25.4.2012 | 15:45
Er RÚV búið að velja forsetann?
Mér var að berast tölvupóstur frá fréttastofu RÚV sem bendir til þess að stofnunin sé þegar búin að ákveða hver verði næsti forseti lýðveldisins og nú þurfi bara að skipuleggja kosningavöku og veislu í sjónvarpssal. Sjá netpóstinn hér:
Sæll,
ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og við erum þegar komin á fullt að skipuleggja kosningavökuna 30. júní n.k.
Við búumst við fyrstu tölum kl. 23.00, og vildum gjarnan reyna að búa þannig um hnútana að frambjóðendur verði í sjónvarpssal þegar þær verða birtar.
Ég veit að enn er langur tími til stefnu, en þori ekki annað en að ræða þetta við þig núna strax.
Bestu kveðjur,
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Fréttastofu RÚV
Sími 515 3030 / 699 1989
Kappræður forsetaframbjóðenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.