Ísland skotmark. Þjóðaröryggisstefna og stjórnskipan í uppnámi.

Í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir afhjúpaði í fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda á RÚV að stjórnskipan landsins væri í uppnámi mætti ég á Bessastaði til Forseta Íslands. Þegar UMFI sendi mér boð um að mæta í Forsetahlaupið gær greip ég tækifærið og hljóp þessa 5 kílómetra til að hitta á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands til að ganga eftir svari við bréfinu. Forsetinn lofaði að svar myndi berast fljótlega. 

AstthorForsetahlaupidÞörf á tafarlausu inngripi forseta
 
Samtökin Friður 2000 óska eftir tafarlausu inngripi forsetans vegna vopnakaupa Íslands til stríðs á erlendri grundu sem háð er utan NATO og hefur ekkert með varnir landsins að gera. Samkvæmt því sem kom fram í kappræðum frambjóðenda á RÚV í svari Katrínar Jakobsdóttur um málið hafa ákvarðanir um vopnakaup Íslands og þátttöku í stríði erlendis alfarið verið teknar af utanríkisráðuneytinu og án hennar aðkomu.
 
Stjórnskipan landsins í uppnámi
 
Ástþór segir þetta afhjúpa að stjórnskipan landsins er komin í uppnám og slíkar ákvarðanir án aðkomu Alþingis, forsætisráðherra og forseta er brot á stjórnarskrá Íslands, brot á þjóðaröryggisstefnu landsins, brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna og brot á NATO samningnum. 
 
Rússland skilgreinir Ísland sem óvinaþjóð
 
Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í vikunni að vegna örgrana frá NATO þjóðunum séu þeir að hefja æfingar með kjarnorkuvopnum. Hernaðarsérfræðingar hafa að undanförnu lýst áhyggjum að styrjöld sé að brjótast út á norðurslóðum og Ísland sé skotmark. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur lýst yfir að hið áður friðsæla Ísland sé orðin óvinaþjóð. Þessvegna vill Ástþór fara tafarlaust til Moskvu að ná friðarsamningum og afstýra árás á landið.   
 
Friður 2000 býður forseta Íslands aðstoð
 
Friður 2000 er tilbúið að útvega flugvél og fylgja forseta Íslands til Moskvu til aðstoða við friðarsamninga vilji Guðni Th. taka boltann strax og byrja að vinna að því að ná fram friðsamlegri lausn með Rússlandi. 
 
Bréf til forseta Íslands:
 
Íslendingar hafa löngum álitið sig vopnlausa og friðsama þjóð sem fari ekki með stríði gegn öðrum þjóðum. Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland undirstrikar þetta. Vegna frétta af vopnakaupum Íslendinga er þess óskað að forseti Íslands svari eftirfarandi spurningum:

Bar einhver upp við forseta á ríkisráðsfundi eftirtaldar ákvarðanir:

  1. Að Ísland gerðist þátttakandi í styrjöld á erlendri grund

  2. Að Ísland tæki að sér flutninga á vopnum til slíkrar styrjaldar

  3. Að Ísland kaupi vopn til slíkrar styrjaldar fyrir skattfé þjóðarinnar

  4. Ef einhver bar þetta upp við forseta á ríkisráðsfundi, hver var sá aðili og hvaða dag var slíkt erindi kynnt forseta Íslands?

Afstaða forseta er mjög mikilvæg í þessu máli nú þegar þjóðin er að kjósa nýjan forseta. Tryggja þarf að það sé þjóðinni og væntanlegum forseta og stjórnmálastéttinni ljóst að stjórnarskráin, þjóðaröryggisstefnan og siðareglur ríkisstjórnarinnar eru leikreglurnar.

Hér má lesa bréfið til forsetans

 

mbl.is Pútín hótar aftur kjarnavopnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband