Talaði um heim græðgi, valdapots, svika og pretta

Ástþór Magnússon sendi stjórnvöldum og forsetaframbjóðendum kaldar kveðjur á Þingvöllum í gærdag. (Dagblaðið Tíminn 25. maí 1996).  Úr fréttinni: "Ég fæ ekki betur séð en að íslensku þjóðfélagi sé haldið í heljargreipum einhverra huldumanna...  Ef það reynist rétt er full þörf á verulegri endurskoðun og uppstokkun"  Í útvarpi, sjónvarpi og á fundum fjallaði ég í framhaldinu hvernig kvótakerfið væri arðrán á þjóðinni sem á endanum myndi leiða til þjóðargjaldþrots.

Svar fjölmiðla: "Ófriður tvöþúsund, Friðþór tvöþúsundkall, Landskunnur vitleysingur, athyglissjúklingur, ruglukollur, þorpsfífl"

Svar þjóðarinnar: Árið 1996:  4422 atkvæði  Árið 2004:  2000 atkvæði

Viljið þið hlusta núna? Hér er hugmynd að uppstokkun á Alþingi: www.lydveldi.is

 


mbl.is Sjávarútvegurinn í raun gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, Ástþór.

íslendingur (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 14:41

2 identicon

Það er ekki nokkur von fyrir þig Ástþór eftir öll þín heimskupör að ætlast til þess að nokkur heilvitamaður treysti því bulli sem upp úr þér veltur. Þess vegna segi ég NEI.

sigurgeir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Já eins og ég sagði í greininni þá voru fjölmargir sem kölluðu það "heimskupör" að benda á spillinguna. En hversvegna var það aðeins "þorpsfíflið" sem sá þetta fyrir rúmum 12 árum? Var öll þjóðin í slíkum dansi í kringum gullkálfinn að hún gat ekki séð Nýju föt keisarans?

Enn finnast að sjálfsögðu moldvörpur í röðum gömlu flokkana sem munu halda áfram að kalla það heimskupör að vera benda á svindlið sem hefur t.d. viðgengist áratugum saman í Framsóknarflokknum.

Ástþór Magnússon Wium, 30.11.2008 kl. 18:22

4 Smámynd: Starbuck

Góð viðleitni Ástþór, haltu áfram.  Þú ert samkvæmari sjálfum þér og trúverðugri en núverandi forseti landsins sem tók u-beygju frá jafnaðarstefnu til stuðnings við peningaöflin.

Sigurgeir: Ég veit ekki til þess að Ástþór hafi gert meiri heimskupör eða bullað meira heldur en ýmsir stjórnmálamenn á síðustu árum sem enn sitja við völd.  Nær væri að þeir færu að loka kjaftinum og finna sér önnur störf.

Starbuck, 30.11.2008 kl. 19:13

5 Smámynd: Ársæll Níelsson

Því fer fjarri að þú einn hafir séð þetta fyrir 12 árum. Magir hafa verið að segja þessa sömu hluti. Verst að hver hefur staðið í sínu horni og galað þetta upp í vindinn.

Ársæll Níelsson, 30.11.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband