Ástandið líklegt til að þróast til ófriðar

Því miður er nauðsynlegt að horfast í augu við það að líkur eru á því að ástandið muni á næstum vikum og mánuðum þróast til ófriðar meðal landsmanna. Til að afstýra því er ekkert annað hægt að gera en skipa utanþingsstjórn með sérfræðingum til að taka að sér "björgunarstarfið" eins og ríkisstjórnin kallar það og boða til kosninga á næsta ári.

Nauðsynlegt er að lögregla víkji ef hundruð eða þúsunda manns gera áhlaup á alþingishúsið. Bregðist lögregla við með vopnum, kylfum, táragasi eða álíka, þá gæti brotist út slík reiði að ástandið þróist til borgarastyrjaldar á nokkrum vikum. Lögreglan á að víkja til hliðar og líta undan komi upp sú staða að fólkið vilji bera út ráðherrastólana. Lögreglan þarf að átta sig á því að ríkisstjórnin hefur glatað trausti þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Að halda því fram að hin fjölmennu mótmæli þúsunda manns og borgarafundir endurspegli ekki vilja þjóðarinnar er óraunhæft. 

Nú um áramótin munu þúsundir orðnir atvinnulausir.  Óregla mun í aukast í kjölfarið, fjölskyldur munu leysast upp og fólk mun hundruðum og þúsundum saman verða meira og meira örvinglað. Allar aðgerðir lögreglu gegn fólkinu mun verða eins og kveikja í flugeldaverksmiðju.

Ég varaði við því árum saman að láta ofbeldisefni í sjónvarpi vaða yfir þjóðina án þess að kenna börnum og óhörnuðum unglingum að ofbeldi er ekki rétta tjáningaformið. Fyrir um áratug framleiddi Friður 2000 nokkrar stuttmyndir gegn ofbeldi fyrir sjónvarp, en því miður fékkst ekki nægur stuðningur frá RÚV og einkareknum sjónvarpsstöðvum til að halda því verkefni áfram.

Á ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík fyrir um áratug um ofbeldi í sjónvarpi, benti ég á ýmsar kannanir m.a. frá UNESCO um hvernig slíkt væri beintengt aukningu ofbeldis meðal ungs fólks. Talskona Norðurljósa á ráðstefnunni sagði mig fara með algert rugl með því að tengja saman ofbeldi í sjónvarpi við vaxandi ofbeldi í þjóðfélaginu. En staðreyndin er hinsvegar sú að á  síðasta áratug höfum við því rekið kennslu í ofbeldi í þessum fjölmiðlum. Nú hefur ný kynslóð vaxið úr grasi sem bæði í gegnum tölvuleiki og sjónvarpsefni voru alin upp með bandarísku sjónvarpsefni þar sem ofbeldi er sýnt sem visst tjáningarform.

Minni á fund Lýðræðishreyfingarinnar í Hressingarskálanum Austurstræti kl. 16 laugardag og fullveldiskaffið í Hressó kl. 16 mánudag. Opinn ræðupallur þar sem allir geta tekið til máls.

 


mbl.is Á ekki von á byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þessi sjónvarpskynslóð er einmitt hópurinn sem ber upp mótmælin, fólk á aldrinum 20-35 ára. Það er því hætt við að upp úr sjóði.

Theódór Norðkvist, 27.11.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eins og þú bendir réttilega á Ástþór, þá á það að vera hlutverk lögreglunnar að þjóna okkur fólkinu sem byggjum þetta land. Ekki fámennum hópi útvalinna veruleikafirrtra spillingarherra. Lengi lifi byltingin!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það skemmtilega við þetta allt saman er að okkur hefur verið kennt að vera hrædd við ofbeldi eins or Orwell lýsti því. Við munum aldrei láta bjóða okkur orwellskt samfélg. En það sem við ættum að vera virkilega hrædd við er ofbeldi eins og Huxley lýsti því í Brave New World, þar sem við móttökum það og biðjum um meira.

Villi Asgeirsson, 27.11.2008 kl. 21:33

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Ástþór, á erfitt með að skilja hvers vegna málflutiningur þinn hefur ekki náð eyrum þjóðarinnar.  Þú hefur margt til þíns máls....  Er aðferðarfræði þín á einhvern hátt röng?

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 30.11.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

E einhverjir vilja koma með tillögur að aðferðafræði þá eru eyru mín opin. Það má koma ábendingum á framfæri hér á bloggsíðunni, eða á www.lydveldi.is undir dálknum Spjall - Umræðan.

Ástþór Magnússon Wium, 30.11.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband