11.11.2010 | 11:21
RÚV býður mér að kaupa aðgang að Silfri Egils.
Fékk sendan netpóst frá Ríkisútvarpinu með fyrirsögninni "Ætlar þú á Stjórnlagaþing?" og þar sagt að þeir frambjóðendur sem er alvara að komast inn verði að kaupa auglýsingar.
Frambjóðendum sem ekki vilja borga RÚV beinharða peninga er hafnað af ríkisfjölmiðlunum.
Sérstök athygli er vakin á því að frambjóðendur geti keypt sig inn í Silfur Egils en Egill þessi hefur legið undir ámæli fyrir að mæla með einstökum frambjóðendum til Stjórnlagaþings. Nú getum við hin sem erum Agli ekki þóknanleg keypt okkur aðgang að meðmælum RÚV.
Minnist þess fyrir síðustu Alþingiskosningar þegar RÚV hafnaði algerlega að Lýðræðishreyfingin fengi nokkur aðgang að Silfri Egils á meðan þeir ítrekað hömpuðu öðru nýju alþingisframboði. Eftir kosningar sagðist Egill hafa kosið þann flokk inná þing. Hinar góðu hugmyndir Lýðræðishreyfingarinnar um uppstokkun stjórnsýslunnar með beinu lýðræði fengu ekki hljómgrunn hjá RÚV sem virðist sífellt færast lengra frá þjóðarsálinni.
Meira að segja sorpritið DV stendur sig betur í umfjöllun og aðgengi fyrir frambjóðendur að kynna sig á nýju vefsvæði um Stjórnlagaþing en RÚV sem rekur pólitíska áróðursvél Egils Helgasonar fyrir almannafé.
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings á www.austurvollur.is/thor
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Facebook
Athugasemdir
Gætirði vinsamlega birt okkur þennan tölvupóst frá RUV?
Agla, 11.11.2010 kl. 12:09
Hér er bréfið:
Ágæti frambjóðandi,
Nú styttist í kosningar og eru sumir frambjóðendur strax byrjaðir að kynna sér möguleika í auglýsingum.
Við á RÚV höfum fengið fyrirspurnir varðandi auglýsingaverð og ákváðum við að senda á alla frambjóðendur hvað við bjóðum.
Við höfum ákveðin afsláttakjör sem gengur jafnt yfir alla frambjóðendur. Þetta er svo kallaðu kosninga afsláttur.
Þessi 25% kosninga afsláttur gengur til allra frambjóðenda Stjórnlagaþings og gengur sá afsláttur bæði í útvarp og sjónvarp.
Við bjóðum uppá ansi sterkar auglýsinga leiðir – í kringum umræðu þætti, fréttir og annað efni sem virkir kjósendur horfa og hlusta á.
Allir frambjóðendur ganga að sama borði hér á RÚV.
Sem dæmi er skjáauglýsing í kringum Silfur Egils að kosta 11.940,- (án vsk)
Svo eru samlesnar auglýsingar í útvarpi einnig mjög sterkar – þær birtingar eru í kringum frétta tíma útvarpsins.
Fyrir þá frambjóðendur sem er alvara með að komast inn, þá munu auglýsingar án efa spila stórt hlutverk í vali í þessum kosningum.
Það eru margir frambjóðendur og hver og einn má kjósa um 25 einstaklinga – það er pláss fyrir nokkra á hverjum kjörseðli og því um að gera að vera ofarlega í huga kjósandans.
Ef ég get hjálpað ykkur að setja upp auglýsingaplan endilega verið í sambandi.
Virðingarfyllst,
Ríkisútvarpið Auglýsingadeild
Gunnar Ingi Hansson
Beinn sími: 515-3263
Sími : 515-3263
Fax : 515-3255
GSM : 822-2434
Netfang: gih@ruv.is
www.ruv.is
Ástþór Magnússon Wium, 11.11.2010 kl. 12:42
Hvernig í ósköpunum geturðu misskilið þetta???
Sem dæmi er skjáauglýsing í kringum Silfur Egils að kosta 11.940,-
Már Högnason (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 14:46
Komdu sæll, Ástþór.
Ég sé hvergi í bréfinu boð um að kaupa sig inn í þáttinn hjá Agli heldur er tekið sem dæmi um verð hvað kostar að birta skjáauglýsingu í kringum þáttinn.
Það er allt annað en að kaupa sig inn í sjálfan þáttinn.
Hins vegar óska ég þér alls hins besta í komandi kosningum.
Með kærri kveðju og þökk.
Heiðar Sigurðarson, 11.11.2010 kl. 16:01
Kærar þakkir fyrir að birta bréfið frá Auglýsingadeild RUV.
Ég se ekkert í bréfinu sem styður ásakanir þínar á hendur RUV í þessari færslu né réttlæti fyrirsögn hennar.
Agla, 11.11.2010 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.