2.12.2010 | 18:28
Símafyrirtækið TAL IP Fjarskipti ehf heldur fyrirtæki mínu í gíslingu
Undanfarin ár hefur fyrirtæki mitt notast við IP símaþjónustu. Fyrir nokkru var þjónustan yfirtekin af fyrirtækinu TAL sem nú heitir IP Fjarskipti ehf.
IP símar okkar eru tengdir inná Asterisk símstöð á vefþjón í London sem við þurfum að flytja yfir á nýtt IP net.
Ólíkt flestum öðrum símafyrirtækjum sem veita IP símaþjónustu, hefur TAL kosið að læsa sínum IP samböndum á fyrirfram ákveðnar IP tölur. Viðskiptavinurinn situr því fastur með símasambandið á þeim vefþjóni sem settur er upp í upphafi nema TAL breyti heimilaðri IP tölu í sínu kerfi.
Ég hafði samband við Tal fyrir 6 vikum til að fá nýja IP tölu setta á okkar síma. Hjá flestum öðrum fyrirtækjum getur viðskiptavinurinn séð um þetta sjálfur yfir netið eða slík þjónusta er í forgangi og gert á nokkrum mínútum.
Nú er liðið vel á annan mánuð og ekkert gerist hjá TAL. Þegar hringt er í þjónustuver TAL er þar aðeins hægt að ræða við þjónustufulltrúa sem hafa engan skilning á þeirri þjónustu sem þeir eru að selja. T.d. kom þetta skeyti frá einum þeirra til mín í október s.l. eftir árangurslaus símtöl mín til þeirra:
Sæll
Sendu tölvupóst á taeknibord@tal.is
Þar sem þú greinir vel frá vandamáli þínu og þá er hægt að skoða málið frá öllum hliðum
Með kveðju
Eymar Birnir Gunnarsson
Þjónustusviði
Svo kom þetta einnig í október eða fyrir meira en mánuði og mörgum mánudögum síðan:
Sæll Ástþór
Við erum að skoða þetta með rekstraraðilum kerfisins. Þú færð svar strax á mánudag.
Með kveðju,
Jón Orri Jónsson
Tæknistjóri - Tæknisvið
Næst þegar ég hafði samband viku síðar með þessum tölvupósti:
Gætir einhvers misskilnings hvað þarf að gera?
Eina sem ég er að biðja um er að heimila nýja IP tölu á símanúmer? Hvað er svona flókið við það?
Fékk ég þetta svar:
Sæll Ástþór
Málið er ennþá í vinnslu og komið á verktaka úti í bæ.
Við munum hafa samband um leið og lausn kemur í málið.
Með kveðju,
Eymar Birnir Gunnarsson
Þjónustusviði
Mánuður er liðinn og engin lausn virðist í sjónmáli.
Hinsvegar stendur ekkert á að senda mér reikninga fyrir þjónustuna. Þeir berast inn um lúguna eins og ekkert sé.
Kann TAL bara á tölvuna sem skrifar út reikninga? Kunna þeir ekki á tölvutækin sem stýra þjónustunni sem þeir selja?
Undanfarið hefur mitt fyrirtæki þurft að greiða hýsingu á tveimur stöðum fyrir símstöðina, þar sem við getum ekki tekið gömlu símstöðina úr sambandi á meðan ekki er hægt að flytja númerið á nýja staðinn.
Einnig erum við nú að lenda í vandræðum með að fyrirtækið sem seldi okkur og þjónustaði forritið á gömlu IP símstöðinni er hætt starfsemi. Sambandið getur því slitnað hvenær sem er. Okkur er því bráðnauðsynlegt að flytja IP sambandið yfir á nýja staðinn til að tryggja áframhaldandi öruggt símasamband við okkar fyrirtæki.
Allar tilraunir til að fá TAL til að bregðast við skyldu sinni að veita umbeðna þjónustu hafa mistekist. Ítrekun með tölvupósti hefur ekki verið svarað. Ítrekuðum símtölum þar ég hef beðið að tala við framkvæmdastjóra eða annan yfirmann er svarað með því að þeir séu á fundi, og lofað að hringja til baka. Enginn hefur hringt til baka.
Þessvegna skrifa ég þetta erindi til Póst og fjarskiptastofnunar og Neytendastofu með ósk um þær stofnanir aðstoði okkur í þessu máli. Vinsamlegast fáið TAL til að losa okkur úr þeirri gíslingu sem þeir halda símasambandi okkar í áður en frekara fjárhagslegt tjón hlýst af þessu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Athugasemdir
Það er vandlifað í frumskógi gróðahyggjunnar.
Bergljót Gunnarsdóttir, 3.12.2010 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.