26.12.2010 | 13:26
Sanna ljóta jólasagan um Samspillinguna
Ég skrifaði ljóta jólasögu. Létta skáldsögu byggða á sönnum atburðum um svikráð í viðskiptum og hvítþvott höfuðpaursins í stærsta prentmiðli landsins.
Jólasagan mín var mest lesna jólabloggið. Vakti upp aðra fjölmiðlahóru úr Samspillingunni. Svavar Bjarnason sem segir Moggann hafa sett upp sína bloggsíðu án sinnar vitundar!
Aldrei hefur stafkrókur verið skrifaður í Svavars bloggið. Notað til að skrifa athugasemdir undir dulnefni eða nafni sem gæti tilheyrt fleirum. Engin mynd eða upplýsingar um höfundinn veittar. Andlitslaus og í raun nafnlaus bloggari.
Nafnleysinginn segir í athugasemd um söguna Jóla hóra Jóns Ásgeirs:
"Það að kalla heiðvirða konu hóru, lýsir mjög vafasömum siðferði þess sem það gerir"
Ekki veit ég hver er penninn sem skrifar undir Svavars blogginu. Nafnlausi bloggarinn virðist þekkja betur til innviða 365 messu Jóns Ásgeirs en ég. Segist vera í Samfylkingunni. Kannski tengingin? Samfylkingin var á Jóns spenanum um árabil og þingmenn hennar gengu erinda Jónsmessunar m.a. á Alþingi.
En hvað er heiðarleiki? Hverjir plægðu akurinn fyrir fjárglæframennina sem rændu bankana innanfrá? Áttu fjölmiðlar þátt í þeim leik? Brugðust þeir eða stóðu þeir vaktina um heiðarleika í viðskiptum og stjórnmálum? Standa heiðvirðir fjölmiðlamenn enn vaktina fyrir fjárglæframenn og bankaræningja?
Hér má lesa ljótu jólasöguna og athugasemdir Samspillingarinnar undir nafninu Svavar:
24.12.2010 | 13:45
Jóla-hóra Jóns Ásgeirs - Myndband á Youtube!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.