Er RÚV búið að velja forsetann?

Mér var að berast tölvupóstur frá fréttastofu RÚV sem bendir til þess að stofnunin sé þegar búin að ákveða hver verði næsti forseti lýðveldisins og nú þurfi bara að skipuleggja kosningavöku og veislu í sjónvarpssal. Sjá netpóstinn hér:

Sæll Sigríður,

Er ekki eitthvað að forgangsröðinni hjá ykkur á RÚV? 

Síðast þau skilaboðin ekkert inn að gæta þurfi í aðdraganda kosninga að virða og virkja lýðræðið? Að gera frambjóðendum kleift að kynna stefnumál sín fyrir þjóðinni án þess að peningavaldið eða klíkur í þjóðfélaginu mati ofan í fólkið hvað á að kjósa með Göbbels aðferðafræðinni sem virðist vinsæl í dag meðal Íslenskra fjölmiðla.

Þann 1 maí verða kappræður forsetaframbjóðenda í Háskólabíó. Viljið þið ekki byrja á að senda út þann fund á RÚV?

Eða er RÚV þegar búið að ákveða að næsti forseti verði starfsmaður fréttastofunnar eftir pöntun stjórnarformanns RÚV eins forsprakka hópsins Betri valkost á Bessastaði stofnað til höfuðs öðrum framboðum og því þurfi ríkisfjölmiðlarnir ekkert að undirbúa annað en skemmtiþátt og veislu í sjónvarpssal að loknum kosningum. 

Með kveðju
Ástþór Magnússon

2012/4/25 Sigríður Hagalín Björnsdóttir <sigridurhb@ruv.is>

Sæll,

ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og við erum þegar komin á fullt að skipuleggja kosningavökuna 30. júní n.k.

Við búumst við fyrstu tölum kl. 23.00, og vildum gjarnan reyna að búa þannig um hnútana að frambjóðendur verði í sjónvarpssal þegar þær verða birtar.

Ég veit að enn er langur tími til stefnu, en þori ekki annað en að ræða þetta við þig núna strax.

 

Bestu kveðjur,

 

Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Fréttastofu RÚV

Sími 515 3030 / 699 1989

sigridurhb@ruv.is

 

Description: cid:48D263C5-6FFE-4FBA-983E-D2F4123ADA96

 

  


mbl.is Kappræður forsetaframbjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband