Hér eru 3 milljónir sem þú mátt sækja

Í Bláfjöllum bíða þín 3 milljónir króna. Þú þarft bara að keyra uppeftir og sækja draslið! Fullkomlega löglegt að mati Karls Vilbergssonar lögfræðings Lögreglustjórans í Reykjavík.

Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur tilkynnt Lýðræðishreyfingunni að það sé fullkomlega löglegt að skera á útsendingarkapla útvarpsstöðva og stela búnaði þeirra. Þið getið óhrædd farið í næsta loftnetsmastur og fjarlægt búnað fyrir milljónir króna án þess að sæta nokkurri ákæru. Þetta er innihaldið í bréfi Lögreglustjórans í Reykjavík til Lýðræðishreyfingarinnar þann 24 júní 2010. Bréfið var undirritað af Karli Vilbergssyni löglærðum fulltrúa Lögreglustjórans í Reykjavík.

Bréfið frá Karli löggu kom sem svar við kæru Lýðræðishreyfingarinnar vegna skemmdarverka aðstandenda útvarpsstöðvarinnar Kanans á búnaði Lýðvarpsins, en þessir aðilar skáru á útsendingarkapal úr sendi Lýðvarpsins og fjarlægðu loftnet úr mastri Lýðvarpsins. Fullkomlega löglegt samkvæmt úrskurði Lögreglustjórans í Reykjavík!

Í dag er hægt að keyra uppí Bláfjöll á bíl. Enginn snjór og fínn vegur upp fjallið. Og þar bíður þín útvarpsbúnaður Kanans sem þeir meta á 3 milljónir króna. Tilbúinn til að sækja hann í ólæstu skúrskrífli. Loftnetin á litlum staur fyrir utan. Hér eru myndir og skýringar hvernig þú berð þig að:

DSC_2920

 Þriggja milljón króna útvarpsbúnaður Kanans er í litlum skúr við hlið skíðabrekkunar í Kóngsgili. Þú ekur uppí Bláfjöll og þaðan upp skíðabrekkuna. Þú sérð síðan skúrinn rétt áður en þú kemur að skíðalyftunni á vinstri hönd.

DSC_2933

Þetta er lítið skúrskrífli með litlum glugga á hinni hliðinni og engum lás.

DSC_2924

Þetta er mastrið. Allir kaplar eru óvarðir. Auðvelt að klippa á kaplana. En réttast að nota einangraður klippur nema fyrst fara í skúrinn og aftengja rafmagnið því það er smá spenna á kaplilnum.

DSC_2928

Svona liggur útsendingarkapallinn óvarinn á jörðu. Auðvelt að klippa á útsendinguna. En betra að nota klippur með einangrun svo þú fáir ekki stuð úr kaplinum.

DSC_2934

Hér er sendirinn inní skúr. Lítill gluggi og við hliðina hurð sem sýnist ólæst.

DSC_2929

Hér er hurðarlæsingin. Nylon band sem bundið er til að loka hurðinni!

Nú er bara að sækja draslið! Tek hatt minn ofan fyrir þeim sem tekur þetta drasl eignarnámi úr því að slíkt er í dag löglegt samkvæmt úrskurði Lögreglunnar í Reykjavík. Þar að auki er víst Kaninn í einhverju kennitöluflakki, þannig að það er einnig spurning um hver á þennan búnað? Ísland í dag, paradís krimma með velþóknun lögreglunnar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Astþór, hafðu engar  áhyggjur af þessu, það nær hvort  eð er engin á höfuðborgarsvæðinu þessari Kanastöð, alla vega ekki ég né mínir vinir þrátt fyrir margar tilraunir!!

Guðmundur Júlíusson, 17.9.2011 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband