Forsetahjón, Ólafur Ragnar og Dorrit, hversvegna svarið þið ekki?

Palestinian children killed by Israel"Við getum ekki leyft málum að þróast í þessa átt án þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til að beina orkunni í Mið Austurlöndum til
friðar og velsældar í stað styrjaldar og upplausnar. Með höfðun til
uppruna yðar í Ísrael og núverandi þjóðfélagsstöðu á Íslandi, teljum við
hjá Friði 2000 að þér séuð í lykilstöðu til að koma á viðræðum við Ísrael
og bera fram hugmyndafræði Friðar 2000 til lausnar á vandamálunum.

Friður 2000 býður fram aðstoð við verkefnið, m.a. þróun og framsetningu
hugmyndafræðinnar. Við biðjum yður að nota þá sérstöku aðstöðu sem
þér hafið á Bessastöðum til að virkja embættið og Forseta Íslands til að
reyna að afstýra stærsta menningarslysi mannkynssögunnar."

Þetta var niðurlag bréfs míns til Bessastaða sent fyrir rúmum 6 mánuðum. Fjölda annarra hef ég sent í gegnum árin. Þar sem aldrei var svarað, skrifaði ég nú síðast til forsetafrú okkar Íslendinga eftir að hún lýsti því yfir að á opinberum vettvangi að hún vilji hjálpa Íslendingum og Íslenskum samtökum.

En það breytti engu. Steinköld hjörtun á Bessastöðum jafn lokuð og áður. Engum bréfa Friðar 2000 hefur nokkurntíman verið svarað.

Ég lýsi eftir aðgerðum frá Bessastöðum, hið minnsta svari við bréfi mínu:

Dorrit, ætlar þú að sitja aðgerðarlaus á meðan landsmenn þínir myrða þetta fólk?

Af hverju gerir okkar þjóðhöfðingi ekkert?

Sorglegt og við í trylltum darraðadansi á gröf þeirra

Steinköld forsetafrú

Forsetahjónin á næsta flug til Ísrael


mbl.is Landherinn bíður skipana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband