Níðskrif öfgamanns. Ruglar Stjórnlagaþingi við sýndarveruleika geimsjóræningja

Frambjóðandi 9035 Brynjólfur Sveinn Ívarsson skrifar áfram níð um mig á DV bloggið og Facebook nú með þessum ummælum í dag:

"Ástþór Magnússon er landsþekktur rugludallur og að meiri gagnrýni en raun ber vitni hafi ekki komið fram á hann er vottur um heigulskap frambjóðenda."

Eins og fram kom í svargrein minni við níði Brynjólfs í gær aðhyllist hann öfga-hægri stefnu og styrkti á dögunum framboð skoðanabræðra sinna í bandaríkjunum með peningaframlagi í skiptum fyrir að fá Facebook "LIKE"´s frá USA inná framboðsíðu sína til Stjórnlagaþings.

Í grein sinni segist Brynjólfur hafa leiðst útí níðskrifin því honum "fannst umræðan vera svakalega dauf og ákvað að blása smá lífi í hana".

Brynjólfur virðist rugla Stjórnlagaþingi saman við sýndarveruleika en hann segist í video framboðskynningu sinni starfa sem geimsjóræningi í leiknum Eve Online.

borngotunniÍ grein Brynjólfs fyrr á árinu sagði hann ákvæði 76.grein stjórnarskrárinnar um að veita bæri öllum sem þurfi aðstoð á að halda vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar ekki samrýmast hugmyndum frjálshyggjumanna eins og sjálfs sín.

Ég er nýkominn frá Argentínu. Tók þar meðfylgjandi ljósmynd. Þar þurfa margir fátækir að lifa undir slíku kerfi sem Brynjólfur boðar og í bókstaflegri merkingu að éta það sem úti frýs. Þúsundir svangra barna og gamalmenna gista götur Buenos Aires undir berum himni á hverri nóttu.  

Mikilvægt er að missa ekki jarðtengingu og nota nú það tækifæri sem Stjórnlagaþing veitir okkur til að skrifa nýja stjórnarskrá sem tryggi jafnan arð allrar þjóðarinnar af auðlindum sínum. Tími öfgamanna, flokkadrátta og sérhagsmunapots í stjórnmálum er lokið.

Framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is/thor
Viljir þú senda FACEBOOK LIKE´s: www.facebook.com/lydveldi

p.s. Hér er myndband Brynjólfs þar sem hann segist starfa sem geimsjóræningi. Í níðgrein dagsins á DV virðist Brynjólfur hafa gleymt hvað hann skrifaði áður um aðstoð til fátækra og sjúkra. Hér getur Brynjólfur lesið þann boðskap sinn aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband