4.1.2009 | 12:41
Höfnum spilltum pakkaferðum alþingismanna
Fjórar ónýtar ferðaskrifstofur starfa innan Alþingis sem allar eru komnar í þrot enda stjórnendur þessara fyrirbæra upp til hópa veruleikafirrtir og valdasjúkir öfga kapatalistar eða öfga kommar.
Í þessu leikhúsi á skríplegri uppfærslu á lýðræðinu er okkur boðið að velja ferð á fjögurra ára fresti.
Eftir að þjóðarskútan hefur siglt úr höfn kosninganna á áhöfnin það til að breyta fyrirvaralaust um stefnu án samráðs við okkur. Ekki nóg með að taka af okkur ákvörðunina um hvert við viljum fara, nú stefna þeir þjóðarskútunni í strand og senda bakreikning fyrir hækkun farmiðans.
Þráinn Bertelsson skrifar áhugaverðan pistil um 19. aldra lýðræði á 21 öld og segir m.a. þetta: "Fyrirutan hversu fáránlegt og áhættusamt það er að fela einhverjum aðilaforsjá sína næstu fjögur ár og afsala sér um leið rétti til breytingaþá ríkir fákeppni á hinum pólitíska ferðamarkaði, fyrir utankrosstengsl, sameiginleg hagsmunatengsl, ætta- og fjölskyldutengsl ogönnur vensl milli þessara úrkynjuðu og innræktuðu stjórnmálaflokka."
Ég er algerlega sammála Þránni í uppgjöri hans við Alþingi. Það er kominn tími til breytinga á því spillta og úrelta flokkakerfi sem ríður hér húsum.
Þjóðin þarf að standa vörð um lýðræðið sem aldrei fyrr. Veruleg hætta skapast í kjölfar hrun hagkerfis eins og hér hefur nú gerst að öfgaöfl nái undirtökum. Við sjáum þetta þegar gerast í undirrót mótmælanna sem hafa átt sér stað að undanförnu.
Harðir kommúnistar hafa hreiðrað um sig meðal mótmælenda með svipuðum hætti og hefur gerst í öðrum ríkjum í undanfara kommúnískra byltinga. Þessi undirróðursöfl veigra sér ekki við að tefla fram ófullþroska börnum til að blekkja þjóðina.
Blekkingar kommúnistanna krystallast í niðurlagi ræðu eins þeirra á Austurvelli í gær (3.01.09) er hann sagði: "Ég sé fyrir mér stórt bandalag sem rúmar okkur öll". En hvar rúmast ég? Augljóslega ekki í þessu bandalagi því mér var varpað á dyr af fundi þeirra, hent út á götu í frostið, af þremur fílefldum karlmönnum eftir svokallaða "kosningu" að sovéskri fyrirmynd.
Umræddur ræðumaður hefur á undanförnum árum unnið ýmis verk fyrir Vinstri Græna. Nú vinnur hann sem moldvarpa fyrir þennan flokk til að blekkja þjóðina í gull og græna skóga kommúnismans.
Treystum ekki svona fólki fyrir framtíð okkar. Í upplýsingasamfélagi nútíðar er engin þörf á því gallaða fulltrúaræði sem flokkskrípin bjóða. Við getum gert betur. Við sjálf tekið völdin og komið hér á beinu og milliliðalausu lýðræði. Tökum okkar ákvarðanir sjálf. Sjá nánar á: lydveldi.is
Lýðræðishreyfingin boðar byltingu í Íslenskum stjórnmálum
Borinn út af borgarafundi. Þjóðin blekkt með leikstýringu.
Lygamörður borgarafundar afhjúpaður. Þjóðin blekkt. Hljóðupptökur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.