Dorrit, ætlar þú að sitja aðgerðarlaus á meðan landsmenn þínir myrða þetta fólk?

gaza-2008.jpgFrú Dorrit Moussaieff, þú sem fædd og uppalin ert í Jerúsalem, ætlar þú að sitja aðgerðarlaus í "stórasta landi heims", friðareyjunni Íslandi á meðan "litlustu" sálir heims, stjórnvöldin í Ísrael, myrða fólkið í næsta húsi?

Ætlar þú Dorrit ekki að lyfta litlafingri þessum fórnarlömbum til hjálpar?

Ég skrifaði þér bréf fyrr á þessu ári og bað þig um að aðstoða okkur við að kynna boðskap Friðar 2000 í Mið Austurlöndum. Að kynna nýja hugmyndafræði í friðarmálum. Þú svaraðir ekki bréfinu? Hversvegna? Er hjarta þitt jafnkalt og steinninn sem þú keyptir á uppboðinu í London fyrir 735 milljónir?

Fyrir hönd Friðar 2000 ítrekað ég boðið um að aðstoða ykkur hjónin að Virkja Bessastaði til friðarmála. 


mbl.is Hóta að senda hermenn til Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Blessaður farðu nú að snúa þér að einhverju öðru en forsetaþráhyggjunni.

hilmar jónsson, 28.12.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað hefur forsetafrúin gert þér Ástþór? Er hún ábyrgari en aðrir Íslendingar á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs, af því hún er fædd þar?

Er þetta það sem menn fá í andlitið ef þeir hoppa ekki á vagninn með þér?

Svona skrif og málflutningur eru kannski ástæðan fyrir fylginu sem þú fékkst í forsetakosningunum 1996, heil 2,7% og 1,9% árið 2004. Árið 2000 varstu að hætta við framboð því þú náðir ekki tilskildum fjölda meðmælenda. Aumara verður það nú vart Ástþór.

Þú ætti að eyða tíma þínum og kröftum að íhuga hvers vegna þú hefur ekki meira fylgi meðal Íslensku þjóðarinnar frekar en að skrifa greinar fullar af biturð og illgirni í garð forsetahjónanna og annarra sem þú telur hafa staðið í vegi fyrir ímyndaðri forfrömun þinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.12.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Axel Jóhann. Hverslags rugl er þetta í þér maður? Það er ekkert leyndarmál og hefur margsinnis komið fram að mér finnst fólkið með steinhjörtun þvælast fyrir á Bessastöðum og standa í vegi fyrir því að embættið sé virkjað af einhverri alvöru til friðarmála.

Ég hef verið að benda á það að við Íslendingar gætum orðið leiðandi á alþjóðavettvangi í friðarmálum og embætti forseta Íslands sé best til þess fallið að vera í forsæti fyrir þá útrás sem ekki aðeins gæti lagt mikið til hjálpar í heiminum, einnig fært okkur Íslendingum mikla uppbyggingu.

Ég get bara með engu móti fallist á að þessar postulínsbrúður á Bessastöðum séu hafnar yfir gagnrýni. Mér stendur nákæmlega á sama hvort það orsakar óvinsældir í minn garð. Ég mun aldrei, aldrei setjast ofaní þann slorapott atvinnupólitíkusa eins og Ólafur Ragnar Grímsson gerði þegar hann laug sig inná Bessastaði.

Skrif mín um Bessastaði er ekki biturð og illgirni í garð forsetahjónanna, þau eru áskorun til þeirra að láta þessi mál, friðarmálin, til sín taka annars hundskast úr embættinu. Þetta fólk sem þarna situr í dag er orðið bæði þjóðinni og sjálfu sér til mikillar skammar eins og þau hafa sleikt rassinn á fjárglæfraútrásinni.

Ástþór Magnússon Wium, 28.12.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða rugl Ástþór? Fylgi þitt hjá þjóðinni? Eru þær tölur falsaðar?  Það er enginn hafinn yfir gagnrýni Ástþór, þú ekki heldur. En gagnrýni verður að byggja á staðreyndum, ekki upphrópunum og brigslyrðum.

Ef menn ætla að fá fólk með sér gerir maður það ekki með stóryrðum í þess garð. Með þannig framkomu byggja menn einungis veggi í kringum sig. Sennilega það sem þér hefur tekist hvað best undanfarin ár.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.12.2008 kl. 19:42

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Axel Jóhann, ég hef reynt að skrifa fólkinu á Bessastöðum í meira en 12 ár, tugi bréfa, farið þanngað, farið á skrifstofuna á Sóleyjargötuna, hitt forsetann, meira segja rætt við hann á klósettinu á RÚV þar sem hann með sínum fagurgala lofar mér öllu fögru um að taka upp friðarmálin, en það hefur bara ekkert gerst. Það er tími til kominn að ydda blýantinn og skrifa þetta umbúðalaust til skötuhjúanna á Bessastöðum sem eru engan vegin að standa sig í stykkinu.

Ástþór Magnússon Wium, 28.12.2008 kl. 19:51

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þú átt auðvitað þinn Bessastað sem er á sama stað og annar fyrrverandi forseta frambjóðandi átti sinn heimastað á, nefnilega ruslahaugunum í Örfirisey. Þið hafið þann samnefnara að vera utangáttar og algerlega úr takt við umheiminn. Farðu sjálfur til þessara araba og skjóttu rakettum út í loftið.

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 28.12.2008 kl. 21:40

7 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Sigurbjörg, það er alltaf sama sagan við ykkur stuðningsmenn Ólafs Ragnars. Það má ekki anda á þetta fólk án þess að þið grípið í ómálefnalegar nafnaköll og dylgjur.

Ég hef allavegana ekki gengið úr veitingabúð án þess að borga, og sé ekki hvernig að sú reynsla þín komi þessu máli með aðgerðir í Mið Austurlöndum við.

Áhugavert að sjá hvað þú bloggar hjá þér t.d. þetta:

22.12.2008 | 15:13

Góðar móttökur hjá forseta.

Svona á að taka á móti mótmælendum. Hlusta og bjóða upp á kaffisopa. Eins gott að það verði ekki fleiri þúsundir sem mæta!!! Þá verður allt kaffi búið fyrir jól!

Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi

En þetta nóg, bara bjóða uppá kaffisopa og þá eiga allir að þegja og bukta sig. Er það virkilega þín skoðun? Getur þetta fólk ekki boðið uppá meiri þungavikt en aumingjans kaffibollann?

Mér finnst það ámælisvert að öll viðleitni við að fá forsetaembættið í tíð Ólafs Ragnars til að beita sér í friðarmálum er annaðhvort svarað með froðusnakki sem ekkert hefur verið að marka, eða tómlætinu.

Ástþór Magnússon Wium, 28.12.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: Ólafur Þórðarson

http://thrymursveinsson.blog.is/blog/thrymursveinsson/entry/756036/

Ólafur Þórðarson, 29.12.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband