5.11.2010 | 17:14
Vitum svarið, en hver fyrirskipaði handtökuna?
Lítil þörf á að rannsaka stuðning Íslands við Írakstríðið. Vitað er að tveir snarbrjálaðir ráðherrar tóku þessa ákvörðun.
Rannsaka þarf hver fyrirskipaði handtöku og fangelsun Íslensks friðarsinna sem benti á hættuna sem myndi skapast til framtíðar fyrir Íslenska flugfarþega ef Icelandair flytti vopn og hermenn fyrir stríðsglæpamanninn Bush.
Lögreglumaður sem sagðist þekkja til málsins sagði mér eitt sinn að handtökuskipun mín hefði komið úr Stjórnarráðinu. Ef það er rétt er það alvarleg misnotkun lögreglu og réttarkerfis.
Handtaka mín og fangelsun vakti almenna hneykslan á alþjóðavettvangi. Yfir 10 þúsund mótmælabréf bárust til Íslenskra stofnana í gegnum vefkerfi Friðar 2000 þar til nettengingu samtakanna var lokað, einnig með einhverskonar pólitískri fyrirskipun til símafélags.
Meðal þeirra sem sendi forsætisráðherra bréf var formaður kommúnistaflokksins í Moskvu, fjöldi þingmanna frá ýmsum löndum, erlend Amnesty félög og fleiri mæt félög og einstaklingar. Greinar birtust í erlendum blöðum og fjallað um málið í útvarpi m.a. í Ástralíu.
Sem betur fer tókst mér að stöðva þessa gersamlega brjáluðu þátttöku Íslands í stríðinu. Eftir óhefðbundin mótmæli mín í héraðsdómi hættu menn að tala um að senda Icelandair með vopn og hermenn til Írak.
Fyrir þá sem ekki til þekkja, byggðist aðvörun mín á því að samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum um stríðsrekstur missir borgaralegur aðili stöðu sína við þátttöku í stríðsreksri. Með öðrum orðum ef Íslenskt flugfélag tekur þátt í flutningum vegna stríðs, er það ekki lengur skilgreint sem borgaralegt flugfélag heldur er orðinn hluti af stríðsvélinni og þá um leið eru allar starfsstöðvar (og flugvélar) þess félags orðnar lögmætt skotmark. Af þessari ástæðu var hugmynd forsætisráðherra um að lána Íslenskar farþegavélar til Íraksstríðs gersamlega galin!
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings:
www.facebook.com/lydveldi
www.austurvollur.is/thor
Vilja rannsaka ákvörðun um stuðning við Íraksstríð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Ástþór
Já púkinn í þér skreppur stundum upp á yfirborðið og fólk misskilur tilgang þinn en ritsnilld þí er óumdeild og skilst vel. Þetta hér að ofan er rétt hjá þér örugglega um handtökuna eins og stuggun við konuna um daginn við Stjórnarráðið og við vitum um Falun Gang og nú er okkur hótað af Kinverjum að ef sendiherra okkar mætir fyrir hönd okkar við afhendingu Nóbelsverðlaunanna þá lendum við hugsanlega á svörtum lista þeirra??
Alþingi er að drullast til að rannsaka þetta afbrigði þeirra Halldórs og Davíðs en því miður áttu lögin að ná aftar í tíma og Rannsóknarnefnd Alþingis geta tekið á málinu.
Að hengja Geir H í stað Davíðs er álíka og Azzis og Saddam í einfaldri samlíkingu ábyrgðar.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 18:14
Sæll aftur Ástþór
Já við þekktumst í Hlíðunum í denn en það er önnur saga. Ekki sé ég svar frá þér við mínu bloggi og það er nú einu sinni svo að þegar maður vill koma góðum pistlum á framfæri lætur maður sér nægja haka og skóflu en ekki stórvirka jarðýtu því þá hlustar enginn né les.F+áðu ráð hjá almannatengli hvernig best sé með framsetningu á þá ertu með blóm í haga
kveðja
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.