Ný vefsíða og Facebook flugmiðaleikur

ForsetaFlugid810Nú er hægt að safna vildarpúnktum og komast frítt til útlanda með því að heimsækja Íslenska vefsíðu. 

Um er að ræða nýjung í markaðssetningu á netinu sem er að ryðja sér til rúms erlendis. Ég kynni þetta nú á vefnum  www.forsetakosningar.is

Með því að svara spurningu úr stefnumálum framboðsins í Facebook leiknum Forsetaflug er hægt að vinna til verðlauna allt uppí flugmiða út í heim.
 
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég kynni Íslendingum tækninýjungar t.d. stofnaði Kreditkort hf fyrsta greiðslukortafyrirtæki landsins sem nú heitir Borgun. Eyddi svo áratug eða svo í þróa og markaðssetja gagnvirka snertiskjátækni í Evrópu sem var svona hálfgerður frumburður verslunar á netinu. 

 

Nú vill ég innleiða beint lýðræði á Íslandi og nýta hraðbankakerfið sem kjörklefa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur. Gjáin milli þings og þjóðar verður best brúuð með þjóðaratkvæðagreiðslum. Við þurfum að taka þetta upp í umræðunni um embætti forseta Íslands. Ég skora á forsetaframbjóðendur að mæta í kappræður í Háskólabíó 1. maí til að skilja kjarnann frá hisminu í umræðunni um málsskotsréttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband