Forsetahjónin á næsta flug til Ísrael

Nú þarf Ólafur Ragnar Grímsson annaðhvort að rýma Bessastaði og hleypa friðarsinnum í stól forseta, eða taka upp annarsskonar útrás.

Ef einhver smá samkennd er í forsetanum með því fólki sem nú er að missa sína nánustu og heimili sín í Palestínu, þá auðvitað tekur hann sína frú í hönd á næsta flug til Ísrael. Ræðir þar við ráðamenn um þeirra illráðnu aðgerðir og kynnir aðrar og friðsamlegri leiðir. T.d. hugmynd Friðar 2000 um Alþingi Jerúsalem.

Forsetafrúin hlaðin glingriÉg hef ítrekað, í meira en áratug, reynt að vekja athygli forseta Íslands og nú síðast einnig forsetafrú Íslands á nauðsyn þess að þau nýti aðstöðu sína og áhrifamátt forsetaembættisins til að leggja sitt af mörkum til að leysa ófriðarbálið í Mið-Austurlöndum og kynna þar nýja hugmyndafræði. Hvorugt þeirra svarar erindum mínum. 

Eiginkona forsetans er af gyðingaættum og fjölskyldan býr meira og inna í Ísrael. Hún er því hugsanlega í betri aðstöðu en margur annar að beita sér í þessu máli, ef hún bara gæti litið uppúr glingursteina viðskiptum sínum og látið af trylltum dansi sínum um gullkálfinn. Það er óhugnarlegt hvernig fjölskyldan á Bessastöðum hefur verið virkur þátttakandi í fjárglæfrunum og kennitöluflakkinu sem setti Ísland á hausinn.

Hér er bréf sem ég sendi Frú Dorrit Mousaieff þann 23 júní s.l.:

Frú Dorrit Mousaieff
Bessastöðum. - FAX: 5624802

Lykillinn er í yðar höndum

23. júní 2008

Æruverðuga forsetafrú,

Um árabil hef ég kynnt Íslensku þjóðinni hugmyndir að því hvernig
embætti Forseta Íslands gæti verið lykillinn að breyttum áherslum í
alþjóðamálum og valdið straumhvörfum í friðarmálum með því að kynna
nýjar og breyttar áherslur í alþjóðamálum. Mig langar að kynna yður
þessar hugmyndir þar sem ég tel að þér haldið nú um þennan lykil.

Ég hef í meira en 12 ár séð það fyrir, að ástandið í Mið Austurlöndum
þróaðist í mun víðtækara styrjaldarástand með hruni alþjóðlegra
fjármálamarkaða og yfirvofandi heimskreppu. Jafnvel mögulegri 3ju
heimsstyrjöldinni á næstu árum. Heimurinn er nú þegar að sjá upphafið
af þessu með ört hækkandi olíuverði, hruni peningastofnanna og
fjármálamarkaða, aukinni spennu milli trúarbragða og fleira.

Mið Austurlönd eru í dag eins og púðurtunna sem getur sprungið
hvenær sem er af minnsta tilefni, með þeim gífurlegum afleiðingum,
sundrungu meðal þjóða heims og enn frekari hernaðaruppbyggingu milli
austurs og vesturs. Mögulegt er, að stórþjóðir í austri myndu styðja
islamskar arabaþjóðir gegn vesturlöndum í slíkum átökum.

Ef við leyfum málum að þróast til stríðs verður erfitt að snúa til baka.
Hætta er á notkun kjarnorkuvopna. Stríð gæti kostað tugi milljónir
mannslífa og orðið til að útrýma þjóðlífi okkar og menningu.

Nýlegar yfirlýsingar frá Ísrael og fréttir af hernaðaræfingum valda miklum
áhyggjum. Enginn getur spáð fyrir um afleiðingarnar ef Ísrael gerir
loftárásir á Íran. Raunveruleg hætta er á að slík árás myndi kveikja í
púðrinu og koma allri heimsbyggðinni í uppnám á stuttum tíma. Líkleg
fyrstu viðbrögð eru hrun á fjármálamörkuðum vegna snarhækkunar olíu
og margföldun hryðjuverka. Í framhaldinu sundrung þjóða og
hernaðarleg blokkamyndun sem þróast til heimsstyrjaldar m.a. undir
formerkjum trúarbragðastríðs milli islam og kristinna manna.

Við getum ekki leyft málum að þróast í þessa átt án þess að gera allt
sem í okkar valdi stendur til að beina orkunni í Mið Austurlöndum til
friðar og velsældar í stað styrjaldar og upplausnar. Með höfðun til
uppruna yðar í Ísrael og núverandi þjóðfélagsstöðu á Íslandi, teljum við
hjá Friði 2000 að þér séuð í lykilstöðu til að koma á viðræðum við Ísrael
og bera fram hugmyndafræði Friðar 2000 til lausnar á vandamálunum.

Friður 2000 býður fram aðstoð við verkefnið, m.a. þróun og framsetningu
hugmyndafræðinnar. Við biðjum yður að nota þá sérstöku aðstöðu sem
þér hafið á Bessastöðum til að virkja embættið og Forseta Íslands til að
reyna að afstýra stærsta menningarslysi mannkynssögunnar.

Virðingarfyllst,
Alþjóðastofnunin Friður 2000
Ástþór Magnússon

 

Of uppteking við Mammon tilbeiðsluna

Demantur MousaieffEkkert svar barst frá forsetafrúnni við ofangreindu bréfi. Dorrit virðist alltof upptekin af því að sýsla með steinaglingrið sitt til að vilja leggja hönd á plóginn í friðarmálum.

Á svona fólk heima á Bessastöðum í forsæti fyrir litla og friðsama þjóð? Fólk eins og Dorritt sem setur kalda og líflausa steina í öndvegi og æðra framtíð mannkyns?

Myndin er af bláum demant sem skransala Dorrittar í London keypti á uppboði fyrir £3.910.000 sterlingspund eða rúmar 735 milljónir Íslenskra króna á genginu þann 27.12.08.  Steinaruslið er læst niður í skúffu Dorrittar í London og enginn fær að líta "dýrðina" augum nema "legitimate hard-nosed business clients". Heimild: TimesOnline.


mbl.is Röð loftárása á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Já Ástþór ég hef líka áhyggjur af ástandinu í heiminum. Ef við ætlum að hefja útrás á friði verðum við að eiga innistæðu fyrir honum. Annar er hætt á því að útrásin mistakist og mistök í þeim málum geta haft skelfilegar afleiðingar.

Ef okkur tekst að friðmælast í því ástandi sem nú hrjáir þjóð okkar verður litið upp til okkar og friður okkar útflutnigngshæfur. Því þurfum við að byrja hjá okkur sjálfum áður en við getum kennt öðrum.

Offari, 27.12.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Já ég hef einmitt bent ítrekað á þetta. Eitthvað af þeim greinum er að finna á vefnum forsetakosningar.is .

Við þurfum að laga til hér heima með hraði, skipta út spillta liðinu, og hefja svo útrásina með friðarboðskapinn.

Ástþór Magnússon Wium, 27.12.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband