Mistök á mistök ofan - Stjórnarliðar höfðnuðu aðstoð!

Fyrstu dagana í október, um leið og bankahrunið hófst, hafði ég samband við stjórnarþingmann, ítrekað í fleiri daga, og bað hann að ræða við ráðherra og þingmenn flokksins um þá hugmynd að fá þungaviktarmenn í fjármálamörkuðum og hagfræði eins og George Soros og Warren Buffet til aðstoðar við ráðgjöf og enduruppbyggingu bankanna. Vildi ég í gegnum slíka menn ná öflugum erlendum hluthöfum í bankanna.  Ég bauðst til þátttöku í samstarfshóp til að hjálpa við þetta og hafa milligöngu m.a. í gegnum mín alþjóðlega tengdu friðarsamtök til að vinna málinu brautargengi.

Ég varaði þingmanninn við því að ef bankarnir yrðu ríkisvæddir uppá gamla mátann yrði stórkostleg hætta á því að Íslenskur fjármálamarkaður myndi einangrast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðina.

Ekkert var hlustað á tillögur mínar. Stjórnarliðar héldu sínu striki eins og beljur í glerverslun og hafa nú ekki aðeins brotið á þjóðinni en um leið brotið og bramlað þau verðmæti sem hægt var að bjarga í bönkunum. Ein afdrífaríkustu mistökin er ríkisvæðing bankanna með pólitískt skipaðri yfirstjórn án erlendra hluthafa. Afleiðingarnar eru nú kynntar okkur í dag, gjaldeyrishöft uppá gamla mátann! Erlendir markaðir og bankastofnanir keppast nú við að afskrifa Íslenskan fjármálamarkað og skipa Íslandi þar á bekk með vanþróuðum ríkjum.

Lífsnauðsynlegt er fyrir þjóðina og fyrirtækin í landinu að koma ríkisstjórninni frá með öllum tiltækum ráðum. "Björgunarleiðangrar"eftir uppskrift Geirs og Sólrúnar eru vítavert og glannalegt gáleysi!

Minni á kaffifundina í Hressingarskálanum í Austurstræti laugardag kl. 16 og mánudag kl. 16 en þar verður rætt um þverpólitískt kosningabandalag einstaklingsframboða við næstu alþingiskosningar.  Nánari upplýsingar á www.lydveldi.is

 


mbl.is Nýjar gjaldeyrisreglur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband