28.11.2010 | 20:33
Lokum sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík
Ég skora á Utanríkisráðherra að kalla sendiherra bandaríkjanna á sinn fund og krefjast þess að hann loki sendiráði sínu í Reykjavík og fari með sitt hafurtask til síns heima. Verði það ekki gert innan 7 daga muni lögreglan loka sendiráðinu og byggingar þess þjóðnýttar af Íslensku þjóðinni.
Við getum ekki sætt okkur við njósnaútibú bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttum stórblaðsins Guardian í kvöld um Wikileaks skjölin: "The cables published today reveal how the US uses its embassies as part of a global espionage network, with diplomats tasked to obtain not just information from the people they meet, but personal details, such as frequent flyer numbers, credit card details and even DNA material."
Wikileaks birtir skjölin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:42 | Facebook
Athugasemdir
Ertu að mælast til þess að stjórnmálasambandi okkar við Bandaríkin verði slitið?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2010 kl. 20:56
Neinei, við getum bara talað við þetta fólk í síma og yfir netið ef við eigum við það erindi.
Alveg óþarfi að láta það vera að gramsa í einkahögum fólks í Reykjavík eða reka burtu friðelskandi fólk af Laufaásveginum samanber handtökur ágæts sjúkraliða með skiltið "Elskum friðinn".
Leyfum bara bandaríkjamönnum að vera með sína hysteríu í sínu heimalandi.
Ástþór Magnússon Wium, 28.11.2010 kl. 21:38
Ég hélt að þú værir ekki svona flatur Ástþór, þú rekur ekki sendiherra úr landi en heldur áfarm stjórnmálasambandi við landið hans.
Hitt er ég sammála um að njósnir Bandaríkjamanna hér á landi eru óþolandi og enn síður er það þolandi hve margir láta sér það ekki bara vel líka heldur hjálpa til.
Það er til gagnort orð yfir slíka háttsemi væri hún til gagns öðrum en Bandaríkjamönnum!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2010 kl. 22:14
Flatur? Nei aldeilis ekki. Við þurfum ekkert nema síma og netið til að tala við þetta lið í USA. Þurfum ekki svona bull inní okkar dagleg líf á Íslandi.
Ástþór Magnússon Wium, 29.11.2010 kl. 01:32
Við þurfum ekki bull frá fólki eins og þér inn í okkar daglega líf á Íslandi.
Vilhelm Smári Ísleifsson, 29.11.2010 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.