2.12.2008 | 11:18
Hætta getur skapast ef RÚV hverfur af auglýsingamarkaði.
Eins og eignarhaldið er á fjölmiðlum hér veitir ekki af aðgangi augýsenda að RÚV. Nú vill Hreinn Loftsson kaupa Morgunblaðið en háværar raddir eru uppi um að Hreinn sé leppur Baugs og Jón Ásgeirs. Þeir eiga nú þegar stærstu einkareknu útvarps- og sjónvarpsstöðvar landsins.
Nauðsynlegt er að setja reglur um rekstur fjölmiðlanna til að gæta þess að umræðan sé opin og lýðræðisleg. Einnig getur verið vítavert í þessu ástandi að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.
Væri ekki hægt að hugsa sér að auglýsingatímar RÚV yrðu opnaðir fleirum til að selja í þær mínútur og þeim auglýsingatekjunum sem þannig yrði aflað yrði dreift til stuðnings nýjum sprota fjölmiðlum? T.d. fjölmiðlum sem hafa minna en einhverja vissa markaðshlutdeild og sem ekki tengjast eignarhaldi annarra fjölmiðla?
Mætti einnig opna aðgang fyrir auglýsinga- eða kynningarefni frá félagasamtökum á jafnréttisgrundvelli? PBA eða "Public Broadcast Announcement" er ekki óþekkt fyrirbæri erlendis. Þannig mætti stuðla að því að mismunandi sjónarmið í lýðræðisþjóðfélaginu komist til skila.
Fái ekki flýtimeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.