28.11.2024 | 15:09
Lygaþvælan veltur uppúr þeim og sjö milljarðar í súginn
Á sama tíma og Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur samþykktu á Alþingi vopnakaup uppá nær 7 milljarða króna af skattfé þjóðarinnar, birta somu stjórnmálamenn fagurgala um að þeir styðji ekki vopnakaup á hjá Samtökum herstöðvarandstæðinga.
Úr takti við vilja þjóðarinnar.
Ég hef aðeins séð tvo leiðtoga í framboði hafna því alfarið að kaupa vopn til að herja stríð gegn stærsta kjarnorkuveldi heims. Gunnar Smári Egilsson hjá Sósíalistaflokknum hefur með afgerandi hætti gert grein fyrir því hvað það er hættuleg stefna fyrir herlausa þjóð að kaupa vopn til stríðsrekstur utan landsteinanna.
Lýðræðisflokkurinn benti á að þetta eru landráð
Frambjóðendur Lýðræðisflokksins hafa einnig tekið eindregna afstöðu gegn vopnakaupum og sendu Alþingi lögfræðiálit sem vakti athygli þingmanna á því að þeir væru að fremja landráð með slíkum vopnakaupum sem munu grafa undan öryggi þjóðarinnar.
Þjóðinni til skammar
Það kom illa við kauninn á frambjóðendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar ég hringdi og krafði þá svara um hver afstaða þeirra væri til vopnakaupa, en nú liggur fyrir forseta Íslands frumvarp til fjárlaga með um 7 milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar gegn Rússlandi sem samþykkt var af þessum flokkum á meðan stjórnarandstaðan sat hjá.
Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga sagði Dagný Finnbjörnsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um leið og hún ítrekaði að Friður 2000 hefði enga heimild til að birta svar hennar við spurningunni hvort hún styður vopnakaup eða ekki. Við þurfum enga heimild til að birta slíkt svar. Ekki tók við betra hjá Höllu Signý Kristjánsdóttur frambjóðanda Framsóknarflokksins í sama kjördæmi. Hún vildi ekki svara spurningunni. Konurnar eru í framboði til alþingis Íslendinga og því er það ekki þeirra einkamál hvar þær standa í svo mikilvægu máli sem ógnar allri framtíð þjóðarinnar. Fólk sem ekki getur komið heiðarlega fram við kjósendur á ekkert erindi á Alþingi.
Vinstri grænir sviku allt
Vinstri grænir eru duglegir með fagurgala um friðarmál en þegar á reyndi þá voru þeir fyrsti flokkurinn til að hefja vopnakaup fyrir hundruði milljóna króna og senda til að kynda undir auknum ófriði í Evrópu. Slíkur óheiðarleiki gagnvart kjósendum á ekki heima á Alþingi.
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur styðja vopnakaup
Í símtölum sem Friður 2000 hefur átt við frambjóðendur undanfarna daga kom fram að Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur styðja vopnakaup og er ekkert að marka lygaþvæluna sem veltur uppúr þeim á vefsíðum eins og hjá Samtökum herstæðingaanstæðinga um annað.
Verður þessum kosningum stolið eins og forsetakosningunum?
Kjósendur þurfa að passa sig á að látta ekki blekkja sig í aðdraganda kosninga. Við horfðum uppá hermangssinna stela forsetakosningunum 2016 og jafnvel voru þeir enn að verki í síðustu forsetakosningum 2024.
Manneskjan sem náði kjöri sem forseti Íslands fyrir fáeinum mánuðum gerði friðarmálin að sínum og náði að sannfæra kjósendur um að hún vildi stuðla að friði. Líklegast náði Halla Tómasdóttir kjöri með afgerandi málflutningi gegn vopnakaupum sem hún sagðist finna yfirgnæfandi samhljóm með um allt land að þjóðin vilji ekki taka þátt í.
Nú virðist hinsvegar komið annað hljóð í strokkinn í loðnum útúrsnúningum í bréfum sem mér hafa borist frá embætti forseta Íslands eftir að búið er að samþykkja af tveimur flokkum á Alþingi vopnakaup fyrir milljarða króna og senda það til undirskriftar hjá forseta Íslands.
Mun forseti Íslands egna til árásar á landið?
Hvorki friðarsamtök né aðrir eiga að láta stjórnmálafólk komast upp með að blinda kjósendur með fagurgala sem er stórhættulegur þegar á reynir. Það sama á við forseta Íslands. Samþykki Halla Tómasdóttir þetta ráðabrugg er hún að egna til árásar með kjarnorkuvopnum á landið og útrýmingu smáþjóðarinnar sem byggir Ísland.
Nánari upplýsingar á austurvollur.is
Kappræður leiðtoganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning