Meðmælendalistum skilað undir skrumskældu lýðræði

Til Innanríkisráðherra

Undirritaður hefur í dag sent afrit meðmælendalista með forsetaframboði ásamt rafrænni skrá til allra yfirkjörstjórna landsins. Frumrit listanna eru tilbúin til afhendingar og þess óskað að ráðuneytið taki við öllum frumritum eins og við fyrri forsetakosningar.

Vegna mismununar að undanförnu í helstu fjölmiðlum, þar sem m.a. starfsmenn ríkisfjölmiðla hafa talað niður mitt framboð og sagt að ekki sé um “alvöru” framboð að ræða, er það skýlaus krafa að meðmælendalistarnir verði yfirfarnir án tafar og vottorðum yfirkjörstjórna skilað um hæl.

Það væri á skjön við eðlilegar lýðræðisreglur, og varla við hæfi í þróuðu vestrænu ríki,  ef kosningar hefjast án þess að búið sé að leiðrétta þann misskilning sem dreift hefur verið af ríkisfjölmiðlunum undanfarna mánuði að framboð mitt sé ekki “alvöru” forsetaframboð.  

Ég skora því á Innanríkisráðuneytið að gera mér kleift að skila inn framboðinu og fá það vottað sem “ALVÖRU FORSETAFRAMBOД áður en utankjörfundarkosning hefst.

Athygli Innanríkisráðherra, sem fer með framkvæmd kosninganna, er vakin á því að Fjölmiðlanefnd hefur svarað með útúrsnúningum beiðni minni um skoðun á mismunun í fjölmiðlum og hlutdrægri aðkomu stjórnarformanns og þáttastjóranda RÚV að forsetaframboðum.

Virðist Fjölmiðlanefnd sem kostar þjóðina 40 milljónir króna af fjárlögum ekki ætla að skila neinu fyrir þessa peninga, né virðist nefndin þekkja skyldur sínar samkvæmt lögum. Sjá meðfylgjandi bréf til nefndarinnar.

Væri ástæða fyrir Innanríkisráðherra að óska eftir því að kosningareftirlit ÖSE taki að sér eftirlitshlutverk fjölmiðlanefndar í aðdraganda þessara forsetakosninga?

Svar óskast sem allra fyrst,

Virðingarfyllst,
Ástþór Magnússon

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband