2.12.2010 | 14:56
Hergagnaframleiðsla á Íslandi?
Ætla Íslendingar að leggja fyrir sig hergagnaframleiðslu í framtíðinni?
Mbl.is flytur frétt af tveggja milljarða hergagnasamningi Íslenska fyrirtækisins Arctic Trucks fyrir norska og sænska herinn.
Vonandi er þetta ekki þróun í þá átt að Íslendingar og Ísland verði virkir þátttakendur í framleiðslu hergagna í framtíðinni.
Æskilegra er að nota sérstöðu landsins sem land friðar til að laða hingað starfsemi tengt friðarmálum. Eins og ég hef lýst í hugmyndafræðinni "Virkjum Bessastaði" og á vefnum www.austurvollur.is gæti á Íslandi risið nýr atvinnuvegur með tugmilljarða tekjum tengt friðar, mannréttinda og lýðræðismálum. Allt sem þarf til þess er raunverulegur og ákveðinn vilji þjóðarinnar.
Samið um smíði fyrir norska og sænska herinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:05 | Facebook
Athugasemdir
Það stendur reyndar "Arctic Trucks" í Noregi, og svo hitt að 53 sérbyggðir jeppar hafa tæplega mikið að segja til eða frá fyrir heimsfriðinn, en frá "prinsipp" sjónarmiði er ekkert erfitt að skilja hvað þú átt við ;)
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 2.12.2010 kl. 15:03
Sæll KH. Já rétt er að það stendur Arctic Trucks í Noregi, en það segir ekkert um hvort framleiðsla að hluta eða öllu leiti fer fram á Íslandi. Um er að ræða Íslenskt fyrirtæki.
Margir hergagnaframleiðendur hafa byrjað á því sem rennur á hjólum og síðan þróast yfir í "harðari" hergögn. Ekki ólíkt og með vímuefnin, byrjar smátt og hægt en þróast svo í harðari efni.
Við Íslendingar þyrftum að leggja línurnar í þessu fyrir framtíðina, hvert við sjáum æskilegt að þróast í þessum málum. Ég tel að við eigum að verða land friðarins og að þegar upp sé staðið verði það "best for business!"
Ástþór Magnússon Wium, 2.12.2010 kl. 15:10
Sæll sauður sem ekki skilur að við þurfum fé inní landið... eða að öðrum kosti verður engin byggð hér innan fárra ára.
Hugsar þú máske eins og Nágrímur Nei-kvæði sem vil gjarnan hafa það gott eftir 15 ár.... en það þarf bara að lifa á loftinu og halda niðri í sér andanum þangað til.
Í hvað fer álið?
Gögnin fyrir ganaverin eru um?
Hugvit í sýndarveruleika er til?
Já, HERNAÐAR..... það er nefnilega því miður svo að 5-7% af öllum viðskiptum í öllum heiminum eru nefnilega í framleiðslu eða undirbyggingu hluta til eða að öllu, stríðsreksturs í einu eða öðru formi....
Þú villt etv frekar að 5-7% heimsbyggðarinnar til aukertis svelti???
Óskar Guðmundsson, 2.12.2010 kl. 18:33
Annað.... eru til "lin" hergögn, fyrst það eru til "hörð" hergögn???
Óskar Guðmundsson, 2.12.2010 kl. 18:34
Óskar, ég skil alveg að við þurfum peninga inní landið. En hugleiðing þessi er um hvaða viðskipti við viljum stunda?
Ef þér er nákvæmlega sama hvað við leggjum fyrir okkur gætir þú kannski spáð í önnur sóðaviðskipti. Við gætum t.d. flutt út hass, mér skilst að löggan sé alltaf að gera slíkt upptækt því margir eru að framleiða það á Íslandi. Við gætum einnig spáð í að gera Ísland að spilavítislandi. Svo gætum við auðvitað gert Íslenskar konur út í vændi. Það er ýmislegt hægt að gera ef þér stendur nákvæmlega á sama um æruna.
Ástþór Magnússon Wium, 2.12.2010 kl. 18:36
Andstæðingar byggingu álvers á Reyðarfirði, notuðu sem rök í máli sínu að Alcoa framleiddi hergögn. Það var sem sagt verið að nota ál sem Alcoa framleiðir, í herbíla, flugvélar, flugskeyti o.s.f.v.
Eins og Óskar bendir á, geta her-"gögn" leynst víða. Í einu gagnaveri geta verið gögn sem nota má til að eyða öllu lífi í einu landi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.