000 og Ísland-Palestína félagið mynduðu samstarfshóp til að mæta í Ísrael og Palestínu að boða nýja hugmyndafræði, væri kannski von til að hlustað yrði á okkur Íslendinga.
Sjá nánar hér:
Hvað þarf að myrða marga áður en formaður félagsins Ísland-Palestína bankar blygðunarlaust á allar dyr?
Ógeðslegt! Hvar ert þú Ólafur Ragnar Grímsson og þín Ísraelska frú? Svarið mér!
Mótmæli boðuð við sendiráð Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:19 | Facebook
Athugasemdir
Eyddi athugasemd frá:
8. jan. 2009 02:33 | Höfundur er skráður á blog.is
joda.blog.is
þar sem höfundur er með læst blogg.
Opni hann blogg sitt og láti mig vita verður athugasemdin birt.
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 03:04
hehe..
Jónas Jónasson, 8.1.2009 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.