Hvar er ríkislögreglustjóri?

Hvað er eiginlega í gangi hér? Þegar ég sendi nokkrar línur á email og vakti réttmæta athygli á hættunni af glópaplani Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar að senda vopn og hermenn með Icelandair til stuðnings brjáluði stríði Bush í Írak, var ég kominn í gæsluvarðhald innan nokkurra klukkustunda.

Þá stóð ekki á Ríkislögreglustjóra að svari kalli úr Stjórnarráðinu og sækja um miðja nótt pólitískan andófsmann sem lengi hafði verið stjórnvöldum þyrnir í augum. Hvernig vogaði hann sér til að mynda að birta auglýsingar á veltiskiltum og strætisvögnum "Hvar er svarið Davíð?" Meira að segja úr glugga forsætisráðherra í Stjórnarráðinu blöstu þessi ósköp við. Ekki friður fyrir þessum manni, þessum landskunna vitleysing, þorpsfífli, ruglukoll eins og fjölmiðlarnir hömuðust við að uppnefna ófriðarsegginn sem sífellt var að nöldra um spillingu í stjórnkerfinu.

Ég er farinn að halda að búið sé að leggja niður Ríkislögreglustjóraembættið. Hugsanlega yfir störfum hlaðnir að koma upp leyniþjónustu gegn andófinu að forskrift dómsmálaráðherra, vafalaust tekur ameríkugoð sín hjá CIA að fyrirmynd.

Hversvegna er ekki búið að sækja þessa fáeinu menn sem hafa með skipulögðum hætti blekkt hér hluthafa, stjórnvöld og bankakerfi með svo grófum hætti að kerfið er hrunið og 300,000 manns, Íslenska þjóðin, situr uppi með sárt ennið. Veltist einhver í vafa um að hér um að ræða ein grófustu lögbrot sem framin hafa verið á landinu?


mbl.is FME tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér. En í barnslegri trú minni vona ég að þetta verði leitt til lykta, sé bara í undirbúningi. Annað væri forkastanlegt.

Hermann Hrafn Bridde (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband