Ranghugmyndir um fyrirmyndarþjóðfélag

Þau ummæli Þóru Arnórsdóttur í fjölmiðlum að „margir lenda í því að slást eftir ball” eru forkastanleg og ekki við hæfi af forsetaframbjóðanda.

Friður 2000 varaði við því fyrir fimmtán árum að ofbeldi færi vaxandi í þjóðfélaginu. Við framleiddum stuttmyndir gegn ofbeldi og dreifðum til sjónvarpsstöðva til að sýna á undan og eftir kvikmyndum sem innihalda ofbeldi.

Þrátt fyrir að hafa bent á niðurstöður rannsókna m.a. á vegum UNESCO um vaxandi ofbeldi sem rakið er til aukins ofbeldis í sjónvarpi og tölvuleikjum, varð fálæti fjölmiðlanna við verkefninu til þess að það lagðist af. Á ráðstefnu um ofbeldi á vegum Kennarafélags Íslands var sýnd mikil andstaða við þetta verkefni Friðar 2000 af hálfu fulltrúa Stöðvar 2.

Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Engin ástæða er fyrir nokkurn mann að lenda í slagsmálum. Ég hef t.d. aldrei á minni lífsævi lent í slagsmálum við annan mann. Hafi ég verið beittur ofbeldi hef ég tekið því án þess að slá til baka. Slíkt þurfum við að kenna okkar unga fólki til að uppræta ofbeldi í samfélaginu.

Um leið og ég fordæmi ómálefnalegar árásir á forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur skora ég og samtökin Friður 2000 á forsetaframbjóðandann að gefa út afdráttarlausa yfirlýsingu þar sem hún leiðréttir ummæli sín sem má skilja á þann veg að henni finnist ofbeldi eðlilegur þáttur í samfélaginu. Það er mjög alvarlegt mál ef kjörinn verður forseti með slíkar ranghugmyndir um fyrirmyndarþjóðfélag.

Skýrslu UNESCO má nálgast á vef Friðar 2000: www.peace2000.org.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband