Spunakallar mótframbjóðanda

FacebookMyndVegna fyrirspurnar frá DV um Facebook færslur:
 
Svar Ástþórs:

Ekki sá ég áfengi á neinum manni er ég gekk niður laugarveginn með hendur í vösum í gær ásamt hinum ágæta félaga mínum Sverri Stormsker um kl. 14 eftir jarðaför vinar okkar og öðlings Geira á Goldfinger. 

Hinsvegar fannst mér alveg bráðfyndið að vera beðinn um að skrifa á stuðninglista fyrir Þóru Arnórsdóttur.

Ef börn og unglingar eru í miðbæ Reykjavíkur undir áhrifum áfengis um miðjan dag er það alvarlegt mál. Vímuefnaneysla og vaxandi ofbeldi meðal unglinga er áhyggjuefni og vandamál sem þjóðfélagið þarf að leysa. Það er alls ekki eðlilegt að ungt fólk lendi í slagsmálum og á slysavarðstofu eftir böll.

Ástþór Magnússon


Svar Sverris Stormskers:

Ég frétti að það væru gasalega miklar umræður um þetta ekkisensrugl á fésinu. Við Ástþór vorum einfaldlega að koma úr jarðarför góvinar míns Geira gullputta og ætluðum að fá okkur þarmastíflulummu á veitingastaðnum Ítalíu. Ástþór lagði bílnum og ég skaust inní Mál og menningu til að fá skiptimynt í stöðumæli. Þegar ég kom til baka sá ég hvar Ástþór var umkringdur unglingum, líklegast framhaldsskólanemum, sem vildu alveg hreint endilega fá myndir af sér með friðarhöfðingjanum. 

Gaukur Úlfarsson, spunameistari Þóru Arnórs, var eitthvað að dylgja um það á fésinu í gærkvöldi, að ég hafi verið að safna meðmælendum fyrir Ástþór og jafnvel að láta þessa unglinga skrifa undir víxla. Alveg kostulegt. Hið sanna er að þetta er að sjálfsögðu alíslenskt fullkomið smábæjarbullshit. Ég átti engan orðastað við þessa krakka. Ekki eitt einasta orð. En það má vera að spunakallar Þóru haldi að þetta geti komið höggi á Ástþór. Þeir hefðu gjarnan mátt velja sér annan dag til þess en útfarardag vinar okkar.

Bestu kveðjur,
Sverrir Stormsker 
 
Fyrirspurnin frá DV: 
 
2012/4/28 Aðalsteinn Kjartansson <adalsteinn@dv.is>

Sæll Ástþór,

 

Mig langar að fá viðbrögð þín við mynd og gagnrýni sem gengið hefur um á samskiptasíðunni Facebook (sjáhttps://www.facebook.com/photo.php?fbid=3492303820585&set=a.1149535252835.23587.1061193730&type=1&theater).

Á myndinni sést þú safna undirskrifta á meðal ungra einstaklinga sem eru með áfengi um hönd.

 

Er eðlilegt að biðja þá sem neytt hafa áfengis að skrifa undir meðmælalista vegna forsetaframboðs?

Hverju svarar þú gagnrýnni þeirra sem segja það óeðlilegt?

 

Bestu kveðjur,

 

Aðalsteinn Kjartansson

Blaðamaður DV 

mbl.is Ætluðu að fá sér „þarmastíflulummu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband