Spilltasta greni landsins

Ég hef löngum haldið því fram að Framsóknarflokkurinn hafi verið spilltasta greini landsins. Hagsmunaklíkan eða glæpagengið sem sölsaði þennan flokk undir sig hefur átt einn stærsta þáttinn í því hvernig komið er fyrir þjóðinni í efnahagsmálum. Þetta fólk hefur arðrænt þjóðina.

Þegar Framsókn ætlaði nánast að gefa Landsbankann einhverjum vinum sínum í Svíþjóð, mætti ég ásamt lögmanni með kauptilboð í ráðuneyti Finns Ingólfssonar og bað um að fá bankann keyptan til að gera hann að alþjóðlegum banka með áherslur á örlán til uppbyggingar á nýjum atvinnuvegum í þróunarlöndum. Betur værum við stödd ef slíkur banki væri nú til hér á landi.

Eftir fréttum að dæma um sukkið með fjármuni í Samvinnuhreyfingunni ættu forkólfar Framsóknarflokksins að sitja í gæsluvarðhaldi. Mikilvægt er að þetta fólk og aðrir sem misnotað hafa aðstöðu sína svari til saka. Það þarf að senda út krystal tær skilaboð til Alþingis að krafan sé Íslensk stjórnsýsla uppá borðinu og til hagsmuna fyrir þjóðina sem heild.

Þeir sem sinni eða hafi sinnt opinberri stjórnsýslu eða þingmennsku með annarlegt hagsmunapot í huga skuli tafarlaust segja af sér. Þeim beri annars að huga að ævikvöldi sínu á Litla Hrauni. Með þessum orðum er skorað á formann Framsóknarflokksins að segja af sér án tafar!


mbl.is Kanna réttarstöðu vegna Giftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ástþór: Það eru 12.000 manns í Farmsóknarflokknum. Ertu að halda því fram að allt það fólk eigi að sitja í gæsluvarðhaldi?

Þú verður að nafngreina þá í núverandi forystu flokksins sem þú átt við og hvað þeir hafi gert til að verðskulda þessar trakterkingar hjá þér.

Annars er þetta marklaus rógur í þér, sem varðar við landslög.

Gestur Guðjónsson, 30.11.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þetta kemur skýrt fram í greininni: "Með þessum orðum er skorað á formann Framsóknarflokksins að segja af sér án tafar!"

En fleiri geta tekið þetta til sín. T.d. Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson til að nefna fleiri.

Framsóknarfólk, farið endilega í mál við mig! Látum reyna á þetta fyrir dósmtólum.

Ástþór Magnússon Wium, 30.11.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Að hvaða leiti hefur núverandi formaður Framsóknar brotið af sér?

Þú verður að rökstyðja þetta og nefna þá sem þú átt við:

"Eftir fréttum að dæma um sukkið með fjármuni í Samvinnuhreyfingunni ættu forkólfar Framsóknarflokksins að sitja í gæsluvarðhaldi."

Gestur Guðjónsson, 30.11.2008 kl. 13:53

4 identicon

Gestur, það vita allir sem vilja að framsókn er sem illkynja mein á þjóðinni og hefur gefið allt sem hægt er, í hvaða aðstöðu eru fyrrverandi forusta hans,

Halldór formaður norrænu ráðherranefnsarinnar                                     Finnur forstjóri vís

 Atli Ásmundsson  sendiherra í Winnepeg

nú er að koma í ljós plottið með samvinnutryggingar fyrrverandi

það er  sama hvert litið er, allt sama sagan, spilling og aftur spilling

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 15:16

5 identicon

Mér finnst færslan þín í þessu bambandi sorgleg, Ástþór.Hvar eru staðreyndir og   rökini?

Mér finnst dapurlegt að þú, sem fyrrverandi forseta frambjóðandi, skulir ekki koma með jákvæðara eða víðsýnna innleg til lausna á vanda þjóðarinnar í dag.

Í rauninni finnst mér þessi færsla þín ekki svara verð en engu að síður ættla ég að segja eftirfarandi:

Er Giftar málið bara ekki enn eitt dæmið um óreiðuna sem ríkt hefur í efnhags og stjórnunarmálum landsins og er nú farin að skila sér?

Er Framsóknarflokkurinn ekki algjört aukaatriði í stjórnmálum Íslands eins og málin standa og hugsanleg tengsl hans við Samvinnuhreyfinguna þessvegna( ekki beint býnasti vandinn í dag?

Hvað er að þínum dómi alvarlegasta vandmál þjóðarinnar í dag?

Hvaða leið sérð þú út úr baslinu?

Agla (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Til að byggja upp þurfum við að hreinsa út það gamla. Burt með gamla flokkakerfið, endurnýjum á Alþingi með vel völdum og hæfum einstaklingum. Ég er jákvæður, ég hef sett upp vettvang fyrir slíkt fólk að sameinast í 126 einstaklingsframboðum, sem fer á listann eftir prófkjör sem verður opið öllum landsmönnum.

Varðandi Framsóknarflokkinn er nóg komið af klíkuskapnum og spillingunni þar. Við getum ekki horft framhjá sögu þessa flokks og þeirra stjórnmálamanna sem misnotuðu þennan flokk.

Tvær leiðir í þessu fyrir Framsóknarflokkinn, annaðhvort leggja flokkinn niður, eða endurskipuleggja hann t.d. eftir þeirri fyrirmynd sem lýst er á www.lydveldi.is. Ef þið reynið framboð aftur á sömu forsendum og áður verður flokknum endanlega slátrað í kjörklefunum við næstu kosningar.

Ástþór Magnússon Wium, 30.11.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband