Hræsni Morgunblaðsins

Er ekki Morgunblaðið búið að koma sér sjálft í þessa stöðu með ritstýringu og ólýðræðislegum vinnubrögðum?

Nýlega skrifaði ég grein sem Morgunblaðið neitaði að birta. Þeim fannst ég deila of harkalega á Geir Haarde forsætisráðherra því ég lýsti hann persónulega ábyrgan fyrir því fíaskó að ráðskast með bankana og verðmæti kröfuhafa í vanhugsaðri ríkisvæðingu. Nú er komið á daginn að frumhlaup Geirs í einkavæðingu bankanna hefur lokað á eðlileg viðskipti Íslands við umheiminn.

Ég reyndi ítrekað að koma á framfæri hugmyndum um hvernig hægt væri að standa betur að yfirtöku bankanna, en hvorki þingmenn Sjálfstæðisflokksins né Morgunblaðið vildu ljá því máls að koma þeim hugmyndum á framfæri við Geirfuglinn og eða þjóðina. Margítrekað sendi ég til Morgunblaðsins án árangurs!

Þeir sem eru búnir að gleyma vinnubrögðum Morgunblaðsins og hvernig þetta blað hefur vegið að lýðræðinu í landinu undanfarna áratugi, hefðu kannski gott af að lesa þesas grein sem ég birti árið 2004 í aðdraganda forsetakosninga:

Hræsni Morgunblaðsins

Leiðari Morgunblaðsins þriðjudaginn 16 mars hefst með þessum orðum:

“Niðurstöður forsetakosninganna í Rússlandi á sunnudag vekja óneitanlega nokkurn ugg um stöðu lýðræðisins í landinu..... Öryggis og samvinnustofnun Evrópu sem hafði eftirlit með kosningunum, taldi að þær hefðu ekki staðist skilyrði um eðlilega framkvæmd. Einkum gagnrýndi stofnunin að ríkisfjölmiðlarnir hefðu veitt forsetanum og embættisverkum hans óhóflega mikla fjölmiðlun í aðdraganda kosninganna, en hins vegar veitt öðrum frambjóðendum lítinn kost á því að kynna sig og stefnumál sín.“

Á sama tíma og leiðarahöfundur Morgunblaðsins skammast út í Rússneska fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninga þar í landi, mismunar blaðið með svo afgerandi hætti forsetaframbjóðendum á Íslandi að ef ástæða var fyrir Öryggis og samvinnustofnun Evrópu að fylgjast með framferði fjölmiðla þar, þá er enn meiri ástæða fyrir þessa sömu stofnun að vakta síður Morgunblaðsins á næstu vikum og mánuðum til að tryggja eðlilegar og lýðræðislegar forsetakosningar á Íslandi.

Á meðan Morgunblaðið gefur Ólafi Ragnari Grímssyni nær hálfa forsíðu og heilsíðu í blaðinu til að kynna framboð sitt með öllum áherslupúnktum og ítarlegum útskýringum, fékk undirritaður Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ‘frímerki’ á níundu síðu í blaðinu þar sem nær ekkert var birt af stuttri fréttatilkynningu sem ljósmyndari blaðsins tók með sér af kynningarfundi framboðsins. Mikilvægir áherslupúnktar framboðsins voru hreinlega klipptir úr umfjölluninni og lesendum færð brengluð frétt af framboðinu.

Það er mjög skondið að það blað sem gefur sig út fyrir að vera málsvara lýðræðis og frjálsrar umræðu í landinu, og sem mest hefur deilt á sovéska fjölmiðlun í gegnum árin, skuli nú í tengslum við forsetakosningar þjóðarinnar falla í þá gryfju að taka upp lágkúrlegri blaðamennsku en alræmdustu fjölmiðlar Rússlands.

Þótt framboð mitt til Forseta Íslands sé einhverjum hulduher á Morgunblaðinu ekki þóknanlegt, ber fjölmiðill með þá yfirburðarstöðu sem Morgunblaðið hefur á Íslandi þeim skyldum að gegna við þjóðina að veita a.m.k. eðlilegan fréttaflutning af atburðum sem gerast. Slíkt gerði blaðið ekki í sambandi við mitt framboð. Í raun var mjög augljóst að ritstýring að ofan átti sér stað, því strax að loknum kynningarfundi framboðsins var birt á vefsíðu Morgunblaðsins hin ágætasta frétt unnin úr fréttatilkynningu okkar. Hinsvegar þegar fréttin var kominn í prentaða útgáfu blaðsins var búið að afbaka hana með þeim hætti að hún var gjörsamlega óþekkjanleg og forsetaframboð mitt alls ekki kynnt lesendum hinnar prentuðu útgáfu blaðsins á málefnalegum grundvelli.

Þeim fullyrðingum sem komu fram í fimmtán sinnum stærri dálkcentimetra umfjöllun Morgunblaðsins um framboð Ólafs Ragnars Grímssonar en um framboð undirritaðs, er vegið að því að framboð mitt séu einhverskonar ‘skrípalæti’. Fjölmiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega geta ekki leyft sér svona orðbragð um forsetaframboð, enda er slíkt dónaskapur við frambjóðandann, stuðningsmenn og Íslensku þjóðina.


mbl.is Unnið að lausn á fjármálum Árvakurs í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ástþór.

Hvernig væri nú að þú nýttir auð þinn að hluta fyrir þá sem minna mega sín og að þú styrktir Fátækrahjálpina( kannski gerir þú það) og Mæðrastyrksnefnd.

þú ert svo klár að búa til peninga. Með fyrirfram þakklæti !

Mér datt þetta svona í hug !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 02:37

2 identicon

Mér finnst Ástþór hafa mikið til síns máls. Fjölmiðlar hafa mótandi áhrifamátt, en þeir ættu ekki að reyna að hafa vit fyrir fólki. Við verðum að hafa fyrir því sjálf.

Kveðja, Káta  

Káta (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband