13.11.2010 | 05:03
Fuglahvísl AMX: Ástþór ræðst á Egil helga
Smáfuglarnir fá reglulega sendingar Ástþórs Magnússonar til fjölmiðla. Ástþór er umdeildur maður og hefur oft gengið hart fram. Hann er engu að síður sá maður sem hvað oftast hefur látið reyna á rétt einstaklingsins gagnvart hinum ýmsu stofnunum samfélagsins. Þannig hefur hann farið í framboð til hinna ýmsu embætta og þurft að sitja undir því að embættismenn segi framboð hans móðgun við lýðræðið. Hann hefur því marga fjöruna sopið. Nú bætist enn ein við því í nýjast bréfi Ástþórs segir:
Fékk sendan netpóst frá Ríkisútvarpinu með fyrirsögninniÆtlar þú á Stjórnlagaþing? og þar sagt að þeir frambjóðendur sem er alvara að komast inn verði að kaupa auglýsingar.
Frambjóðendum sem ekki vilja borga RÚV beinharða peninga er hafnað af ríkisfjölmiðlunum.
Sérstök athygli er vakin á því að frambjóðendur geti keypt sig inn í Silfur Egils en Egill þessi hefur legið undir ámæli fyrir að mæla með einstökum frambjóðendum til Stjórnlagaþings. Nú getum við hin sem erum Agli ekki þóknanleg keypt okkur aðgang að meðmælum RÚV.
Nú hafa smáfuglarnir ekki séð upprunanlega bréfið frá RÚV. Hverju sem því líður er punktur Ástþórs réttur. Hvernig stendur á því að spjallstjóri hins opinbera mælir sérstaklega með ákveðnum frambjóðendum en svo er öðrum sagt að borga til að fá viðlíka athygli?
Hafi Ástþór á réttu að standa má teljast líklegt að fram sé komin grófasta ósvífni Egils Helgasonar til þessa - að fjalla sérstaklega um vini sína og kunningja sem eru í framboði en benda svo öllum hinum verðskránna. Ástþór nefnir einnig fleiri dæmi:
Minnist þess fyrir síðustu Alþingiskosningar þegar RÚV hafnaði algerlega að Lýðræðishreyfingin fengi nokkur aðgang að Silfri Egils á meðan þeir ítrekað hömpuðu öðru nýju alþingisframboði. Eftir kosningar sagðist Egill hafa kosið þann flokk inná þing.
Aftur hittir Ástþór á réttan punkt. Er hundstaumur sá er Páll Magnússon sagði í viðtali að væri í það lengsta hjá Agli Helgasyni enn að lengjast? Eða svaraði Páll eins og hundaeigendur almennt sem alltaf þykjast hafa hund sinn í bandi þó allir horfi á hundinn leika lausum hala þvert á allar reglur á hverjum sunnudegi?
ATH: Ofangreindur pistill birtist á vefnum AMX. Neðangreint video var sent til RÚV:
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 05:09 | Facebook
Athugasemdir
Það vill svo til að Ástþór birti þetta umtalaða bréf frá Auglýsingadeild RÚV í svari við athugasemd sem send var inn á færslu hans á www.mbl.is þ.11.11. undir fyrirsögninni "RÚV býður mér að kaupa aðgang að Silfri Egils"
Smáfuglarnir og aðrir sem áhuga hafa á ásökunum á RÚV ættu kannski að lesa bréfið?
Agla, 13.11.2010 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.