15.11.2010 | 22:31
Davíð, eini maðurinn með smá vitglóru í hausnum?
Er að koma í ljós að fyrrverandi seðlabankastjóri var eini maðurinn með smá vitglóru í hausnum í aðdraganda hrunsins? Í frétt á framsóknarvefnum pressan.is er haft uppúr bók Björgvins G. Sigurðssonar eftir Davíð Oddsyni:
"Nú hafa útrásarvíkingarnir skuldsett landið þannig að landráðum líkist, sagði Davíð og gaf Ólafi Ragnari Grímssyni vænt olnbogaskot í leiðinni uppklappaðir af forsetanum og fleiri fínum mönnum, bætti hann við. Skerum á landfestar og skuldirnar við útlönd, sagði hann. Skiljum víkingana og þeirra brask eftir. Þá losnar þjóðin við erlendu skuldirnar og við getum haldið áfram betur sett en nokkru sinni fyrr....Hann lauk máli sínu á því að leggja það til að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra yrði margfölduð og að nú riði á að hafa hendur í hári landráðamannanna. "
Asnaráðherrarnir í Samfylkingunni virtust hneikslast á þessum orðum Davíðs. En hvar eru landráðamennirnir núna? Undir verndarvæng Alþingis fá þeir afhent gjaldþrota fyrirtæki sín aftur fyrir brot af raunverulegum verðmætum.
Alþingi er ofhlaðið landráðamönnum sem eru að sökkva þjóðarskútunni.
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is/thor
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Löggæsla, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Athugasemdir
Sæll, Ástþór.
Stórmerkilegt. Hvenær á Davíð að hafa sagt þetta og við hverja? Hverjir voru þessir "fleiri fínu menn"? Stendur það þarna? Eða ætti maður bara að lesa bókina?
Vona að þú náir kosningu á þingið.
Heiðar Sigurðarson, 16.11.2010 kl. 01:27
Heill og sæll Heiðar,
Þótt mér sé það þvert um geð að kaupa svona bækur sem pólitíkusar eru að maka krókinn á með því að tala um það sem þeir áttu að tala um þegar þeir voru í embætti, þá líklegast er það rétt hjá þér að maður verður að lesa helvítis skrudduna.
Þessi grein sem ég vísa í var á Pressunni í dag.
Ástþór Magnússon Wium, 16.11.2010 kl. 01:29
Ég er búinn blogga um það áður, að hann er er sá sem getur lagað ástandið hér sama hvað hver sgir.
Eyjólfur G Svavarsson, 16.11.2010 kl. 01:29
Gleymum ekki hvaða Davíð og hvaða Halldór gerðu vinum sínum fært að setja þjóðina á hausinn. Hvaða vit ertu að tala um ??
Ragnar L Benediktsson, 16.11.2010 kl. 11:43
Ég er ekkert að réttlæta störf þeirra Davíðs og Halldórs, og hvernig þeir einkavæddu bankana. Það var forkastanlegt hvernig staðið var að því máli og mörgum öðrum í þeirra stjórnartíð.
Eina sem ég er að benda á er að í þessari grein kemur fram að Davíð var að benda á það sem þyrfti að grípa til strax, það er lögregluna til að taka Útrásarvíkingana sem hann réttilega kallar landráðamenn. Ríkisstjórnin gerði ekkert í þessu fyrr en alltof seint. Ríkisstjórnin gerði einnig samkomulag um að greiða t.d. Icesave sem þjóðin sjálf ber enga ábyrgð á, enda það tilkomið með ponzí svindli bófaflokks sem reið hér húsum. Þjófahyskið gengur enn laust!
Ástþór Magnússon Wium, 16.11.2010 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.