Stórskaðar Ísland erlendis

Þrásetan er að stórskaða ímynd Íslands á erlendum vettvangi. Stjórnvöld standa nú berrössuð og valdnýðslan sem hér hefur viðgengist undanfarna áratugi afhjúpuð.

Ríkisstjórn og stjórn Seðlabanka Íslands eiga að sjá sóma sinn í að víkja áður en þeir skaða okkur meira. Á nokkrum dögum væri hægt að skipa utanþingsstjórn sérfræðinga til að taka við "björgunarstarfinu" fram yfir kosningar og þar til ný starfhæf ríkisstjórn er mynduð.

Ekki aðeins er ríkisstjórnin að stórskaða þjóðina með mistökum á mistök ofan í efnahagsmálum eins ég hef rakið í annari grein hér, nauðgun stjórnvalda á lýðræðinu er einnig að skipa okkur á bekk vanþróaðra ríkja. Hér þarf að virða heilbrigðar lýðræðisreglur og boða til kosninga á næsta ári.


mbl.is Sagt frá mótmælum Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband